geitungagleði i kotinu
Ég og geitungurinn í glasinu úti á svölum erum tvö saman eftir í kotinu meðan hinn sambýlingurinn skreppur yfir í íslensk próf. Geitungurinn og glasið verða bara kjurr þarna úti meðan ég vona að hann sé ekki búin að kalla á liðstyrk sem muni plaga mig næstu vikur. Kannski lærum við bara að lifa saman, það myndi allavega auðvelda mér lífið í sumar... Mér skilst að maður verði bara að face your fears en ég er betri í að hlaupa þegar kemur að vespuskröttum. ( Nota bene sá ég brot úr þætti á animal planet þar sem vespa veiðir kónguló í eyðimörk, og þær eru sko víst ILLAR því þær þefa uppi kóngulærnar og grafa þær upp úr sandinum áður en þær stinga þær og éta!)
Innan um heimspekibækur og listfræðibækur í hrúgum, reikningaflóð, hlátur og uppvask er önnin á góðri leið með að klárast. Spýta í lófana næstu tvo mánuði og sanna að ég er víst sæmilega klár á fleiri tungumálum en íslensku. Fullkomin pása frá þessu öllu saman var Trópíkal afmælispartý síðustu helgi með martinique-frönsku afmælisbarni og veitingum, stórkostlegum skreytingum og búningum og miklu stuði. Fullt af góðu fólki samankomið til að fagna þrem tugum og vináttu. Maður lifir lengi á svona veislum. Hér eru myndir frá Björk úr partýinu. Allar skreytingar í stúdíóinu voru hreint út sagt frábærar en hrósið verður að fara til innflutta pálmatrésins frá íslandi sem faðir bjarkar kom með. Það vantar sko ekki hugmyndaflugið á þeim bænum. Né þemagleðina... ;)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home