Hosted by Putfile.com





ogedskvef

Attsjú. Rauðbólgin og stífluð. Svíður í nefið og illt í beinunum. Veit ekki hvort mér finnst það agalegt að þurfa endilega að vera veik þegar ég er með langþráða heimsókn eða hvort mér finnst alveg hreint ágætt að það sé einhver hérna til að vorkenna mér smá, rétta mér snýtubréf og vatn, athuga hvort ég sé ennþá með hita og finna eitthvað að horfa á. Slæm tímasetning hvað sem öðru líður, skólinn að byrja og allt að gerast.

Ég hef örugglega nælt mér í þessa pest í Ikea, enda skilst mér að það sé þekkt staðreynd að þar er ýmis óværðin. Slapp þó við lúsafaraldur þó við höfum mátað rúmin. Þá má ekki sleppa því að minnast á hversu ólýsanlega orkusogandi það er að koma sér í þetta gígantíska gímald úti í gentofte með strætó, hálftínast í flúarljósum og kaupæði í bland. Fundum eitt og annað svona smálegt, diska til að borða af og grind til að setja þá í og eitt stykki rúm. Mér er skapi næst að kaupa bara þessa íbúð og flytja aldrei aftur eftir hamaganginn að koma því inn ákaflega lítinn ganginn. Flytjimaðurinn frá Ikea tilkynnti fyrst að þetta væri ómögulegt en vorkenndi okkur svo og tók sig til og reif útidyrahurðina af hjörunum og tróð rúminu á yfirnáttúruleganhátt inn.

Smá nefrennsli stóð þó ekki í vegi fyrir að mætt var í yndislegt matarboð á laugardaginn með ótrúlegum löxörímat, grænmetislasagna, hvítlauksmozzarellabrauð, ekta franskri köku og súkkulaðimús og íslensku trivjal. Sem var aðallega áhugavert þar sem einugis minnihluti leikmanna voru íslenskir. Spurningarnar voru þýddar eftir bestu getu en þó lentum við í smá bobba þegar ameríkaninn sem býr í svíþjóð og frakkinn sem býr í danmörku höfðu ekki hugmynd um íslenska landafræði.... Kvenhelmingur boðsins sigraði og var ákaflega lukkulegur með það.

Mér til lukku, gagns og gamans ákvað Hallur að mæta bara ekkert í flugið sitt í byrjun vikunnar og fara frekar í annað í lok vikunnar svo við náðum aðeins að viðra okkur eftir veikindahangsið. Samkvæmt opinberum skrám og skýrslum er hann þó formlega búsettur hér en ekki þar svo hann er bara að fara til íslands í heimsókn í nokkrar vikur. Lærilærilærilærilærilærilærilærilærilærilærilæri. Kannski virkar það sem dáleiðandi mantra á sjálfa mig komandi vikur.

Ég er yfir mig hrifin af ljónanafninu Ruska. Við veltum þessu mikið fyrir okkur yfir öl um daginn og komumst fyrst að þeirri niðurstöðu að ljónið hlyti að vera strákur fyrst það er með svona mikinn makka. Þau mótrök voru þó til staðar að ég væri ljón, með makka en samt stelpa. En lokasvarið var samt það að Ruska kemur upprunalega frá Bangladesh einsog hálsmenið hans segir og getur þar af leiðandi auðveldlega heitið Ruska þó hann sé strákur.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með hann Ruska þinn. Ég er ánægð með að það sé núna að skapast hefð fyrir að ég komi allavega með góðar tillögur að nöfnum.... H

8:09 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com