salonen og sekkjapipur
Velti því mikið fyrir mér á leiðinni heim áðan hvort það sé ekki óhenntugt að hafa stjórn á síðum búrkum í roki. Á undan mér tölti eldri kona í skósíðri búrku úr fljótandi efni sem rokið reif stöðugt í. Ekki að pils séu eitthvað mikið öðruvísi, bara spurning um meira efni til að hafa stjórn á. Ég hef líka skoðað mikið undanfarið hvernig þær næla fíngerðu klútunum um höfuðið, það er svo nákvæmt og fínt.
Dagurinn varð eitthvað framtaksminni en til stóð, en við nánari umhugsun fékk ég nefnilega efasemdir um að kúrs um röddina í menningunni ætti mikið við verkefnagerð í sjónmenningu. Gerður benti mér nú á að í þverfaglegasta námi í veröldinni gæti ég tekið hvað sem er en mér datt í hug að það að taka námskeið í annarri deild um hluti sem mér koma ekkert við sé kannski ekki að gera mér lífið auðveldara þó það sé áhugavert. Ætla snúa mér að einhverju einfaldara, einsog danskri konseptlist. Eitthvað er undarlegt við að útskrifast úr námi í danmörku og vita ekkert um danska list.
Skemmtilegasta augnablik dagsins var þó vafalaust þar sem við sitjum í rólegheitum á kaffihúsinu okkar yfir quality samloku og spjalli (sem í sjálfu sér var alveg nóg..) og skyndilega upphefst sekkjapípuspil hinu megin á bak við vegg. Stúlkurnar á barnum lækkuðu bara í tónlistinni og gaurinn sem var þarna með vinum sínum spilaði heilt lag með tilþrifum. Við Sigrún horfðum bara hvor á aðra í forundran en svo var bara klappað og kveikt á tónlistinni og kaffihúsið hélt áfram einsog ekkert hefði í skorist.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home