Hosted by Putfile.com





aaaaaaaaarrrrrrgg

Hvað sem ég reyni þá mun ég aldrei geta lýst því í orðum hvernig það var að hoppa upp öskrandi með reytt hár og eldrauðar kinnar þegar boltinn skilaði sér í netið á síðustu sekúndunni. Troðfullur stóri sportbarinn á hovedbanegaarden og þó það væru margir æstir og æpandi íslendingar þá voru víst eiginlega fleiri danir sem afsakast víst þegar maður er á danskri grund. Við fengum borð á síðustu stundu og vorum umkringdar dönskum mönnum sem þrátt fyrir æsinginn kímdu mjög út í annað yfir tíu trylltum íslenskum stúlkum á langborði sem tóku málið svo alvarlega að það lá við yfirliði á erfiðum augnablikum. Stapp og barið í borð og þjóðerniskenndin gjörsamlega að springa út um hverja einustu svitaholu. Svo nálægt. Svo nálægt. Við grétum og þurftum að heyra ææææææ det var nu sundt for jer. Yderste medfolelse... með glotti.

Það eru engar minnstu ýkjur að ég hafi aldrei á ævinni verið jafn æst yfir neinum íþróttaviðburð eða bara neinu úr sjónvarpinu. Ekki einu sinni grays anatomy þó ég hafi grenjað með ekkasogum þegar danny dó. Kannski ekki mikil samkeppni þar sem ég hef ekki verið sérlega þekkt fyrir að vera mikil íþróttaáhugamanneskja í fyrri tíð en svona mótast maður. Við gátum allavega hlegið að því að í vikuferð stúlknanna í köben þá var ekki misst af neinum leik eða tækifæri á bjór og borgara en við versluðum ekkert mikið. Aðallega fór ég með þær í litlar skrítnar en undurfagrar búðir sem kannski útskýrir að fengurinn samastóð af notuðum grænum rússkinnsskóm með silfurbróderingum, gula tusku og ofnhanska og skærgrænt viskustykki, barbapabbaljósaseríu, kínverska skó, strigapokaljón með appelsínugulan makka sem er gert í bangladesh og selt til stuðnings kvenna. Það kallaði bara á mig með röddu ákaflega líkri gerðar að ég ætti að taka það með heim svo nú á ég undurfínt gæludýr.

Ég er alveg passlega útkeyrð eftir vikuna af ýmsu útstáelsi með stúlkunum eða allavega gærkvöldið með kaerokíferð tvö eftir leikinn. Það gleymist seint þegar ása tók I love rock and roll í britney útgáfunni og gerður og ég tókum hið agalega Its gettin hot in here með nelly að ég held, og hvorug okkar mjög sterkar í rappinu. Ég get allavega lofað sjálfri mér og heiminum án mikillar áreynslu að það líður langt þangað til ég fæ löngun í meira karókí. En svei mér þá heimurinn hefur breyst þegar ég byrja á því að opna blöðin á íþróttasíðunum til að sjá hvað er sagt um leikinn.... Og svitna enn við að lesa um hvað dönum finnst íslendingar pirrandi að spila við. OOJJJJJJJJ hvað mig langaði að sjá okkur vinna. Vonandi dettur engum dana í hug að tala um handbolta við mig næstu daga meðan ég jafna mig aðeins og finn nógu mikið jafnvægi innra til að styðja þá og nokkurntíman taka mér orðin "frændur mínir danir" í munn aftur.

Ein í kotinu í nokkra daga eftir frábæra viku með stelpuna. Bara í tvo daga samt áður en hallur kemur. Ó já og pabbi kemur við á morgun líka. Og svo er víst skólinn að byrja eftir helgi.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég sat ein heima inni í herberginu hennar Hlíf og reifst og skammaðist við sjónvarpið á meðan þessum leik stóð. Man vart eftir öðrum eins æsing. :)

10:37 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

OMIGOD, best að leiðrétta þetta áður en Hlíf sér þetta... ég sat í herberginu hennar Hlífar... Hlífar!!! ég veit hvernig á að beygja nafnið þitt, ekki vera vond við mig!

10:39 f.h.  
Blogger asa said...

leikurinn lét mig svitna og skjálfa. ég elska litlu skrýtnu búðirnar. ég elska hlöðun steingöturnar, endalausu stigana og bjórinn. ó -bjórinn. og mest elska ég þig. guð hvað maður er orðin væminn. ég heimta heimsókn ef ég fer til noregs eða einhvern annars stað! hehe;)

4:25 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com