Hosted by Putfile.com





sofagledi

Hákarlar í sjónvarpinu. Þessar verur líta bara út fyrir að vera illar.

Hinsvegar hlýnar mér um hjartarætur að sitja loksins í sófa en ekki á dýnu í stofunni minni. Ekki skemmir það hlýleikann að neinu leiti að ég sit í dökkgulum fínum sófa sem við gátum ekki sleppt því að kaupa á loppemarkaði í dag. Hann er ógurlega fínnnn. Maðurinn sem seldi okkur hann var líka svo ógurlega indæll, eldri maður og konan hans sem síðan skutluðu sófanum og hræódýrri kommóðu sem ég ætla mála í fínum lit til okkar eftir að bella center lokaði. Heima er meira heimilislegt en nokkru sinni áður. Fengum hjálp frá Björk og Greg að drösla honum upp stigann og inn þröngan gang og í staðinn græddu þau indverskstemmdan kjúklingarétt með hnetutjillíkókosmjólksósuoggrænmeti. Sú saga fylgdi fagra sófanum að hann átti að kosta formúgu af péningum en var seldur á temmilegu íkeaverði. Ástæðan að hann var keyptur upp úr dánarbúi. Maður keypti sér nefnilega sófa í nýja íbúð og lést svo rúmri viku síðar. Þar af leiðandi ætla ég að njóta hans fimmfalt, líka fyrir þann sem ekki náði að njóta hans mikið.

Vorið er að sigla inn. Þrátt fyrir smá rokrassgat í dag sem minnti óneitanlega á ísland, þá eru blóm farin að kreista sér upp úr moldinni á ólíklegustu stöðum. Sólin farin að skína og hlýja manni í framan og loftið blæs frjókornaanda yfir borgina. Stórir treflar fara alveg að missa vægi sitt og þykkar peysur eru úti nema sviti sé á stefnuskránni. Skólinn fer að stressa þegar skylda um skráningar og vesen fer að hella sér yfir allt einkalærdómsprógrammið og óttinn við þrjátíu skrifaðar danskar rigerðarblaðsíður er oll over. Allt kemur með sólinni samt. Léttir á öllum mögulegum tilfinningum.

Síðasta vika hvarf í skóla, bröns og allskonar skemmtilegheit með síðustu gestunum Gumma vini Halls sem var að útskrifast úr mediaskólanum í Viborg og dönsku kærustunni hans Sally sem meðal annarra kosta talar bestu íslensku sem ég hef nokkru sinni heyrt manneskju sem ekki er fædd á landinu og uppalin, tala. Þau rétt náðu að búa hérna meðan dýnan var ennþá sófalíki og engin gluggatjöld voru í stofunni en þó held ég í ágætis yfirlæti. Sérdeilis huggulegt og ofan á allt saman gáfu þau mér Ljónas, sem er mjúk viðbót í ljónasafnið. Kemur mynd af honum við tækifæri.

Mac vill oft ekki eiga neitt saman að sælda með msn svo ég er sjaldan þar. Mæli ennfremur með emailum og bréfum eða símasamskiptum.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Buhuhuhu, vinnan mín er að fara til Köben í apríl og þar sem ég er feitabolla þessa mánuðina þá mun ég ekki fara með.
Sit hér og tárast því ég var að fatta að ég hefði getað komið í heimsókn til þín á þessum dögum!
Buhuhuhuhu...
...Kem í helgarferð næsta vetur á meðan ég verð í fæðingarorlofi! Jebb, hef það í huga :o)

7:08 e.h.  
Blogger Ásta & allir said...

Æææææj en leitt, það hefði nú verið frábært að fá ykkur í heimsókn í vor! En auðvitað þarf að passa uppá bumbubúann, ég verð samt líka hérna næsta haust og þú og þið hjartanlega velkomin í heimsókn þá líka!!

12:01 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com