kreisi
Það þurfti síðan símtal frá íslandi til að segja mér að götur í kring væru lokaðar og að það væri ekki góð hugmynd að fara á pósthúsið að jagtvej 64. Helst vegna þess að á rundelen var allt vitlaust og hamagangur í kringum ungdomshuset sem ég var að uppgötva að er einmitt á jagtvej 69.... Horfdi dolfallin á dramað á TV News sem sýndu allt sem hafði gerst í morgun og beint frá staðnum sem er reyndar bara í fimm mín fjarlægð. Áttaði mig á þyrluhljóðinu.... frá frétta eða lögregluþyrlum..
Jæja ég fer þá bara krókaleið niður í bæ. Ómögulegt að missa af klippingunni en hugsa að ég sleppi amazonbókunum eins mikið og ég hlakkaði til að fá þær. Skilst að það eigi að vera einhver rosamótmæli klukkan fimm, veit samt ekki hvar. Fréttamenn virðast órólegir þar sem enginn af unga fólkinu vissi að þetta myndi gerast í morgun, svo enginn var viðbúinn með mótmæli eða strategíu en áður hafa verið gríðarlegar yfirlýsingar. Það væri alveg eftir mér að eina sem ég sjái til dramans á næsta götuhorni sé í sjónvarpinu. En ég lofa að vera ekki að vappa í átökunum bara til að vera þar...
Búðir og leikskólar eru lokaðir á svæðinu. Fjórar kirkjur hafa opnað sérstaklega fyrir fólk sem vill flýja átökin. Er þetta svona mikið?
2 Comments:
ha hvad er í gangi? hverju er verid ad mótmaela osfrv. Árný
Meira ad segja i Ameriku tha vissi eg af thessu :D thegar thetta var ad gerast. Pretty cool stuff
Skrifa ummæli
<< Home