Hosted by Putfile.com





hlaupandi

Það er mánudagur. Ekki til mæðu en meira til mögulegra vangaveltna. Stundum finnst mér einsog ég komi ekki nema um það bil einu prósenti af því sem ég vil í verk. Svo þá get ég velt því fyrir mér hvort ég sé einfaldlega löt eða hvort að það sé fullkomlega eðlilegt að inn á milli komi tími sem er bara takmarkað öflugur.

Mér til mikillar hamingju þá hef ég í mörg skipti bryddað uppá umræðum um það við ólíkt fólk og þekki engann sem ekki vildi óska að hann gerði meira og hefði áorkað meiru á einhvern hátt, en eiga samt daga þar sem þeir horfa á einum lélegum sjónvarpsþætti of mikið og borðuðu frekar rúgbrauð með kæfu en að elda. Ég velti fyrir mér hvort þetta sé kvíðasamvisku syndróm hóps sem horfir í forundran á dagatalið og þarf að grípa um hjartað við tilhugsunina um að næsta sumar séu fimm ár frá því það var árið 2002. Snýst ekki um einhverja fullkomnun, bara venjuleg óþægindi og aukaverkanir þess að lífið sé alltíeinu einsog hlaupabretti þar sem hraðinn var aukinn án þess að spyrja okkur og kílómetrar og dagar hverfi hraðar en áður. Samt án góðra aukaverkanna hlaupa einsog megrun eða aukið þol. Ég er þó furðulega ánægð með núverandi ástand. Ég er ekki með nein alvarleg streytueinkenni í augnablikinu því ég er ekki að hlaupa neitt sérstakt. Mætti alveg fá betra þol samt. Og vildi að maður lærði hraðar á sama tíma og tíminn líði hraðar.

Laugardagsmanían var mikil. Eftir húsmóðurlega heimilistakta með þvotti, þrifum, tiltekt og dósaferð í nettó fór ég í könnunarleiðangur upp á loft sem er hið draugalegasta sem ég hef nokkru sinni séð. Bakvið eina hurð er rými fullt af kóngulóarvef, ryki, gömlu hjóli, dýnum og speglabrotum. Tréhurðir inn í oggulítil depotrum með hengilásum. Innst var stórt autt pláss og á miðju gólfi stór vínrauður pluss stóll, úr rifum í þakinu skinu strengir af sólarljósi og lýst upp rykskýin. Ég stóð í augnablik frosin og horfði á stólinn en mitt góða ímyndunarafl var fullvíst um að þarna sæti einhver. Hann sýndi sig allavega ekki, og ég hélt áfram skoðunarleiðangi. Mjór og visinn tréstigi leiddi upp á enn minna og dimmara pláss þar sem ég fann tréhurð með mínu númeri. Ég lofaði sjálfri mér að fara með myndavél þangað einhverntímann. Og að fara aldrei nokkurntíma þarna upp í myrkri.

Partý partý. Afmæli og allt mögulegt á salonen. Komst að því að rétt við endann á götunni minni er hinn ágætasti kokteilastaður. Siðmenningin er á nörrebro. Fékk harðsperrur í kálfana af því að standa í hálftíma á tánum við steinbarinn í örvæntingarfullri tilraun til að vera stærri og fá athygli. Spurning um að draga fram hælana á ný...

Arcade fire. Trans Am. Novelle Vague. Damien Rice. Jason Moran. Músíkmánuðir framundan.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com