wannabeoverthere og samt svo ánægð hér
Ég skellti hinsvegar upp úr þegar ég las skeytið. ,,Er á Kínamúrnum! Ótrúlegt en frábært!" og ég mundi að ég hafði hvatt hann fyrir helgi við ráðhústorgið eftir rölt og mat og kaffi þar sem hann kom frá einum stað á leið til kína á mikilvæga fundi og fleira á frídögum. Gleymi alltaf að gera ráð fyrir tímamuni þarna hinu megin í heiminum. En ég pakka í kassa græn af öfund og hugsa að einhverntímann ætla ég líka að standa á kína múrnum eða einhverjum öðrum áhugaverðum og fjarlægum stað og minna á mig þvert yfir hnöttinn.
Við vorum hinsvegar orðin rauð á eyrunum í jólahuggunni á föstudaginn að ræða pólitískt ástand í kína og tókum meðvitað hlé þegar æsingurinn fór að hækka í desíbelum og útdeildum í staðinn sænskum piparkökum, heimabökuðum döðlumöndlutoppum og glögg og epplaskívum með flórskykri með rólegan djassjólalagadisk og yndislega fína skreytta jólatréð hennar bjarkar í bakgrunni. Eina jólalega hjá mér er ég sjálf í grænum bol og buxum, rauðri peysu og rauðum sokkum. Ég fúnkera ágætlega sem skraut.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home