lukkunnar pamfíll taka sautján
Ég var mun meira hæper í dag þegar mér að óvörum poppaði upp meil frá milanóaðdáendanum einum og hálfum degi fyrr en ég hafði gert ráð fyrir þar sem hann tilkynnti mér að hann hefði valið okkur sem leigjendur. Frá fimmtánda jan og bauð mér að fá sjónvarpið sitt lánað. Eftir að hafa hlegið hysterískum hlátri (ekki tengja þetta freud eða neinum slíkum pælingum) og hoppað um gólfin innan um draslið og náð í sigrúnu til að æpa af gleði yfir þessu þar sem væntanlegur sambýlismaður var örugglega steinsofandi eftir næturvaktir og ómögulegt að vekja hann, er ég búin að taka manískan undirbúning og einhverskonar sorteringu og þrif án þess þó að hafa kassa til að setja ofan í, en allavega flytja hluti milli staða og skipuleggja svo þá líður mér betur.
Búin að pakka í ferðatösku allavega. Einsog ég var að tala um við þóru áðan þá bara skil ég ekki hvaðan allt þetta dót hefur safnast upp bara á um þremur mánuðum. Samt minnug þess að fyrsta mánuðinn eða tvo kom ég ekki heim nema með fulla poka af einhverju svo þetta er kannski alveg lógísk aukning þó ég hafi komið með ákaflega lítið frá íslandi.
Málið er nefnilega að ég þarf á næstu þremur dögum að ná að pakka sortera og flytja út og mála áður en ég þarf að ná flugvélilnni, auk annarra smálegra erinda sem eru nauðsynleg rétt aður en maður fer heim í rúmlega þrjár vikur. En ég er svo ánægð að mér er alveg sama þó það sé örlítið hektískt plan.
Nú er ég einsog sprungin blaðra þar sem gleðin er búin að frussast út og ekki laust við að vantrúin læðist að í eitt augnablik, getur það verið að allt gangi svona henntuglega upp? Heimurinn er allavega alveg óvenjulega góður við mig í að redda hlutum og láta þá ganga upp. Bara að muna að vera þakklát fyrir það og geyma það sem skýra minningu fyrir hugskotunum einhverntímann þegar verr gengur.
3 Comments:
til hamingju, fíllinn minn.
Hlakka til að sjá þig.. styttist ótrúlega
Til ham, knús og kram.
Heyrdu!
Gledilegt nýtt ár gæskan!
Bjöggi
Skrifa ummæli
<< Home