sol uti en ekki inni
Blærinn blæs heitari lykt en í gær.
Spænsk eggjakaka í hádegismat. Sitja í sólinni sem skín inn um frönsku hurðina í litlu stofunni og sjá kokkinn malla í beinni sjónlínu. Svíttjillísósa með og syfjuð augu reyna að halda athyglinni yfir bókum. Að íslenskum sið finnst mér einsog ég sé að missa af einhverju en veðurspáin segir að tuttugu stigin komi á fimmtudaginn og þá ætla ég að liggja í grasi undir bleiku tré, kannski í rósrauðu skýji en allavega með nýju tuttugukrónu sólgleraugun og góða bók. Interface Culture til dæmis. Eða jafnvel mítólógí barthes. Representation, cultural representation and signifying practices eða Globalization and cultural identity. Léttmeti.
Guli spegillinn í stofunni er eiginlega í nákvæmlega sama gula lit og er heilagur í indlandi. Þar sem búið er til gult mauk úr blómum og túrmerik eða einhverju þvíumlíku og smurt á við athafnir. Eða einsog blómin sem var dreift út um allt í monsoon wedding. Sem fyndni brúðkaupsskipuleggjandinn var alltaf að borða. Guli liturinn gleður.
Við gúggl kom í ljós að þessi guli litur heitir bókstaflega indian yellow. Um hann var sagt; deep rich translucent yellow. The original Indian Yellow came from India. It was processed from cows urine and used in Europe in the 18th and 19th centuries for watercolor. (made by warming the urine of Indian cows fed on mango leaves)
mmmm ég er líka með dellu fyrir mangói þessa dagana. Læt litinn þó duga úr dollum bara.
ps. Ný vitneskja af wikipediu; In Hindu mythology it is considered that yellow has the power to influence the intellect. Gríðarlega heppilegt ef litast er um umhverfi okkar hér heima og alla þá gulu hluti sem finnast...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home