Litla gæludýrið mitt. Situr uppá sjónvarpinu venjulega með sitt risastóra bros framaní heiminn og maður getur ekki annað en brosað á móti. Little rascal. Mig vantar samt nafn á hann. Datt í hug að kalla hann eftir mér, en mér skildist á stelpunum að ef ég væri hundur þá hefði ég örugglega heitið Lubbi. Væri lítil og soldið reittur hundur sem væri þó krúttlegur og með löng eyru sem hann væri alltaf að stíga ofaná og flækjast í sjálfum sér. En ég hef aldrei ætlað mér að skýra hvorki gæludýr né börn eftir sjálfri mér svo það er spurning hvort það gangi upp. Einhverjar betri tillögur á ljónið?.
(Stelpurnar fengu hinsvegar líka hunda alter ego í ferðinni það er ekki bara ég sem er tík. Gerður er snögghærð og glansandi tík með háar fætur og ber sig mjög tignarlega. Hún er vön að pósa fyrir myndavélina enda alltaf á sýningum sem eðalhundur. Ása fann á hana nafnið sally því henni fannst það lýsandi fyrir virðuleikann. Ása er einhver tegund sem ég man ekki hvað heitir, en meðalstór og svört og með mjúkan fagran feld. Dáldið æstur hundur sem gleðst svo óskaplega þegar það kemur nýtt fólk að hann spólar á parketinu og þegar hann þeytist fyrir horn. Snýst í kringum fólk á hundrað með tunguna lafandi út svo það komi að leika eitthvað skemmtilegt. Hún heitir örugglega Dinó. Mikil orka þar )
5 Comments:
lubbi lopason.. hahhaha
æj krap strax farin að sakna þín
Hæ frænka mín! Ég finn mig knúna til að koma með nafnatillögu á ljónið. Hvernig finnst þér Tvistur hljóma, lubbalegur og dansandi glaður. Hafðu það gott. Nú eða Ruska sé þetta stelpa :-) kv. Hrefna
Mér finnst ljónið líkt þér...alveg svakalega sætt gæludýr, getur haldið á þér hita þangað til Hallur kemur.
Hey hey,
Datt inn á þorrablót Íslendingafélagsins í Osló um helgina og hitti þar fyrir Þórdísi Guðnýjarsystur og sérlega móður þeirra. Átti að skila eldheitum ástarkveðjum á alla kanta og geri það hér með :)
Hey Auður, ég tek þetta til mín!
...OK, ásta fær smá af þessum kveðjum... :o)
Skrifa ummæli
<< Home