leynimal
Ég get hinsvegar varla hugsað um hvaða tíma ég ætla taka, enda skilst mér að öll tímasókn á vorönninni nema eitt námskeið sé bara "sem inspíration" fyrir munnlegt einstaklingsverkefni. Það er að segja strangir stuttir kúrsar en ég get tekið hvaaaaaað sem er. Sem gefur möguleika á valkvíðaelementinu en ég sé þetta sem æfingu í aga... Það verður mikið að læra vá. Janúar er óóógeðslega léttur miðað við júní.
Endurkomu minni á internetið má fagna. Ég með silfraðan grip í fanginu sem er spegilsléttur og viðmótsþýður, rennur í gang án hávaða og án kvarts, opnar forrit sem áður tók hálftíma á nótæm. Við erum að bonda mjög vel. Af hverju þurfti ég endilega að vera nýbúin að kaupa Nortonvírusavarnir fyrir tugi þúsunda samt sem ég get ekki notað? Kaldhæðnin. Kaupa vörn og þá deyr talvan stuttu síðar. Soldið einsog heimurinn er, mein kaldhæðinn stundum og hefur gaman af. Pabbi kom við í köben og fékk að gista í nýja slottinu. Auðvitað var skyndilega brjálað partý á einhverri efri hæð með gargi og ýlum og söng fram á miðja nótt, og það á sunnudagskvöldi, þegar ég hef aldrei heyrt meira en spjallhljóð og brak í gólfi síðan ég flutti. Vona að hann verði ekki geispandi á fundum í allan dag.
Vindsængur eru helst góðar til að liggja á í vatni. Ég hef skyndilega áhyggjur af að því eftir að hafa prufað hana í nótt að troða okkur þremur hérna fyrir, enda var draumurinn að vera búin að kaupa svefnsófa eða rúm eða bæði áður en gestir færu að streyma að. En við hellum bara bjór í þær og þá tekur engin sérstaklega eftir að sofa á 70cm vindsæng til skiptis við rúmdýnuna. Sardínuhamingja á Hillerodgade. Hlakka til.
Það gæti við verið að koma vetur hérna. Allavega komin slydda sem er held ég mesta snjókoma sem hefur verið.
2 Comments:
til hamingju med nyju tolvuna, thvilik saela sem thad hlytur ad vera!
Profadu www.avast.com
thad er antivirus, og er okeypis fyrir heimilisnotendur.
Eg skipti yfir i tha eftir a norton var alltaf ad gera mer lifid leitt.
avast uploadar daglega og er miklu sterkari en norton eda mcafee
Já ok! Takk fyrir ábendinguna ég skoða þetta! En jú það er alveg yndislegt að fá nýja tölvu... sem getur svo miklu meira en gamla græjan :) Það sem maður getur verið háður svona tæki.. framlenging af sjálfinu hreinlega...
Skrifa ummæli
<< Home