Hosted by Putfile.com





Skrítnir hlutir en gerast....

Skrítnir hlutir gerast stöðugt. Í dag fann ég bréf ofan á póstkössunum í stigaganginum sem var stílað á Asta Giorgini. Það lítur ekki út fyrir það að neinn búi í blokkinni sem heitir þessu eftirnafni, en það er samt lítið að marka þessa póstkassa þar sem margir leigja svart og ekki skráðir einsog ég og sigrún til dæmis. En ég á erfitt með að trúa því að það búi einhver annar sem heitir Ásta í þessari blokk, það væri bara of mikil tilviljun ofan á það að heimanúmerið mitt hérna er það sama á Íslandi fyrir utan forskeytið fyrir Bologna. Ef ég segi þá að þetta hlýti að vera til mín, þá var þetta hvítt umslag án allra merkinga einsog frá fyrirtæki eða banka og hver ætti að vita að ég byggi hérna án þess að vita samt eftirnafnið mitt?

Þar sem ég vildi ekki vera póstþjófur þá ákvað ég að skilja bréfið eftir og ef engin tekur það í meira en viku þá álykta ég að þetta sé stílað á mig. Mun keep you posted um þessa ráðgátu dagsins.

Er búin að vera sérdeilis heimisleg þessa dagana, draga upp saumakittið sem mamma sendi mig með og stoppa í göt á töskum og peysum og meira segja breyta einum buxum. Meðan ég sat einbeitt við saumaskapinn í dag datt mér í hug að ég vildi endilega elda fisk ( fórum í búð um daginn og versluðum fyrir öldina og þar með örugglega fimm kíló af frosnum fiski, eftir matarleysi i mánuð þá létum við eurokortin bjóða uppá næringarríkan og hollan mat, ekki meiri endalaust hveiti.....) Jæja, ég dunda mér við að finna uppá uppskriftum og fór í búðarleiðangur fyrir nauðsynlega fylgihluti einsog hvítvín, sítrónur og eitthvað dót. Það er fyndið að í þessu hverfi eru endalausar míníbúðir einsog allstaðar á ítalíu, ein með ost, önnur með grænmeti og önnur með kjöt ogsfr. Svo þar fullkomnaðist húsfreyjutilfinningin þegar ég rölti um með poka og pinkla og spjallaði við eina um hvaða hvítvín væri betra og keypti grænmeti hjá tannlausa kallinum sem ekki er búin að finna um reiknivélina og reiknar allt í höndunum á hvíta pappírinn sem hann vefur síðan grænmetinu inní. Frábær kall. Selur grænmeti, mjólk, vín og endalaust úrval af hreinsivörum. Einkennileg blanda.

Fyrir utan þessa heimilistendensí þá höfum við ekki látið okkur vanta í næturlífið, rólegheitakvöldið í gær hófst með rauðvini og realityshow senu á MTV og endaði auðvitað í morgun í nachos á kúrekabúllunni í götunni. Það er alltaf gott að þekkja starfsfólkið á börunum, fáum orðið alltaf aukaskammt með aukaosti og aukasósu og aukabjór og borgum ekki nema einn þriðja af því sem við pönntuðum upphaflega. Góður díll það. Prófsenan fór líka vel, eftir að hafa legið við taugaáfalli yfir að reyna að lesa fáránlegt magn af efni á þrem dögum ( skipulagið breytist aldrei, ég mun aldrei geta breytt um námstækni) þá mættum við í munnlega píningu og fimm klukkutima hangs með sveitta lófa fyrir utan stofuna. Kennarinn okkar er lítil og skorpin norn með aflitið hár og þá skrækustu og mest óþolandi rödd sem ég hef heyrt, hún er haldin ofsóknaræði og mikilmennskubrjálæði og stressið lagaðist lítið þegar við sáum hana henda einu stelpugreyi öfugri út eftir fimm sekúndna próf. Lukkan sannaði að hún væri okkar megin ( örugglega eftir að ég steig í hundaskítinn fyrir jól) og þegar var að koma að mér og hjartað sigið niður í buxur þá stóð hún upp, sveipaði um sig jakka og sagðist þurfa að skreppa og lét aðstoðarstúlkuna sjá um prófin í bili. Sú var bara nokkuð góð við mig og ég náði að koma nokkuð vel frá mér köflum úr nútímalistasögunni. Fékk 26/30 sem ég tel bara fínt þar sem ég var ekki búin að lesa fullkomlega sumt aukaefnið en ég veit að ég hefði átt að geta fengið hærra þar sem ég tók nú part af þessari listasögu í fyrra í HÍ og fékk 9 þar. Þó sátt við mitt, get ekki annað en dáðst að siggu fyrir að stappa inn allri þessari þekkingu á einni helgi og koma því frá sér skammlaust, ekki á allra færi að leggja á minnið nútímalistasögu vesturlanda einsog hún leggur sig á eins skömmum tíma, hún fékk ekki himinhátt en þó fína einkunn og var í skýjunum yfir því enda búin að kvíða því hræðilega að þurfa að koma aftur í júlí til að klára þetta.

