Hosted by Putfile.com





mor og far kommer

Um pennasýki. Eins lítið og mér tekst að strika út af verkefnalistum mínum þá virðist ég hinsvegar ólm í að kaupa mér penna í safnið.

Það er fyndin tilfinning að sitja í s-lest með dynjandi tónlist í risaheyrnartólunum sem maður veit fyrir víst að heyrist mjög vel út i lestarklefann og út í blönduna af fólki sem situr með blöð, starir út í loftið eða á annað fólk. Með störu út um gluggann, en það er svo mikið niðamyrkur þótt klukkan sé ekki margt að ég sé blágrænu kápuna, stóran trefil og fuzzyloðgrænu peysuna sem mamma prjónaði speglast í rúðunni og hinu megin tek ég eftir að einhver horfir undrunaraugum í átt til mín, kannski þekkti viðkomandi hljóminn í stínu nordenstam, kannski var manneskjan í sjokki yfir litasamsetningu af skæru í gráu veðri, kannski var manneskjan bara að stara út í loftið og ég var fyrir.

Einstaka sinnum sit ég lest eða metró og einmitt þegar hún rennur inn á nörreport eða þegar allir sitja í kremju á myldretid með kaffi og lesa urban og skyndilega fæ ég svona, hey ég er hérna tilfinningu. Hugsanlega lestarskorturinn á íslandi sem gerir að ég tengi almennilegar almenningssamgöngur sem eitthvað útlandalegt... Reyndar þurfti ég í gær í að bíða óóógeðslega lengi. Heilar 18 mínútur sem er lengsta sem ég hef nokkru sinni biðið eftir s-lest. Fuss. En mér til lukku var ég mikið klædd og búin að brenna disk í forláta cd-spilarann sem systir mín keypti í búllubúð á kanarí á skidogingenting gaf mér af vorkunnsemi þegar ég var að flytja og mp3 spilarinn ónýtur.

Eina sem mig vantar í retrofornstemminguna sem er að skapast heima, er nintendo og segulbandstæki. Það er hinsvegar mjög kómískt að það sjá prentarann minn og sjónvarpið saman. Prentarinn er nefnilega eiginlega stærri en litla rispaða sjónvarpið mitt. Samt þykir mér alveg jafn vænt um bæði. Ef það virkar er það fínt. Í ljósi þessara orða þá virkar tölvan mín ekki. rétt allavega. Svo þessvegna þarf ég bráðum nýja. Einhverntímann hélt pabbi ræðu um að tölvur og símar ætti að lita á sem kostað bara við að vinna og vera í skóla. Ætli hann sé sammála mér með að ný og fín Makkatalva sé nauðsynlegur kostnaður hjá mér núna....

Jæja við getum rætt það eftir sex tíma, þar sem foreldrarnir eru á leið í köbenmenningarferð, allt í bland vinnuferð, lúxushelgarfrí og samverustundir með týndu dótturinni í útlöndum. Einsog gerður sagði; alltaf svo gaman að sýna foreldrum sínum litla heiminn sem maður býr í núna..." nema í mínu tilviki þá þekkja þau heiminn miklu meira en ég af sinni sjö/átta ára reynslu af að búa hérna. EN þau hafa aldrei komið í metró svo ég ætla draga þau langar leiðir í fína nýja metró. Listasafn og loppemarkað. Og auðvitað út að borða.

Sem minnir mig á það að ég er búin að taka að mér að gera risalamand með kirsuberjasósu fyrir 17 manns á laugaradagskvöldið. Klassísk julefrokost þar sem allur matur er heimaeldaður og skipt niður á kollegibúana, ég rétt slapp við að elda fleskesteg pfúff eins gott. Veit það á að vera mikil pura, en hvernig það er gert?

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég hefði nú getað hjálpað þér með purrusteikina. Hún hefur verið jólamatur heima hjá mér frá því að ég man eftir mér. Það eina, fyrir utan danska ættarnafnið sem pabbi minn ber, sem tengir okkur systur við danska ættfeður okkar.

6:48 e.h.  
Blogger hallurth said...

Ég kem með Nintendo. Og MegaMan 2. Og Super Mario Bros, 1 og 3!

Stuuuuð.

10:28 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hæ litla ljúfa.. veistu johanne og Gunnar eru búin að eignast litla telpu ;))))) það ískrar í mér gleðin að segja þér fréttinar *ískr*ískr* en hún fæddist 23 nóvember vó 3692 gramm,halv meter lang med ti fingre og ti tær :)

hlakka svo til að fá þig heim piparkökukakan mín

3:45 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com