Hosted by Putfile.com





Ónefnt frí

Já nú er aumingja litli Bertólíni komin heim til ástu sinnar nýstraujaður og tómur en heilbrigður. Svo ég kemst aftur á netið og sem betur fer gat tölvugaurinn bjargað því sem bjargað varð af harða disknum og þar með allri tónlistinni minni svo ég er sátt.

Þetta er skrítin vika, ég er í fríi þarf ekki að gera neitt og hef ekkert að gera. Tek jólahreingerninguna bara núna því jólin rúlluðu aftan að mér og létu mér bregða. Góð jól en skrítin jól, fékk margar fallegar gjafir og þaut milli foreldrahúsa og eiginhúsa og jólaboða og fór meira segja á nokkur stefnumót inná milli í jólaundirbúningnum. Alltaf gaman að jólarómantík þótt sennilega verði janúar ennþá verri þegar maður fær fráhvarseinkenni frá ljósunum, fríinu, matnum og almennum hugguleg heitum samverustundum með vinum sem búa erlendis og í ofanálag bætist skortur á rómantík. Af hverju fara allir? Enn meiri ástæða til að njóta þess sem best meðan það varir.

Andstyggilegir kennarar láta mann svo þjást óþarflega lengi og skila ekki inn einkunnum svo ég hef ekki ennþá hugmynd um hvernig þetta gekk allt saman í vetur. Námslán í biðstöðu endalaust og þannig bætist við ástæða til að vera illa við janúar. Blankheitin ógurlegu. Plís nennir einhver að skipuleggja ókeypis uppákomur og fleira sniðugt til að sporna við þessu eftirjólaþynglsum.




Pallasyndrómið

Já palli var einn í heiminum er vinsælt þema fólks í kringum mig. Ekki endilega af því að fólk hafi horfið, eða hafi valið að vera eitt. Það er bara svo mikið að gera hjá öllum og allir eru að gera sitt á sitthvorum tímum. Örugglega einhverjir að gera það líka en hvað um það.

ÉG er til dæmis ein heima þar sem sambýlisfélaginn stakk af til sólarlanda í tæpan mánuð. Heimurinn ákvað að það þyrfti að fullkomna einsemdina og sendi mér hræðilegan vírus í tölvuna sem enginn ræður við og er hún komin í viðgerð. Sem þýðir að ég er samskiptalaus heima hjá mér. Ótrúlegt hvað maður getur við háður svona tæki einsog tölvu og þráðlausu neti. Msn hefur bjargað geðheilsunni í allan vetur en ekki lengur. Í staðinn er ég búín að kaupa flestar jólagjafirnar og þannig hugsað mikið til fólks þótt ég sjái það ekki. Síðasta prófið mitt er á morgun og til að fullkomna klúðrið sem vírusinn færði mér þá tókst mér greinilega að missa af munnlega partinum í prófinu. Mætti í vikunni á skrifstofuna og búið að taka niður listann fyrir prófið. Shit. Email laus og allslaus og ekki úrræða góð og með móral því hvað átti ég að segja annað en að það er tvem dögum fyrir próf, mætti aldrei í þessa tíma því ég taldi mig vera "of klára" fyrir byrjendamálfræði og er síðan hissa að ég viti ekkert um prófið. Heim í kvöldmat og Idolgláp og kökubakstur til að drekkja prófkvíðanum (sem ætti að vera til staðar þar sem ég hef ekki opnað bók, en talaði við sjálfa mig í bílnum á ítölsku) og sendi kennaranum auðmjúkt email og vonaði að hann sæi að ég þyrfti ekkert að fara í munnlegt próf því ég er svo klár í viðtengingarhætti og gæfi mér bara góða einkunn án þess að prófa mig.

