og nu ser vi på fjernsyn
Auk annarra gleðiefna og góðra daga, þá finnst mér rík manneskja. Ekki endilega hamingjusamlega rík af góðum félagskap og skemmtilegum stundum heldur þá nefnilega á ég mitt eigið sjónvarp í fyrsta skipti síðan ég fékk fjórtán tommu sjónvarp í fermingargjöf sem lifði bara af í nokkur ár. Á gígantískum loppemarkaði fann ég oggulítið rispað litasjónvarp á hundrað kall. Í þarnæstu röð fann ég oggulítið sjónvarpsborð á fimmtíukall og saman sómir þetta sér glæsilega í einu horni. Síðan dröslaði ég þessu heim í metró og lestum reyndar með mikilli hjálp frá halli. Í fyrsta sinn í fjölda ára á ég mitt eigið krumpaða sjónvarp. Ég ætla kaupa veggfóður og líma utaná það til að gera það fallegra. Auk þess fann ég bláa expressóbolla með blómum svo nú verða allir að byrja að drekka expressó í heimsókn hjá mér. Eða rauðvín úr lítilli fjólublárri karöflu. Elska flóamarkaði.
Íslenskir sjómenn á jasstónleikum fyrir tilviljun, pró hvalaveiðar þar sem við íslendingar höfum rétt til að gera hvað sem við viljum til að sýna framá prinsipmál einsog sjálfstæði okkar og enginn á að skipta sér af hvað við viljum. Indælisgaurar en þó margar senur þar sem mátti klípa sig til að segja bara jahá og einmitt en ekki taka uppá að ræða eitthvað sem engan endi hefur. Sumt er bara ekki orkunnar virði, en hinsvegar var troðinn barinn og mikil djassdívusöngur ákaflega hressandi. Hún söng trompet sóló einsog það væri minnsta mál í heimi.
Mér finnst bara sjarmerandi að það er ekkert í boði fjarstýring né kann ég að stilla inn stöðvar svo það er bara í boði að sitja og halda inni leittakkanum til að skipa á milli. Hamingjan í dag við að finna óvæntar þýskar stöðvar, krappí raunveruleikasjónvarp, sænskar teiknimyndir, norskan kvennafótbolta í snjókomu og breskan kaldhæðinn þátt um heimspeki Descartes var kómísk. Það þarf stundum ekki mikið til að skemmta manni...
2 Comments:
Kaupmannahöfn er morandi í flóamörkuðum. Þegar ég bjó þar var flóamarkaður sem hét Den Blá Hal eða eitthvað svoleiðis. Eða ´Hallen´. Ef ég man rétt að þá er hann úti á Amager. Spurðu fólk og það mun geta sagt þér. Það er ekkert eins geggjað eins og að vera í listnámi og ramba inná alvöru markað og finna dótarí sem enginn annar mundi vilja og svo búa til eitthvað nýtt úr því.
Til hamingju með ´kassann´ eða aulakassann eins og ég kalla hann stundum. Tekur alltof mikinn tíma frá manni. Ég bjó einu sinni í París í listnámi, ekkert sjónvarp og það var frábært hvað mér varð úr verki. Nú, eins og þú á ég pínkulítið sjónvarp og horfi á lélegt amerískt sjónvarp sem skilur lítið eftir sér. Smá fílosofía væri frábær.
Ég er rosa forvitin, í hvaða skóla þú ert :D Gangi þér allt rosa vel í haginn Múmínálfur :D
hei beib.
til lukku med kassann, eg ætla samt ad halda afram ad freista med tv-glapi og sofahangsi herna hja mer... se tig vonandi bradum!!!
s.
Skrifa ummæli
<< Home