Hosted by Putfile.com





flugvélaspræn

Ég áttaði mig á því fyri ekki svo löngu að þrátt fyrir ansi tíðar flugferðir síðstu ár þá hef ég ekki sprænt í loftinu í mörg ár. Það er ekkert meðvitað né af fóbíu bara af vana og hefur almennt dugað mér að pissa fyrir og eftir flugin og lítið um bjórdrykkju í loftinu.

Mér fannst þessvegna sérdeilis týpískt að þegar ég einmitt fór að þurfa að pissa þá jókst ókyrrð í lofti að öllum skipað að festa beltin og halda kyrru fyrir í sætum sínum. Útum gluggann sá ég hvernig við sigldum út úr snælitum skýjaöldutoppum sem glitruðu af sólargeislum og yfir í dökkgrá stríða skýjaflóka sem teygðu sig langt út í sjóndeildarhringinn. Vélin hóf að skoppa þeim mun meira um og flugstjórinn tilkynnti að þetta væri þó bara hið venjulegasta miðað við árstíma og ekkert til að hafa áhyggjur af en þrem mínútum seinna skipaði hann flugfreyjum stranglega að hætta allri þjónustu samstundis og setjast og binda sig.

Það var svo sem engin alvöru hætta á ferðum en með væga hristingshræðslu reyndi ég að stara bara á lærdómsbókina með sveitta lófa þó ég hafi ekki lesið staf þennan hálftíma sem mesti hristingurinn varði, og velti fyrir mér hvort það væri dramatík að ætla að heimurinn ætlaði að hefna sín á mér með smá bókstaflegum niðurtúr eftir heppni undanfarna mánuði...

En við hættum að hristast, ég upplifði á ný hið yndislega flugvélaklósett og ég kláraði námsbókina bókstaflega þrem mínútum áður en hjólin snertu íslenska sævi þakta jörð. Hér er huggulega íííískalt og frost og falleg ljós og fullt af góðu fólki á alla kanta sem ég hlakka til að hitta þó ég nái ekki að hitta alla í einu eða um leið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com