Hosted by Putfile.com





jólin

Ég byrjaði um daginn og hætti. Svo byrjaði ég aftur og hætti. Í gær hugsaði ég um að byrja en byrjaði aldrei. Það er bara svo margt annað að hugsa um og gera en skrifa frásagnir af einu og öðru hérna. En jólin voru yndisleg, komu og fóru einsog venjulega með góðum undirtón.

Mér líður bara aldeilis vel hvar sem ég er niðurkomin, hvort sem ég er þriðji aukaleigjandinn á ljósu eða heima hjá mömmu og pabba þar sem ég fékk á endanum úthlutað stórri bastkörfu í þvottahúsinu þar sem allt það dót og drasl sem fylgdi mér hingað var safnað saman. Svo þegar ég þurfti að gista var bara yngsta bróðurnum komið í pössun annarstaðar svo ég gæti sofið í gamla rúminu mínu sem nú er hans, þó ekki í gamla herberginu mínu en þar býr systirin.

En í dag gekk ég frá greiðslu sem staðfestir að ég verð einungis heimilislaus í örfáa daga í janúar og þarf því bara lítið að nýta mér góðmennsku einhverra af köbenelskunum til að lána sófa sem þó verður örugglega lítið mál. Treysti á að það hafi róast í óeirðunum og hamaganginum í götunni minni....

Árið er að skreppa saman og hverfa. 2006 ON var einhverntímann kyrjað og að mörgu leiti var það tótallí on. Tókst margt sem ég vildi. Það er einsog skylda að hugsa afturábak og áfram og velta fyrir sér uppunum og niðurunum. Í allri heild eru plúsarnir svo margfalt fleiri en mínusar að ég bara brosi yfir byrnum og ætla mér af allir staðfestu að sitja hér kímandi og segja já hemmi minn. Núna er ég nefnilega glöð og smáskuggar af leiðindum skemma það ekki. Þó það sé svo auðvelt að hugsa alltaf að það verði nú betra eftir að prófið er búið, eftir að ræktartímabil er búið, ef allir væru góðir, eftir að flutningarnir eru búnir, þegar sófinn verður kominn, þegar skuldirnar verða minni, þegar hallur flytur loksins líka eða hvað annað sem þarf og á að gerast á næstunni, þá finnst mér það ekki mikilvægt núna. Það sem er mikilvægt er að geta notið augnabliksins og alls góða fólksins sem er hérna allt í kring og mér þykir vænt um og vill manni sömuleiðis vel og sleppa því að hugsa um allt annað.

Það verður nýtt ON 2007. Svokallað háhá element. Halda hamingju... Einfalt og gott.

(auk svona þrjátíuogsjö áramótaheita því kannski er magnið gott plan því hugsanlega stend ég við einsog þrjú og þá er maður ánægður. Allt venjulegt einsog bébé; burt með bumbur, lætæ; lærilæritækifæri, spapé; sparapéningana og svo framvegis..)

Happy campers á fróni. Þó það sé ennþá rigning og rok. Það er of stutt í að ég fari en samt hlakka ég líka til að koma á mitt heima í hinu landinu.

Margra kílóakalkúnn með fyllingunni hans pabba í ofninum og fyllir húsið af yndislegri matarlykt. Bondaði mikið með öllu fólkinu í nóatúni að hlaupa til að sækja síðustu nauðsynjarnar og þar sem ég í búð tvö var farin að örvænta að salvían var búin og fann hvergi kalkúnakrydd, vatt sér að mér kona og hvíslaði hvað ég væri að leita að og stakk að mér stauk og við skiptumst á þýðingarfullum augnaráðum og andvörpuðum yfir salvíuskortinum í lok ársins.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com