blautara
Mér er alveg sama hversu blautur maður verður að komast á milli staða. Það er huggó þess á milli. Það er til fullt af góðu fólki í heiminum og stundum held ég að ég hljóti að þekkja stóran part af þeim eða detti inn í að kynnast þeim hvað úr hverju. Þar að auki sé ég ekki eftir krónu af blankheitum í jólagjafir því mér finnst óóóógeðslega gaman að kaupa fína litla hluti handa fólki. Ekki það að ég vildi stundum óska að ég hefði örlítið eða allsvakalega mikið meiri péninga milli handanna til að geta keypt fleira eða fínna en almennt er ég ógurlega ánægð með fenginn. Ég hata samt kringluna, flúorljós og klið. Því er bara ekki að neita að í brjáluðu roki og rigningu má segja að húsþakið sé hlíf.
Ég hinsvegar hef ógurlegar áhyggjur af öllum fyrir norðan, austan og sunnan, sem eru bókstaflega á barmi þess að drukkna úr rigningu og get ekki hætt að hugsa um öll þessi hross sem stóðu um þrjátíu saman í miðju risafljóti á einhverskonar hæð sem var að hverfa undir vatn. Stungu bara nösum undir hvers annars fax og ætluðu að snúa rassinum í vindinn einsog venjulega en fundu sig bara á floti í vatni. Vonandi drukknar enginn í þessu þó enginn eigi örk til að bjarga okkur.
Lifandi jass er líka sérdeilis geðuppliftandi. Skál fyrir því.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home