Ónefnt frí
Þetta er skrítin vika, ég er í fríi þarf ekki að gera neitt og hef ekkert að gera. Tek jólahreingerninguna bara núna því jólin rúlluðu aftan að mér og létu mér bregða. Góð jól en skrítin jól, fékk margar fallegar gjafir og þaut milli foreldrahúsa og eiginhúsa og jólaboða og fór meira segja á nokkur stefnumót inná milli í jólaundirbúningnum. Alltaf gaman að jólarómantík þótt sennilega verði janúar ennþá verri þegar maður fær fráhvarseinkenni frá ljósunum, fríinu, matnum og almennum hugguleg heitum samverustundum með vinum sem búa erlendis og í ofanálag bætist skortur á rómantík. Af hverju fara allir? Enn meiri ástæða til að njóta þess sem best meðan það varir.
Andstyggilegir kennarar láta mann svo þjást óþarflega lengi og skila ekki inn einkunnum svo ég hef ekki ennþá hugmynd um hvernig þetta gekk allt saman í vetur. Námslán í biðstöðu endalaust og þannig bætist við ástæða til að vera illa við janúar. Blankheitin ógurlegu. Plís nennir einhver að skipuleggja ókeypis uppákomur og fleira sniðugt til að sporna við þessu eftirjólaþynglsum.