Jæja lömbin mín, ég er búin að lofa fólki að elda eitthvað gómsætt og best ég vindi mér í mataseldina......




FLÓRENSDVÖL

Heim í heiðardalinn.

Gott að koma heim þótt ég muni sakna frísins og fjörsins í Flórens. Þetta var viðburðarríkt og sæmilega dýrt spaug, enda ennþá dýrara þar en í Bologna. Þá sérstaklega að borða og drekka sem var mest sem við gerðum með stuttu stoppi í búðum. Þegar maður sér indverska appelsínugula skó með perlusaumi í gulli þá verður maður að kaupa þá. Svo eru þeir svo praktískir.....

Get ekki annað en hlegið að seinustu færslu, enda oft fyndið hvað kemur uppúr manni þegar maður bloggar á nóttunni vel í glasi. Þvílík jákvæðni á móti neikvæðnni sem er dálítil mótsögn. Maður er svo mjúkur í sér að tala um hvað fólk sé gott í sér, tek það ekki til baka að krakkarnir í múm voru virkilega yndæl en fyndið að segja hvað þau séu óskaplega góð í sér.... dáldið ýkt staðhæfing eftir tónleika og spjall eina stutta kvöldstund. Ekki var minna dramatísk staðhæfing um þriðja hjólið, sérstaklega í ljósi þess að ég var ekkert ein með þeim og þau ekkert að skilja mig útundan, heldur mig bara farið að svima eftir ofstækisfulla rauðvíndrykkju og nennti ekki að reyna að tala við fólk lengra frá mér í hávaðanum. Pínkulítill staður með lifandi írskri tónlist með fiðlum, söng og trommuspili og flautum held ég líka, einn af þeim fáu sem geta haft opið lengur en 2 í flórens og auðvitað pakkaður af öllum þeim sem þekkja til hans. Þó sátt við mig, allavega nóg vit í hausnum til að ákveða að ég væri búin að fá nóg og fara heim áður en í óefni færi. Fékk alla fimm lyklana sem þarf til að komast inn í íbúðina hennar Júdithar, ekki lítið mál það að finna rétta lykla fyrir hverja hurð og járngrind og meira segja lyftuna líka. Allt hefst með þolinmæði..... eftir að hafa svo plantað mér við tölvuna og létt af mér mismjúkum hugleiðingum þá reyndar komu allir heim og fengum við smá gítarpartý og pasta og fleira með strákunum sem búa þarna og einhverjum vinum.

Veðrið tók sumarkipp þessa daga og tókum við góðan túristaleik í flórens með ísáti, kirkuskoði og út að borða. Fórum á Piazza Michaelangelo sem er á hæð fyrir ofan með stórkostlegu útsýni keypti meira segja póstkort einsog góðum túrista sæmir. Fyndið hvað það er ólíkur andi þar en hérna heima, ameríkanar og þjóðverjar á hverju horni og þjónarnir tala meira segja ensku. Jafnvel þótt ég þrjóskist við og tali bara ítölsku þá svara þeir manni á misgóðri ensku. Góðir dagar, og núna komnar heim í “gráan raunveruleikann” með prófi á miðvikudaginn og mánudaginn og lestri. Fríið búið.

