Hosted by Putfile.com





I just love the way he leans

Stundum koma svona augnablik þar sem maður gengur um kannski í ferskum mjúkum úða sem kælir niður óþægindin, myrkrið búið að hellast yfir og er eiginlega frekar hlýlegt og næstum vernandi þó skapið sé misjafnt. Þá er einsog heimurinn sé næstum að segja så, så, det skal nok gå.

Svo ekki sé talað um hvað það er gaman að geta notað regnhlíf. Að rölta um í grenjandi rigningu sem rignir næstum beint niður og vera einsog tjald á ferð. Róandi dropahljóð sama hvert þú ert að fara.

Stundum er maður fullviss um að eiga eftir að fá eitthvað visst viðmót, en samt segir einhver rökhugsun að það sé vitleysa. Allt leysist, allir eru skilningsríkir og allir vilja öllum vel. Næstum því einsog blaut tuska í andlitið þegar manns eigin ótti er staðfestur og kennari veltir fyrir sér hvernig manni hafi dottið í hug að taka kúrs þegar maður er "tungumállega fatlaður" einsog hann svo skemmtilega orðaði það. Mætti halda að það sé eitthvað sérstakt að fólk velji að sækja nám annað en í heimalandinu, en svona er íhaldsömum dana á miðjum aldri vel lýst. Hann ætlaði þó eflaust bara að vera brútallí hreinskilinn, en það eru fleiri aðferðir til þess en að vera hrokafullur og sýna yfirlæti. Sérstaklega kaldhæðnislegt í ljósi þess að hann var nýbúinn að halda langan og hnyttinn fyrirlestur í tíma um innflytjendur og viðmót dana við þeim. (þyrfti að benda á lesefnið í tengslum við íslensk málefni)

Þvílík nostalgía. Þvílíkt minningarflóð um minningarbækur, dagbækur, magahnúta og ástarsorg, eða jafnvel ástarsorg yfir engri ást, dramaköstum, öskri, skellandi hurðum og dagdraumum. Fékk í láni á dvd seríuna my so called life og sogaði í mig afturblikið. Langaði þó að garga á hall þegar hann fór að grínast með að það væri á mörkunum hverjum maður ætti að samsama sig með núna, foreldrunum eða angelu og vinum. Reiknuðum út að við værum samt nær krökkunum en hinum ennþá. Djí. En ég á ekki svona mikið köflótt. Og hætt að lita á mér hárið eldrautt. Ég er líka hætt að skella hurðum og öskra en dagdreymingarnar verða örugglega alltaf til staðar auk smá dramakasta.

Ég gaf mér loksins tíma til að skella nokkrum vínarmyndum inn og hægt er að kíkja á þær hér. Mikið elska ég haustliti.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com