blautt
Ég er ósátt við þetta jólaveður sem ísland bíður uppá. Mér þótti tíu stiga frostið mun jólalegra en snarvitlaust rok og rigning. Þetta er reyndar kannski í seinni tíð íslenskulegra en þykkt snjólag og stór snjókorn í logni en strikar allavega út huggulegt miðbæjarrölt og jólalega leiðangra.
Mig langaði örlítið að urra þegar ég í lærdómsleiðangri fauk milli háskólans og bókhlöðunnar í votveðri þar sem bílar á hraðferð skvettu yfir mig úr pollum og í aumingjalegri tilraun til að stytta mér leið yfir blautt gras lenti í einskonar mýrarlendi innan um klakabunka sem conversestrigaskór eru ekki hannaðir fyrir. Þannig hraktist ég inn á milli bókasafnsbóka rennandi blaut í fæturnar ofan á blaut föt. En ég las þó í dag heila bók og kannski get ég þakkað þessu yndislega veðri fyrir það....
Það er allt að verða vitlaust heima bara... Óeirðir, slagsmál og handtökur bara nánast í næstu götu við nýja heimilisfangið mitt í kaupmannahöfn. Kannski verður allt búið og friðsælt þegar ég kem heim í janúar.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home