laugardagur til þvotta
Það var ekki hægt að hafa áhyggjur meðan ég sat á bekknum að læra úti í garðportinu að lesa í stuttbuxum og í skínandi sól að bíða eftir þvottinum í vaskekællerenn. Blómafræ fjúka útum allt svo það er hálfósýnilegir hnoðrar fljótandi í loftinu, trjálaufin hvískra í vindinum og háværi fuglinn var í stuði og kvakaði. Hann er ólíkt skemmtilegri svona á daginn.
Svo er alltaf óneitanlega skaplyftandi að ná að þvo fatahrúgur og lenda ekki í nærbuxnaskorti og sjá eldhúsið skínandi bjart. Og þó hnoðrarnir sem fjúka í loftinu úr trjánum séu sjarmerandi eru rykhnoðrar inni það ekki.
Af hverju er ekki sumarfatastyrkur innifalinn í námslánum námsmanna erlendis? Ég lendi alltaf í vandræðum með að eiga bara milliföt og endalaust af vetrarkápum og fínum treflum en engin sumarpils og boli sem hæfa heitu veðri. (hóst hóst lúxusvandamál...)
1 Comments:
Mér finnst ekkert óeðlilegt við að fatastyrk sé bætt við námslánin, ég meina það er ferðastyrkur, bókastyrkur etc. Þeir sem eru í vinnu fá margir matapening....
Skrifa ummæli
<< Home