Hosted by Putfile.com





freknur

Ég eyddi stórum hluta ævinnar i að hata freknurnar mínar af ástríðu. Velti alvarlega fyrir mér hvort ráðið hennar önnu í grænuhlíð virkaði til að fjarlægja þær. Eitthvað með sítrónusafa eða eitthvað. Á svipuðum tíma og ég gerði mér grein fyrir að ég er alls ekki nein suðræn senjoríta með brún augu sá ég ljósið að freknur séu bara sniðugar. Eini frídagurinn minn var vel nýttur, fékk bæði freknusöfnun og bjór í nauthólsvíkinni innan um strípalinga og bleyjubörn. Hávær stelpuhópur með nesti fyrir viku og bjór í klakaboxi small einkennilega illa innan um fjölskylduþemað en þó var virkilega huggulegt hjá okkur. Meiri bjór á útikaffihúsi í útlandastemmingu var enn betri enda fátt betra en hitta skemmtilegt fólk með svolls í hönd.

Foreldrarnir mættir í bæinn úr enn einni flakkferð um landið svo ég er hætt að vera léleg barnapía sem nennir ekki einu sinni að elda en fæðir þau á skyndibita eða kem þeim í umsjá annarra. En þó með móðurlegt skipulag á þeim sko, staulaðist frammúr til að reka eitt í unglingavinnuna þótt ég færi aftur að sofa, kom öðru til læknis og útvegaði lyf þrátt fyrir að vera á leið út í bjór og svo framvegis. Kom í ljós að öruggt að ég verð í fríi næstu helgi sama hvaða börn fæðast hjá samstarfsmönnum en grátur og gnístan tanna að það var uppselt á innipúkann. Ég sem þóttist himin höndum tekið að sjá blonde redhead í miðju æði fyrir þeim. Fuss þvílík vonbrigði. Af hverju pantaði ég ekki á netinu þegar ég ætlaði. Jæja eitthvað verður gert og örugglega vælt mun meira. Lýsi hér með eftir plönum.

Í öðrum fréttum er að fleiri plön eru í bígerð, allt í losaralegum pakka en það er stutt í að 6.ágúst renni upp sem þýðir að ég er að verða eldri. Félagsskapar er óskað og stuðnings. Skylda.




leiðindaleiðindi

Ólýsanleg leiðindi. Ég held án gríns að mér hafi aldrei á ævinni leiðst eins mikið og í vinnunni í dag. Stappandi niður fótum, hangandi á grillstaflabrettinu, spila rommí eða lesa birtu/sirkus/leiðbeiningabæklinga í miðri heimilistækjadeild og kvarta. Það er algjörlega mannskemmandi að láta mann gera ekki baun í svona marga klukkutíma inni í raftækjaverslun meðan glittir í sól og hita og mbl.is monntar sig yfir einum heitasta degi ársins. Einu hræðurnar sem sáust voru brúnar og í sandölum, hamingjusamlega þarna af fúsum og frjálsum vilja og heimtuðu greinargóða skýrslu um eitt og annað sem manni fanst þá bara frekja af þeirra frjálsu hálfu. Nú voru leiðindin komin á slíkt stig að ég varð svo glöð þegar einn maður sýndi mikinn áhuga og virtist bera traust til þess sem úrílla ómálaða og reytta starfsstúlkan hafði að segja að ég tvíefldist öll og tókst að lokum að selja honum sýningareintak af sænskri gæðaþvottavél. Hún var sko í uppáhaldi hjá mér og ég búin að dæma margan kúnnan eftir viðbrögðum við henni. Svei mér þá ef ég mun ekki sakna Asko.

Sjáiði á hvaða stig ég er komin? Ég þarf nauðsynlega að fara að gera eitthvað annað. Raftækin fá nafn og persónuleika og fleiri eiginleika og ég dæmi fólk eftir hvað þeim finnst um vini mína. Treysti ekki hverjum sem er fyrir þeim. Samt er siðferðið komið í rockbottom þegar ég er farin að leyfa fólki að kaupa lélegri kaffivélina án þess að mótmæla. Já ég hef tekið mestu ástfóstri við þvottavélar og kaffivélar. Sálgreini það hver sem vill.




