monday
Ég fékk nýja nettóupplifun í dag. Það kom mér á óvart að sjá hjólaherdeildina fyrir utan þar sem ég hélt að ég slyppi við raðir og fólksmergð svona um miðjan mánudag. En þá er auðvitað uppfyllingardagur svo ég skríkti af gleði við sýnina af troðnum grænmetis og ávaxtabásum.
Útundan mér heyri ég talað á íslensku sem ég kippti mér nú ekki mikið upp við fyrr en ég kom að kassanum og var á eftir þeim. Aðallega þar sem ég vissi auðvitað hver stúlkan var, sem er úr sama hverfi og ég í reykjavík án þess að ég þekki hana eitthvað sérstaklega, en merkilegt nokk þá var ég líka á eftir henni í röð í Ikea í september þar sem við keyptum báðar hálfa búslóð eða svo. Hverjar eru líkurnar á því að hún versli einmitt í sömu nettó og ég?
Svo meðan ég tróð vörum í helling af pokum og risabakpoka sem ég varla gat borið heim og upp stigana, velti ég því fyrir mér hvað heimurinn er fyndinn. Fólk sem er búið að vafra um heiminn á nákvæmlega sömu stöðum og ég en þó aldrei rekist á að kynnast. Og hvað upplifun af veröldinni getur samt verið gjörsamlega ólík þó svo að maður haldi til á sömu stöðum. Skrítið.
Mér var boðið í kjötsúpu í kvöld. Það vinnur sko þvott og lestur án mikilla erfiðleika.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home