Hosted by Putfile.com





ammlisboð

Af hverju skildi það vera að maður er yfirleitt alltaf meðvitaður um hluti í retróspektive en ekki á líðandi stund?

Einsog að ég hafi fyrst vitað að sniðuga verkið hans Piero Manzoni, Socle du monde sé staðsett í Herning löngu eftir að ég flutti þaðan. Eða að ég hafi labbað hundrað sinnum framhjá kirkjunni þar sem frægasta verk Giotti í Flórens er, án þess að fara inn. Og svo framvegis. Eða öllu heldur að hlutirnir eru fyrir framan mann á einum tíma öðlast ekki neina merkingu fyrr en miklu seinna.

Ég á mér ólíka uppáhalds fræðimenn eftir tímabilum. Allir eiga þeir þó sameiginlegt að fjalla á einhvern hátt á óhefðbundinn hátt um list og fræði. Í gær las ég skemmtilega grein eftir lucy lippard og vorkenndi mér yfir að vera ekki flækt í ruglingslega hringiðu spennandi listforma og listamanna, einsog nútíminn sé steríll og þreyttur og æsingurinn sé yfirstaðinn. Hinsvegar er fyndið að lesa grein einsog þessa þar sem hún talar um félaga sína og jafnvel sambýlendur sem voru allir að dunda við eitt og annað og mörgum árum seinna urðu frægir. Það er spennandi að vita hvernig landslagið verður eftir tuttugu ár.

Bókunum verður nú hent til hliðar og sprottið á fætur og sjænað sig og stormað til elsku bjarkarlings sem í dag fagnar tuttuguogfimm ára afmæli sínu. Til hamingju með daginn elskan!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com