bölvud bjurokrasia
Samskiptum mínum við bjúrókrasíu danaveldis verður eingöngu útskýrð með little britain sketsja.
Brak gníst. "The computer says nooooo"
Ekki er leyfilegt að færa adressu meira en fimm daga aftur i tímann svo þeim finnst viðeigandi að ég borgi bara áfram rafmagnsreikninga fyrir herbergi sem ég var sjálfkrafa skráð fyrir hjá þeim og fékk reikninga um það leiti sem ég flutti út í desember. Þeim virðist vera alveg sama að einhver annar búi þar núna. Mér til lukku var það vinkona mín svo ég gat nálgast einhverjar upplýsingar frá henni. Það brakar í kerfinu að ég sé hinsvegar núna með leigusamning þar sem hiti og rafmagn er innifalið og pési borgi þá reikninga. Ekki er nefnilega hægt að flytja heimilsfang nema flytja það eitthvað annað.
Eða hitchikers guide Vogons gaurarnir þar sem þurfti að fá eyðublað fyrir að fá eyðublað um umsókn um eyðublað. Og þar sem það er enginn kassi sem hægt er að exa í þá er það bara ekki hægt. Neibb, sorry þetta er ekki í þríriti, farðu aftast í hina röðina.
Guði sé lof fyrir email sem spara mér að minnsta kosti biðraðirnar. Sólarhringurinn er kominn á hvolf og ritgerðaraðstaða komin upp í stofunni. ps. Það er eitthvað óviðeigandi að lofa guð meðan ég horfi á frásögn um fólk sem deyr í fullvissu um að david koresh sé guðsmynd á jörðu. Trúarofstæki er ógeð.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home