Á morgun koma bæði BJÖRK og ELLI til íslands frá kóngsins köben og gautaborg og hef ég uppi háar væntingar að hitta þau og grípa upp eldri tíma.....og í leiðinni kannski einsog einn öl eða svo. ´Næsta vika á að vera gríðarhuggó og heimta ég að fólk mæti í jólaboð í hlíðarkotið. Áhugasömum um samvist mína bendi ég á að treysta ekki á nein netsamskitpi Bertolini verður í höndum EJS fram yfir áramót ef lukkan mín verður söm, en ég er bæði með heimasíma og gsm svo það er ekki erfitt að ná í mig hehehe.




kaffisveittar nætur

Hrikalega getur orðið leiðigjarnt að tala og lesa og hugsa og dreyma um próf eitthvað og ritgerða eitthvað. Það er ófrumlegt að tala um kaffisvita og næturvökur, það eru allir stressaðir í desember hvort sem er námsmenn eða búðarfólk. Ég er gríðarlega hamingjusöm með að vera sama og búin, jah eða þannig bara tvö próf sem ég kvíði ekkert voðalega eftir. Prufunni í móðurhlutverkinu líkur á sunnudag og er ég bara sátt við útkomuna. Haldið ykkur fast, því hún ásta litla gerði sko jólahreingerningu heima í dag við litla hrifningu krakkanna og próflesturinn beið skaða. En hver kannast ekki við að þurfa endilega að setja upp jóladúkana og jólastjörnuna og þurrka af öllu einmitt þegar mest er að gera.

Þakka fyrir að þessu fer að ljúka áður en ég fer offörum í þessu nestismurnings, skólaskutli, eldunar og tiltektar ham. Taka svo góða pásu í öllu slíku og gleyma því hvernig tilfinningin er að vakna fyrir sjö og bera ábyrgð á að vekja hina. Eigendur barnanna koma heim á sunnudag en eru lagðir af stað í flugið, en samt eiginlega á morgun. Þar sem núna er á morgun hjá þeim. Flugferðin tekur því tvo sólarhringa en samt bara rúmlega einn. Mjög ruglingslegt.

Faðir minn hringdi heim eitt kvöldið og ég óskaði honum til hamingju með konuna sína sem átti einmitt afmæli. Hann var hálf hissa, ha já meinarðu í gær. Nei ég meinti í dag 6.des. Já, sko það er náttla komin nýr dagur hjá okkur, ég er á leiðinni í vinnuna þótt þú sért ekki farin að sofa. Hann var komin hálfum degi lengra en ég í lífinu og tjáði mér að þetta væri sérlega góð nótt.

Skrítið. Mig langar líka til Japan.

Devo per forza studiare un po´di piú. Sono stanca e voglio solo dormire. Ho bevuto troppo troppo café e non potró dormire per ore. Non so abbastanza, anzi non so niente. Spero che vada bene. In bocca lupo per me..... Crepí




Nemagrey

Það er bæði hægt að segja að ég sé ekki nema lítið grey. Svo get ég líka verið nemagrey sem er að sturlast úr fullkomnunar áráttu í ritgerðarsmíðum. Kannski þessvegna sem ég hef komið mér í gegnum skólagöngu með því að taka aldrei námið sérlgea alvarlega og komast þannig alveg hjá prófkvíða og taugaveiklun nema kannski svona rétt meðan ég frumles. En mikið ofsalega fær maður mikið meira út úr náminu þegar maður hellir sér í eigin verkefni og greinir og pælir þangað til hausinn er að springa. Jákvæðni er kostur á svona stundum. Á mánudaginn er svo öllu slíku lokið og svo bara nokkur próf í ítölskunni.

Flestir eru alveg óskaplega stressaðir fyrir munnlega prófinu. Hjartaði í buxunum þegar hann sagðist myndi dæma okkur á hæfileikum okkur í að tjá okkur reiprennandi. Ef það er eitthvað sem ég á að geta á ítölsku er það einmitt að tala og gera mig skiljanlega án þess að velta mikið fyrir mér málfræði og svona. Heilsárs spjall á börum hlítur að skila sér einhverstaðar.








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com