Tónlistardeit með sjálfri mér í nýju náttbuxunum. Örugglega búin með niðurhal mánaðarins snarlega. Mánudagur með hausverk og slappleika og yfirgaf vinnuna snemma, ráfaði einsog týnd um tíu ellefu með hugmyndir um að kaupa í matinn og fór út með ben&jerrys, skyr.is og kanilgifla. Hollustan í fyrirrúmi þar. Hafðið tekið eftir því að það er orðið dimmt á kvöldin? Góðvinur minn kemur í heimsókn tvö að skoða íbúðina á morgun og því fæ ég að taka til fyrir hann í fríinu. Gott og slæmt, einhverntímann verður víst að þrífa, ekki frá því að hann sé heitur fyrir hlíðakofanum og þá er ég einu skrefi nær því að vera á götunni. En það er sumar þrátt fyrir rigninguna og ég er í fríi á morgun. Mér finnst rigning hugguleg þegar hún er hálfdrungaleg. Blonde redhead er góður félagskapur í augnablikinu og Misery is a butterfly að gera góða hluti. Eitthvað við nætur þegar aðrir eru sofandi. Og svo mikið af nýrri tónlist að það er erfitt að hlusta á heil lög.




Það eina sem er betra en fríhelgi, er óvænt fríhelgi. Öllum að óvörum mætti samstarfsmaður úr fríi og tók helgina sem ég hefði annars þurft að vinna. Jei. Og meira segja fékk ég að fara fyrr úr vinnunni í fyrsta skipti. Og það var sól rétt meðan ég losnaði. Allt gerir heimurinn stundum til að gleðja mann. Einstaka sinnum tekur hann sig til og reynir að sanna fyrir manni að hann sé nú frekar góður staður að vera til í. Flæktist með í útitónleika sem stóðu aldeilis fyrir sínu. Þrátt fyrir misskilning hjá mér að það væri sól og sumar á íslandi og klædd eftir því þegar vindurinn og rokið reif í strauaða hárið og úðinn bjó til lopaáferð þá var graslykt í lofti og hópsöngur með stál og hnífur það næsta sem ég hef komist útihátið undanfarið. Þegar rokið æstist upp tóku paparnir stemminguna í sínar hendur og við stelpuskjáturnar létum ekki standa á hringdönsum og hamagangi við poppineyejoe og fleiri góða slagara. Heimurinn sýndi svo aftur að ljósamaðurinn kann sitt fag þegar skyndilega lægði og afbrygði að sólarlagi í skýjunum tók til þegar hjálmar hófu sitt spil.

Kuldabolinn var þó að bera okkur ofliði svo við flúðum inn á næsta kaffihús sem því miður var litli andarunginn og tosuðum við þar meðalaldurinn niður um marga tugi yfir einum svissmokka sem var afgreiddur með mestu fýlu sem sögur fara af. Verandi manneskja sem hefur eytt mestum sínum tíma á vinnumarkaði í að brosa og afgreiða fólk með allavega sæmilegum áhuga og jafnvel ganga svo langt að vera almennileg þá fer alltaf jafn mikið í taugarnar á mér þegar hreitt er í mann leiðindum og maður þarf að borga fyrir það peninga. Fuss og svei.

Plan á morgun. Gleðin magnaðist þegar Guddinn tók sig til og heldur afmælis/grill veislu í stað útilegunnar. Innipúkinn í mér er glaður þótt lopapeysan verði ekki dregin fram. Þótt erfitt verði að toppa kindina dollý sem hann fékk í afmælisgjöf um árið þá mun allt verða gert til að finna hressandi glaðning. Ár og öld síðan stefnt hefur verið til alvöru fiesta í þessum hóp og ber ég miklar væntingar til stemmingar með grill og bjór. Sólin er hér með boðið líka.








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com