Sushiplan í kvöld með snýtuklút í hendi og sól í hjarta. Eða þannig, allavega engin sól þarna úti en við látum það ekki stoppa okkur og plönum huggó kvöldstund með farmand sem á leið gegnum borgina í kvöld. Það rifjaðist upp fyrir mér um daginn litlar minningar. Einsog að pabbi fór stundum með mig á leikskólann, þar sem uppáhaldsfóstran mín var hinn skeggjaði Ole í tréklossunum sem kallaði mig astalavista beibí. Pabbi átti strákahjól með stöng, en á stönginni var barnasæti þannig að maður hélt í stýrið á milli handanna á ökumanninum. Ógeðslega töff auðvitað að sitja að framan og verða vitni að bruninu þó ég hafi verið hrædd þar sem ég hafði enga stjórn á málunum. Einsog flestum leikskólabörnum þótti mér skyndilega ekkert skemmtilegt að vera skilin eftir þegar að kveðjustund kom og þessvegna fundum við upp kerfið þar sem ég skokkaði inn í litla gluggann á hliðinni þar sem ég sá út á planið þar sem hann labbaði fram hjá, og við vinkuðumst með litlafingurleynivinkinu. Það kostaði stundum kökk í hálsinn en síðan kom Ole og kenndi mér að smíða. Það er fyndið að muna. Samt muna ekki eigin upplifun af sjálfum sér eða röksemdir. Né veit ég neina útskýringu td á því að ég átti bara strákavini sem barn. Og vildi bara eignast svarta dúkku, sem hét til skiptis óskar, guðmundur og sigurður.
Tuttuguogeinu ári síðar í sama landi einsog landlægt er hjá þeim sem hér hafa verið. Hvort sem það er innri dönskuþrá eða ævilangar frásagnir úr landinu sem valda því að við komum aftur þá hef ég það agalega gott.
1 Comments:
ég átti einu sinni dúkku sem ég hét Guðmundur, ég kallaði hann alltaf Gumma. hann var þó hvítur og skollóttur...svona ekta beibý! einhvern tímann þá réðst ég inní herbergi foreldra minna um miðja nótt öskraði....gummi talaði við mig :) held mig hafi nú verið að dreyma....en þetta var sko "real" í mínum huga.
Svo einhvern tímann var ég í vondu skapi og tók það út á greyið Gumma litla og hoppaði á hann og af einhverri ástæðu þá snerust augun hans við og horfðu inn í kollinn á honum, ég held að hann hafi verið að sýna mér hversu sár hann var!! hehe, eftir það fannst mér hann ekki vera samur þannig að ég krotaði hann allan um hausinn með túss. Svo eftir allt þetta var ég að drepast úr samvisku biti....það sem maður gerir sem barn :)!!
Skrifa ummæli
<< Home