home or something like it
Ég er komin heim. Eða einhverstaðar þar á milli allavega. Sófi hér, kassar þar og lyklaafhending á morgun eða hinn. Tæplega tuttugustigahitamunur þó hér sé kannski ekki heitt en frá mínus tíu og snjó, frosnar tær í converse og rautt nef yfir í plús tíu og svita með trefil í lest og blautar tær í danskri rigningu.
Eftir svefn í fluginu tölti ég einsog svefngengill með úfið hár og alltof þungan bakboka í gegnum kastrup um kunnuglega ganga. Átti ekki von á að heyra nafnið mitt og enn síður von á að mæta á ganginum ameríkana sem ég þekki á leið heim til íslands að millilenda í köben. Eftir heilsið tölti ég áfram í leit að útgangi og stansaði agndofa fyrir framan veitingarstað í c-álmu sem heitir ekkert minna en Asta. Gourmet restaurant. Já kannski var tekið eftir tíðum heimsóknum mínum í haust að sækja fólk og þessvegna skýrt í höfuðið á mér...
Eftir tuttugumínútur í afslöppun hjá sigrúnu fékk ég svo skilaboð um næstu heimsókn. Tvær kærar gærur mæta bara galvaskar í kassaflóðið á nýja staðnum þar sem ég verð rétt búin með prófin og passlegt að fara í tiltektina... Kannski fá þær öl með aldrei að vita.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home