Í fréttum er það helst að samningar hafa náðst milli mín og langömmu minnar, eða réttar að segja mannsins sem telur fram fyrir hana og munum við eftir helgi taka okkur saman og undirrita samninga þess eðlis að ég fái að leigja íbúðina hennar í Eskihlíðinni frá og með næstu viku. Reyndar með því skilyrði að ýmis húsgögn sem engin getur tekist á við að selja eða taka fá að standa í stofunni og munum við því skarta antíksófasetti og glerborðum, ekki margir sem byrja búskap með því. Langamma hafði alla tíð ábreiður yfir þessu því henni fanst það of fínt til að nota svo ég þarf sennilega aðeins að venjast því að flatmaga þar. Þótt eftir eigi að þinglýsa samningum þá er munnlegt samkomulag um að fröken asaba taki sér bólfestu í þessari íbúð og munum við þarmeð verða samleigendur. Eftir einhverjar vikur verður hægt að ná í okkur í sama símanúmeri, þetta finnst okkur ofsalega sniðugt.
Þessi ákvörðun að yfirgefa foreldrahreiðrið og standa á eigin skuldum til hins ýtrasta mun án efa koma niður á félagslífinu í formi skorts á peningum þar sem þeir fara í annað en öl um hverja helgi ( hljómar sem gott plan til að læra eins mikið og stendur til) En að sjálfsögðu verða kaffiboð og bjórsötur í antíkstofunni og litla eldhúsinu við hvert tækifæri. Hlakka svo til að geta klárað frágangsstússið í íbúðinni og flutt inn.... loksinsloksins