Hosted by Putfile.com





kæfa ekkert paté

Ég játa skrítinheitin. Stundum, svona nokkrum sinnum ári fæ ég óstjórnlega löngun í kæfu. Ekki hvaða kæfu sem er heldur helst grófhakkaða rjómalifrarkæfu. Eflaust arfur frá pabba sem fílar svoleiðis helst með gelgumsinu ofaná líka. Ég hef velt því fyrir mér þegar ég fæ svona craving hvort þetta sé einhverskonar próteinskortur, nema þar sem ég fíla ekki rosalegar nautasteikur vilji ég lifrarkæfu? Og ég sem hata lifur mest af öllum mat í veröldinni. Sem er nú annars sjaldgæft hatur.

Ég hef líka smakkað einhver fansí og frönsk paté en mér finnst þau ekkert góð. Í nettó féll ég skyndilega fyrir ökólógískri grófhakkaðri kæfu bakaðri eftir fornri uppskrift og borðaði hana með skeið. Samt bara þrjá bita en það er yfirleitt nóg. Þar sem ég keypti sjaldan kæfu er þetta craving oft tengt ískápnum heima (eitt af mörgum heima, þetta er flókið orð) þar sem ég er að elda með mömmu en þarf að fá mér kæfu í forrétt því hún kallaði bara á mig þegar ég sótti tómatana. Hún horfði á mig stórum augum og spurði mig hvort ég væri ekki bara ólétt. En nei hvorki þá né nú svo þetta kæfukreifíng hefur ekkert með hormóna að gera.

Lítið skref fyrir mannkynið en stórt skref fyrir mig. Ég opnaði BAritgerðina og las hana nokkurnvegin í gegn. Ég er búin að fyrirgefa henni sumt og næstum gleyma hryllingnum tengt sköpuninni. En það góða við þetta endurlit er að ég man hvernig í ósköpunum mér datt í hug að sækja um þetta nám.

Lokakreisídagur í þessari viku á morgun með hópaverkefnum og lestri og svo frábær helgi framundan í góðum félagsskap áður en síðan logarnir munu svíða rasskinnar og lærdómshæpið vonandi nást á fullt skrið.

5 Comments:

Blogger hallurth said...

Ég þori ekki að ferðast með opnu rjómalifrakæfuna sem húkir inni í ískáp hér, og bíður þess eiginlega bara að skipta litum, á milli landa. Annars myndi ég að sjálfsögðu koma færandi hendi -á morgun (vonandi, miðað við veðurfarsspá).

1:11 e.h.  
Blogger Regnhlif said...

Mér finnst kindakæfa vibbi, en hins vegar verð ég stundum sjúk í svona heimatilbúna lifrarkæfu, helst með steiktum sveppum og rauðbeðum. Sem betur fer verð ég yfirleitt sjúk í þetta um jólin þegar mamma býr hana til.

Guð, þú ert komin lengra en ég. Ég er rétt farin að geta horft á kápuna á BArninu mínu. Alls ekki búin að fyrirgefa því meðgöngueitrunina, en kannski fer þetta að koma

10:20 e.h.  
Blogger Regnhlif said...

p.s. leyniorðið ´sem ég þurfti að skrá inn leit alveg eins út og endurgert indó-evrópskt orð. Kemur ekki á óvart að mér tókst að slá það vitlaust inn.

10:21 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég elska bæði pate og kæfu. Best finnst mér svona krydduð og grófhökkuð. Eða heit heimatilbúin með miklum lauk og borið framm með spældu eggi, nammi nammi. Annars kalla ég bæði kæfu og paté paté. Það hljómar miklu fínna.

12:19 e.h.  
Blogger Regnhlif said...

Híhí, gebbó þú ert svo snobbó

5:26 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com