Hosted by Putfile.com





fönni

Ég reyndi að vara Hall við þvi að það skilar litlum árangri að reyna að skrifa Þ í nafnið sitt hérna, eftir fíaskóið með skólaskírteinið og ástu Pöll. Hann vildi þó frekar nota þonnið en að heita Thor í folkeregistrer. Sem leiddi til þess að allur póstur sem hingað veltur inn til hans er stílaður á HALLUR PAR. Það finnst mér óhemjulega fyndið og hlæ dátt í hvert skipti.

Stundum þarf lítið til að skemmta manni. Strætóferð í grenjandi rigningu fyrir klukkan níu á morgnanna var jafnvel ekki einu sinni leiðinleg. Ég smurði mér líka madpakke í dag, rúgbrauð með kæfu (klassík) og rúgbrauð með pestó og mozzarella og vafði inn í gráan ruslapoka og festi með einni grænni og einni svartri hárteygju og skellti í skólatöskuna. Stórfenglegt skref í sparnaði og námsmannalegri hegðun. Tók nefnilega ákvörðun í gær að ef ég ætlaði að lifa af þrjú ár hérna án þess að fara á hausinn þá þarf eitthvað að endurskoða löxörílífernið. Bara svona í og með.... ekki sushi nema einu sinni í mánuði.

Eitthvað bros sem er límt innan á andlitið á mér náði ekki einu sinni að þurrkast af þegar ég þurfti að bíða í tæpan hálftíma með möppu í fanginu meðan dónaleg stelpa ljósritaði að minnsta kosti 700 síður á undan mér. Kannski var hún ekkert ill, en þegar við vorum fimm í röð eftir að geta ljósritað fannst mér að almennilegt hefði verið geyma eitthvað. Kannski er ég bara of meðvirk með öðru fólki, og ljósritaði bara nauðsynlegasta fyrir næsta tíma svo hinir þyrftu ekki að bíða svona lengi.

Ljósritun er ekki endilega mikilvægasta málið. Hvar eru eðlilegu mörkin milli þess að vera virkilega sjálfselskur og taka ekki minnsta tilllit til annarra og þess að vera ekki nógu sjálfselskur og taka of mikið tillit til annarra? Við hin brostum þó hið breiðasta til hvers annars og bonduðum á námslegan hátt sem fólk í kúrsum þar sem ekki er gert hefti sem maður getur einfaldlega keypt, né er námsefnið bók, heldur eru bara umþb 1500 síður af greinum í masterkopi í ljósritunarherbergi up for grabs. Mikið á mann lagt....

Ég sat í tíma í dag. Ákaflega einbeitt að hlusta umræður um performativitet og fleira þegar ég skellti næstum uppúr á því augnabliki sem ég sá litina á bókunum og litina á mér. Í eldrauðum bol og skærgulri peysu utanyfir var með endemum kjánalegt að sitja með tvö risahefti í fanginu, annað skærgult og hitt eldrautt. Soldið einsog ég hafi reynt að klæða mig í stíl. Ó M G, þvílíkt color coordination.

Það er óhemju grá dagur. Þá er ágætt að vera flissandi.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Tu attar tig a tvi ad tu varst liklega gangandi MasterCard auglysing i ofanalagt :)

11:10 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com