nagrannar
Brotið sem rifjast alltaf reglulega upp fyrir mér er kona sem er að farast úr einmannaleika. Hún lýsir því fjálglega hvernig lífið í stórborginni heima á indlandi er í litum og lyktum og hávaða og stöðugum samskiptum við nágrannana út um glugga, í portum og götunni. Hún skilur ekki tómleika blokkarinnar, með teppi á ganginum sem ókunnugur kemur að ryksuga einu sinni í viku, lokuðum hurðum og lokuðum gluggum. Í mesta lagi nikk ef nágrönnum er mætt á ganginum. Í lyftunni er fullkomið hunds, rétt einsog í strætó og lestum þar sem allir eru meðvitað uppteknir við að horfa ekkert í ólíkar áttir, loka sig af með tónlist á eyrunum eða breiða dagblað yfir andlitið. Ekki einu sinni matarlykt neinstaðar. Það finnst henni verst.
Ég skáldaði örugglega eitthvað inní þetta úr eigin heimi, en grunnhugmyndin er sú sama. Hinsvegar er munurinn sá að ég er vön þessum heimi og er sjálf í eiign tónlistarheimi í strætó og þjáðist eiginlega mjög þegar ég þurfti stöðugt að interakta við fólk í lestum á ítalíu og sat svo uppi með að tala við það í sjö klukkutíma á leiðinni. Þetta var samt eiginleiki sem ég þoli ekki og vildi óska að ég gæti hrist af mér snarlega. Mig langar nefnilega alveg endilega að kynnast allskonar fólki og jafnvel úti á götu eða í búð. Af hverju finnst manni stundum einsog maður hafi ekki tíma fyrir nýtt fólk? Undarlegt.
Jæja þetta kom annars aftur upp í hugann þegar ég heyrði í nágrönnunum uppi sem ég hef aldrei séð, sem greinilega eru með gesti. Ég fyrirgaf þeim snarlega öll næturhljóð sem mann langar ekki að heyra og meira segja rifrildið þegar hún hennti manninum út eftir öskrið. Þau spiluðu nefnilega jazz og hlógu svo það er stuð hjá þeim í augnablikinu. Örugglega matarboð sem alltíeinu gerði þau helmingi meiri manneskjur en allt hitt.
Mig langar til indlands eða einhvers lands þar sem menningin og lífið getur ekki annað en breytt mínu venjulega hegðunarmunstri. Mig langar líka að hafa matarboð. Sat hálfan dag um daginn og gleypti í mig uppskriftir á einhverju sniðugu bloggi sem ég er búin að gleyma hvað var. (þetta með nöfnin aftur..) Gæti eldað indverskt og haft opna glugga og fram á gang með bollywood tónlist á fullu.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home