Hosted by Putfile.com





Það er eina sem er meira pirrandi en sturta með kraft á við "nokkra dverga sem hrækja á bakið á þér" einsog elli orðaði það svo smekklega hér um árið, er að fara í ræktina með þann eina drifkraft að nýta kraftmikla sturtu og koma niður löðursveittur til þess eins að gera sér grein fyrir að handklæðið er heima. Svekkjandi. Ég hafði kviðið næstum jafn mikið fyrir að eiga deit í lyftingarsalnum við líkamsræktarþjálfara og munnlega prófinu mínu en hann gerði nú litlar kröfur til mín. Þrátt fyrir að hafa lengst til verið óháður styrktaraðili baðhússins heima þá lét ég nú alltaf sjá mig öðru hverju og kann þar af leiðandi að stilla hlaupabretti og velja lóð á lyftingartæki. Þjálfarinn skikkaði mér hinsvegar í ákveðna rútínu sem var alltof einföld en ég samþykkti brosandi og hugsaði samt strax að ég myndi ekki fara nákvæmlega eftir. Allt er betra en ekkert samt svo ég er hress með þetta.

Frostið er komið. Kannski til að vera ég veit það ekki en ég hef ekkert á móti smá vetri. Ég er hvort eð er bara hálfur dani og á ekki einu sinni hjól. Einhverntímann þarf ég að nota öll hlýju fötin sem ég á og hafa afsökun til að vera með klúta og trefla og húfur.

Ef ég mætti ráða þá væri samt heilsubúð fyrir utan hjá mér en ekki pitsastaður og sjoppa sitthvoru megin við innganginn. Það er ekki endilega hollustukvetjandi hehe en hef þó verið dugleg við sparnaðinn og elda heima á glæsilegu gaseldavélinni svo ég hef fína samvisku löxöripartý næstu viku. Stúlkurnar lenda á morgun og margt sniðugt á dagskrá. Yndislegt að vera í fríi og hafa ástæðu til að fagna því og gera bara skemmtilega hluti og njóta þess að vera til áður en skyldan kallar. Ansi strembin önn framundan. Skólinn hefst ekki aftur fyrr en í byrjun febrúar og próf búin hjá mér svo ég er gríðarlega hamingjusöm með að bæði þær og hallur og pabbi hafi tekið uppá því að heimsækja mig áður.

Ohhhhh loppumarkaðir. Ég sé þá í hyllingum með notuðum húsgögnum sem færu vel hérna inni í stúdentalega tómlegri íbúð. Þoli hinsvegar ekki sparnað. Gæti verið hvetjandi til að finna vinnu sem fyrst samt... meiri peningur inn meiri peningur út. Hlýt að hafa lært eitthvað í rekstarhagfræðinni í denn. Þó áhugaverð breyting. Mig langar ekki bara í skó heldur langar mig líka ofsalega í eldfast mót, fleiri bolla og fín marglit viskustykki. (athugið það er ekki ofar en skór bara með)

Ok. Demolition man. Snipes með aflitað hár og stallone. EInsog slys, get ekki slitið augun af þessu.

1 Comments:

Blogger mandarina said...

tad er rosalega fyndin mynd!!!!
tegar vid sebastian viljum gera okkur gladan dag tá kaupum vid okkur ost! hann er svo dýr nefnilega sjádu til midad vid hitt. pringles kaupum vid ekki einu sinni eda after eight tvì tad er à evròpuverdi... en ágaetlega mikid af raudvíni tar sem raudvíni eru afskaplega gód hér og ódýr... nei nei bara svona ad deila med. stór koss til tín...

4:49 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com