Hosted by Putfile.com





I scream, you scream, we all scream for iscream.

Stundum hef ég heyrt undarlegt klingkling hljóð berast inn um gluggann án þess að skilja hvað það væri. Minnti mig helst á svona hljóð einsog er í bíómyndum, þegar bannað er að keyra yfir lestarteinana því lestin er alveg að koma og rauð og hvít stöng rennur niður til að varna því.

Forvitnari hlutinn á heimilinu komst hinsvegar að því hvaðan hljóðið kom, og það munaði minnstu að ég fengi æðiskast í klinkleit og hlypi út á náttfötunum til að komast í ísbílinn. Mér finnst ógjó kúl að það sé ísbíll á nörrebro. Man bara eftir að hafa komist í svoleiðis þegar ég var sex ára í bandaríkjunum með mömmu og pabba. Minningin inniheldur líka að ég valdi mér skærgrænbláasta ísinn og kunni ekki á nickels and dimes og rétti bara eitthvað til ísmannsins en ísinn var ekki mjög bragðgóður. Mjög gervibragðlegur. En ég fór út að leika í sandkassa með hvítum sandi með bláan ís og lék mér við amríska stelpu með tígó og við áttum fínar samræður í rólunum. Ég var nefnilega búin að læra að segja mæ neim is ásta. Veit ekki hvað meira fór okkur á milli, en þetta var upphaf af tilraunum mínum til að yfirstíga tungumálabarríerana. Danskan hlýtur að hafa verið of mikill partur af lífinu frá upphafi til að mér hafi fundist það útlenska.

Barnaminningar eru fyndnar. Mjög selektívar og þeim fylgja yfirleitt engin rök um afhverju eitthvað var. Ég held stundum að heilinn á mér hafi valið randomly úr eða einhver ruglingur hafi orðið í skjalavörslunni við að flytja svona milli landa og bæja því ég man eiginlega ekkert í samhengi bara litlum brotum. tilfinning fyrir þykku lofti og óþægjindum í mikla rakanum, hrikalega töff að bíllinn var með aukasætum í skottinu svo maður sat öfugt og við þóttumst vera að keyra sjálfar afturábak. Mjög gaman.

Veðrið er yndislegt, við eigum frostpinna í frystinum og ég var að dánlóda Carebears The movie II. Sunnudagar í náttfötum.

1 Comments:

Blogger Regnhlif said...

Ég er mjög öfundsjúk... ísbíll! Það hlýtur að vera frábært! og kærleiksbirnirnir... þeir voru æðislegir. OH.

11:57 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com