Júdith stóð sig með endemum vel að sýna okkur allt frá búðum að torgum, og skemmtilegum stöðum, tónleikum allt frá múm, og vivaldi að rokki. Seinasta kvöldið fórum við svo á stað með ítölskum vinum hennar og rákumst þar af algjörri tilviljun á íslending. Honum brá hálfvegis að hitta okkur þrjár saman á þessum pínkulitla stað en okkur brá ennþá meira að heyra að hann var með SJÖ öðrum íslendingum sem búa í flórens eða þar í kring. Þau höfðu meira segja setið uppi næstum því hliðina á okkur. Ellefu íslendingar af þeim þrjátíu sem sátu þarna. Bilun. Fórum með nokkrum þeirra á annan stað og tókst því miður að móðga ítalana allsvakalega að svíkja lit og fara með hinum, við í okkar íslenska fíling að á djamminu fer maður bara þangað sem manni henntar en þeir tóku það sem mógðun að við færum með öðrum strákum. Mér fannst það mjög leitt enda engin ætlun að móðga einn eða neinn, en þar sem við hittum aldrei íslendinga fannst okkur virkilega gaman að spjalla við þá. Alltíeinu fólk með sama húmor og svipaða reynslu af dvöl hérna. Buðum þeim auðvitað að koma til okkar sem fyrst til að skoða Bologna.

Útilokað annað en að segja frá týpunum sem hún Júdith Amalía býr með, tveir af þeim sérstaklega sem skemmtu okkur. Þeir eru hressir og almennilegir, fyrsta reynsla okkar var af einum sem hristi sér próteinsjeik meðan við sötruðum bjór. Hann er í lyftingarprógrammi og borðar bara eggjahvítur í morgunmat. Hinn er alltaf ber að ofan, helst bara í stuttbuxum eða bara á brókunum. Mjög heimilisleg stemming, var að fá sér tattú yfir allt bakið þar sem stendur Hedonism eða Nautnarseggur (nautnahyggja)í lauslegri þýðingu. Þeir eru saman í ræktinni og heilsuprógrammi og ná vel saman, dunda sér oft saman á baðinu einn að raka sig og hinn að laga hárið. Sló öllu við þegar þeir komu heim frá að lyfta með próteindrykki en við með sígó og sjöundu rauðvínsflöskuna, tattúið að elda sér mat og hinn vindur sér að honum með nivea kremið og hefst handa við að smyrja á honum bakið. Ljúfur vinskapur þar. Tattúið mikið í diskótekunum og við áttum erfitt með að glotta ekki þegar hann mætti í hvítu þröngu buxunum, gelið á sínum stað, támjóir skór úr slönguskinni og níþröngum bol með reimum. Sást þó ekki í bringuhárin þar sem hann rakar þau af. Til að fullkomna þetta þá er hann að læra sjúkraþjálfun og vinnur með fötluðum eða misþroska börnum og er ótrúlega yndæll. Minnir mann á að dæma ekki af fötum þar sem ég veit að þessi múdering hefði haft vægast sagt fráhrindandi áhrif undir öðrum kringumstæðum. Vinur hennar Júdithar er mikill tónlistargúrú og spilar á allt sem hann finnur. Sáum hann á tónleikum þar sem hann var á útopnu með bongótrommur og svo tók hann gítarpartý í hvert skipti sem við sátum heima í eldhúsi. Vakti mikla lukku hjá okkur og strákunum heima sem sungu af hjartans list. Allir frá suðurítalíu og ávallt í skapi til að spjalla við hvern sem er, velti mikið fyrir mér þessum hæfileika að tala við alla og skiptast á ævisögum á nokkrum mínútum og vinda sér í vandamálin og ræða bara allt við alla. Hressandi hæfileiki. Jæja, verð að fara að opna bókina sem ég á að kunna fyrir miðvikudaginn eða hita kaffi handa sambýliskonu minni þar sem við munum sitja yfir bókunum fram á morgun.....




Kemur ad thvi!!

Jaeja, florens er i raun skemmtilegri en eg atti von a.......

Judith vinkona hringdi a thridjudagskvoldid til ad lata okkur vita ad ef vid vildum tha gaeti hun skellt okkur a gestalista hja mum, sem voru ad spila her kvoldid eftir. Thar sem vid sigga vorum bunar ad vera i leit eftir midum a tonleikana theirria i hinum baenum naer okkur, skelltum vid okkur til FIRENZE, og thad var frabaert, tonelikarnir voru pakkadir, og folk var svo anaegt og glatt med frammistodu theirra. Eg sem er stundum kjani en tekkti tho mum nokkud vel, theim tokst ad kom mer vel a ovart og gledja mitt littla hjarta gridarlega med sinu spili a allt sem til er.

Ekki skemmdi ad Mugison sem spiladi a undan og tok sig heldur betur vel ut og gerdi goda hluti og nadi ollum a sitt band, er felgai hennar juditar, svo einhvernveginn endudum vid allar baksvids med theim og audvitad getur madur litid daemt eftir klukkutima kynni, en thau eru svo roleg og vidkunnaleg og hressileg, edlileg og spraek ad eg gef theim million punkta bara fyrir af vera svona god i ser.

