Hosted by Putfile.com





ups

Ég hef ákaflega gaman af öllu í súpermörkuðum sem ég veit varla hvað er. Sniðugar sósur og pestó, sesamkex og grænmetisþykkni í fínum umbúðum. Chilimarkríll í lönsboxið. Sumt er alls ekki gott. Einsog rólojógúrtið sem ég keypti í summerfield. (áður en mér fannst ökólógískt vinna skærlitar umbúðir) Það var eiginlega alveg rooosalega vont. En miklu oftar hef ég smakkað ágæta hluti.

Í síðustu nettóferð féll ég í framhjáhlaupi fyrir agalega fínum rauðum djúsfernum með skrúfloki. Æðislegt í lönsboxið í mastersnáminu. Eplaperubananadjús. Nammm. Mér til mikillar hamingju þá opnaði ég einn heima í spenningi. Því ég datt næstum af stólnum þegar ég fékk mér sopa og uppgötvaði að þetta var ekki djús. Heldur barnamatur. Barnamauk nánar tiltekið. Það er rosalega væmið og vont en örugglega ekki verra en grænnabaunamaukið sem ég er ennþá með tremma yfir að hafa smakkað við að mata litlu systur mina fyrir allmörgum árum.

Ég þekki þó ekki nein börn svo ég veit ekki hvað ég á að gera við þetta. Örugglega fullt af næringu.. kannski er þetta hið fullkomna millimáltíðasnakk.

Köbenhallur eldaði frábæra kjötsúpu. Svei mér þá bara einsog heima. Fékk lánaðan risapott á næsta kaffihúsi og mallaði fyrir þá sem komu og hirtu smáhluti og húsgögn. Ég fékk sigti og bolla og hnífapör og pott og nestisbox. Það er nefnilega í uppsiglingu enn meiri flæking á íverustað Hallanna. Köbenhallur er að yfirgefa okkur hérna og flytja til íslands undarlegt nokk í sama mánuði og Hallur flytur til Köben.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com