Hosted by Putfile.com





Thus I spoke eitthvað

Yann Tiersen og tónlistin úr Good bye Lenin og Amelie er fullkomin lærdómstónlist. Mér finnst bara huggulegt að vita til þess að hún bergmáli um allan bakgarðinn enda er hún líka tregafull og sólrík. Ég get einbeitt mér í dag, þetta er magnað.

Orðin sem velta út í hrönnum á ensku eru mér næstum ókunnug. Þau eru örugglega eitthvað samanklístur úr minningabrotum af þeim fræðitextum sem ég hef áður lesið og stíllinn grautur af öðrum höfundum yfirfært á mínar hugmyndir. Tungumálið á það til að taka yfir stjórnina á því sem ég ætla segja. Ég kími stundum þegar ég les yfir kaflabrot og skil ekki hvernig mér datt í hug að skrifa þetta svona. Ætti kannski að leggja þetta fyrir mig, enda á enskan ógurlegt magn af stórum orðum. Nema einhver sé að skrifa í gegnum mig?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com