hasta quando...
Það væri hægt að tapa vitinu í öllum tónleikunum sem mig langar að fara á. Illa skipulagt samt að novuelle vague, ratatat og au revoir simone séu allt sömu helgina í lok febrúar. Missti af miðum Arcade Fire. Eina sem ég veit núna er að ég mun fara á damien rice og Trans am í mars. Þetta verður að bæta úr, hvað sem sparnaði líður.
Strætó númer 5A er merkilegt samfélag í kaupmannahöfn. Þó ég hafi reynt að vara stelpurnar við að hann væri alltaf troðinn þá kom þeim samt á óvart að það þyrfti að troða sér inn með valdi og læra fljótt að fylgja með straumnum gegnum vagninn, ávallt að troðast eins langt aftur og hægt er án þess að vera troðið út. Stökkva á sæti ef einhver nálægt þér dinglar og fer að fikra sig í átt að hurð. Mörg tungumál og margir húðlitir og umfram allt ekki í boði að vera stressaður því ferðin tekur bara jafn langan tíma og hún tekur en ekki ákveðið margar mínútur. Best samt þegar við stóðum allar í röð að komast inn og bílstjórinn skellur svo aftur hurðinni þegar er að komast að mér, sorry komast ekki fleiri með og skelfingar svipur kom á stúlkurnar sem stóðu aðeins innar og sáu vagninn keyra burt frá mér sem vinkaði. Ég vissi svo sem að þegar vagninn er seinn þá er annar að koma rétt á eftir og bara mun meira pláss þar, en sem betur fer týndust þær ekki og fengu hjálp frá góðum manni sem hafði heyrt þær babbla "haggalabaggala norreport" alla ferðina og svo myndast við að fara út áður en að þeim stað kom. Hallaði sér að þeim og tilkynnti að þær væru greinilega á leið á nörreport og mættu þess vegna ekki fara út strax.
Almenningsvagnar og óskrifaðar reglur eru merkilegt fyrirbæri. Á ítalíu máttu einmitt bara fara inn fremst eða aftast og svo áttu að troða þér smám saman í átt að miðjunni og út þar. Mikið ergelsi spinnst af þeim sem troða sér í vitlausar áttir. Ég hef reyndar meira segja lent í því að komast bara ekkert út á mínu stoppi því ég var of fjarri hurðinni. Samt sakna ég eiginlega S-toget. Mest langar mig í hjól núna og geta farið allra minna ferða óháð tímatöflum.
1 Comments:
kannski maður fljúgi bara yfir ef það er eh töff að spila. keep me posted.
Skrifa ummæli
<< Home