Hosted by Putfile.com





bjartsynin

Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn. Þrátt fyrir augnabliks panik stundum þá tekst mér að rifja upp jákvæða hluti.

Ég var næstum búin að gleyma hvernig það er að vera með svo miklar harðsperrur í maganum að það sé átak að setjast upp. Ég var líka næstum búin að gleyma hvað tröppuleikfimi er kjánaleg. Hinsvegar hið hressilegasta að koma heim fyrir hádegi og búin að borða, sprikla, svitna og skola af sér í kröftugri sturtu.

Í fátæktinni eftir tilkynningu um meiri mínus en ég hélt er ég búin að læra að sjónvarpsdagskráin er ömurleg um helgar svo ég hafði ekkert fyrir því að slökkva á því, kveikja á kertum og tónlist og læra smá. Hvort eð er skemmtilegra að djamma á virkum dögum svo sjálfsvorkunn yfir laugardagskvöldum í hangsi er engin. Ég er líka búin að skemmta mér við að elda undarlega hluti eingöngu úr því sem finnst í ískápnum, og dem Im good at it. Núna er reyndar farið að tæmast allverulega en þó tókst mér að elda snilldarbragðgóða og þykka súpu úr basil,hvítlauk og sætum kartöflum, chilli og kókosmjólk sem entist í þrjár máltíðir.

Blankheit hafa sum sé ákaflega jákvæð áhrif bæði í sparnaði (ekkert til að eyða svo engu er eytt..) og hollustu átaki (elda úr afgöngum og borða minna...) Sömuleiðis námslega, þar sem útstrikun á útihangsi er námshvetjandi.

Svo eru tíu og hálfur dagur ekkert mikið. Þá verð ég bæði komin með sambýling og búin að fá lánin. Og á leið til gautaborgar í ammlisheimsókn til ellans. Jibbí.

Ég var þó löngu búin að kaupa miða á nouvelle vague svo ég hlakka þvílíkt til að sjá þau á loppen á morgun. Jafnvel nurla saman klinki úr sparibauknum og skála í bjórsopa. Því var ég búin að lofa á gjafabréfinu upp á yndislega kvöldstund sem ég og sigrún gáfum björk í ammlisgjöf með tónlistinni þeirra ásamt miðum á tónleikana. Ó hvað það er gaman að hlakka til.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com