Svo erum vid bunar ad hafa thad svo gott her i florens, forum a tonleika med Arstidunum fjorum; Vivaldi i pinulitilli kirku i midbaenumn sem mer fannst otrulega aedislegt, gaf mer anda fyrr allan manuduinn. Eftir thad forum vid a litinn stad sem var frabaer, djamm/salsa/rokk/cover blanda sem tok ollu fram sem hingad til hef sed fra live hljomsveitum. Virilega lifdu fyirr tahd sen their spiludu og filudu og thad var otrulega gaman ad dansa og spirkla hja theim. Reyndar einmitt gaurinn sen var sem flippadastur med trommurnar sem er nyjii "vinur" hennar judithar, og eg einmitt akvad ad heima vaeri stadurinn fyrir mig i kvod bara til ad vera ekki fyrir thegar ad folk er ad klipa og spjalla og reyna ad kynnxt.

Thad er fatt sem eg er vidkvaem fyrir, en ad vera thridja hjoldid svo augljoslsega ad eg finn thad a lyktinni, tha einsog i kvold, styng eg af heim a kura og leyfi hinum og gera thad sem their vilja. Vonandi betra fyrir alla adila, allavaega eg og kurid erum god saman.........

Bradum segi eg fra haedunum i florens, kirkjunnni, thessu sem er svo fallegt ad sja ad mann langar ad bara grata.. Mer til hamingju tha toku reyndar munnkarnir sig til og sungu munnkatonlist fyrir okkur 0ll. Flott gert, en augsljoslega gert fyrir tha sem maettu.

Pointid er ad i thessa thrja daga hefur mer aldrei, aldrei, aldrei lidid eins miki9d einsog turista herna a Italiu. Heima er audvelt, thvi allir eru ad laera og vilja djamma og skemmta ser. I florens lokar nanast allt um tvo leitid, sumir thrju fjogur og buid. Nema eru alltarf diskotekin fyrir utan senm eg tholi ekki.. En fyrir i kvold tha byd eg goda nott og vona a thaeir komsst inn i fyrramalid eda eibnhverntimiann,,,,,,, ;)




Vissu? ?i? a? n?msl?nakerfi? heima er ekki j?kv?tt. Var a? komast a? ?v? a? ??tt ?g eigi a? heita ? sk?la ?ar sem pr?fin m?n s?u ? j?n? og j?l? ?? var seinasta ?tborgunin n?na ? ma?. Sem ???ir a? ?g f?i ekki kr?nu meira. Hva? gera danir ??? ?g g?ti ekki einu sinni fari? heim ?ar sem ?g ? ekki fyrir mi?a, og ef ?g f?ri ?? ?tti ?g eftir a? taka ?ll pr?fin og fengi ekki einu sinni l?ni? fyrir ?essarai ?nn og svo er ?g me? ?b?? ? leigu. ?etta er allt a? koma ? lj?s n?na ?v? hvorki ?g n? fa?ir minn hagfr??ingurinn ger?um okkur grein fyrir a? upph??in sem gefin var upp var FYRIR tekjusker?ingu ?v? ?g var svo heimsk a? vinna allt mitt fyrsta ?r ? H?sk?lanum og ?ar af lei?andi er m?r hegnt fyrir ?a? n?na me?an ?g b? erlendis og ?g f? ekki nema hluta af ?essu ?llu saman. Ekki gl??.

En ?g er n?na b?in me? pr?fin fyrir fyrri ?nnina og me? f?num einkunnum, fj?gur pr?f 25,26,26,28 allt af 30 n?tt?rulega. Svo ?g er s?tt vi? ?a?. Veit ekki alveg hvernig ?g mun geta kl?ra? mig fram ?r sumardv?l og l?rd?mi og svo ?llum fer?al?gunum sem ?g hef fresta? hinga? til vegna peningaskorts. J?ja, ?g vissi svo sem a? k?ngal?f v?ri ekki ? skertum n?msl?num ? einni d?rustu borg ? ?tal?u en samt sit ?g n?na og kl?ra m?r ? hausnum og dettur ekkert ? hug. Bara Atli fr?ndi n?stu ?rj? m?nu?ina? Ma?ur f?r bara ekki a? skipta reikningum endalaust ef ma?ur borgar ekkert inn? ??. Merda.








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com