Hosted by Putfile.com





Ég veit ekki hvort ég eigi að hlægja eða grenja. Stofan mín er ofsalega huggulegur staður til að gera ýmislegt einsog læra, hanga á netinu eða bara almennt hanga yfir sjónvarpinu. Geri mikið af haustvæmnum hlutum einsog drekka yfir mig af kaffi og hafa kveikt á kertum og reykelsum enda er haustið góður tími, verð glöð að fá nýtingu í kertin aftur. Mest svekkjandi við sumarið að þau nýtast ekki.... Allavega góð stofa. Svo er maður sestur og hefst handa við sína hluti en þá er herfan á efri hæðinni í brjálaðri sveiflu með dansharmoníkku þjóðlaga fíling og kallinn í hinni íbúðinni sem stundaði loftboraskemmtun snemma á morgnanna er að dunda við uppsetningu á nýjum innréttingum og borar og brýtur. Jah, þar fóru huggulegheitin fyrir lítið. En gott að geta hlegið, nú er borið hætt og harmónikkan í stuðham. Ef ég kynni gömlu dansana myndi ég bara taka sveiflu yfir gólfið.

Samt hef ég lúmskt gaman af því þegar heyrist í herfunni, og glotti sjálf í kampinn þegar ég skellti carmina burana á góðan styrk í gær. Þetta er svona undirförul keppni í að láta hinn vita að þeim sé alveg sama hvað hinum finnst. Heyri enn bergmála frekjulega röddina sem hótaði því að mér og öllum kynsmönnum langömmu minnar yrði ekki liðin nokkur hlutur, Enda hafði gamla konan, nítíuogþriggjaára, fyrir meira en hálfu ári síðan gerst svo kræf að biðja hana að valsa ekki um á klossum allan sólarhringinn því það væri svo mikið ónæði. Þessi á hæðinni fyrir ofan varð alveg trítilóð yfir afskiptum og hreytti í hana öllu illu. Ég veit alveg að amma er ekki laus við skap, hef heyrt af henni sögur að berja fullan mann með stígvéli, en hún er þó kurteis og ekki með leiðindi yfir engu. Rosalega á sumt fólk bágt að vera svona í geðinu, bara hin hreinasta geðvonska og óliðlegheit og ókurteisi við annað fólk. Ég vona bara að enginn verði svona sem ég þekki.

Nú er loks komið að því að ég þarf að skila af mér verkefni og er auðvitað örlítið eftir á í lestri og þess vegna ætla ég að drífa mig á kaffihús og blaðra við aðrar tjellingar um allt annað en það.




Mánudagur til mæðu er ekki beint réttnefni hjá mér. Það er eitthvað notalegt við það að þurfa ekki að mæta í skólann né í vinnu á þessum dögum, vakna bara í rólegheitum og hella sér í lærdóminn. Jah, eða geta það allavega þó tíminn fari iðulega í að lesa blaðið spjaldanna á milli og drekka mikið kaffi og kíkja svo á netið.....

Helgin fór algjörlega í ekki neitt þar sem ég vann föstud.kvöld og var svo vakin í stresskasti á laugardag þegar einhver var veikur og ég hjólaði í stormi í vinnuna. Auðvitað lét ég heillast af bjórnum hjá stelpunum frekar en að sitja ein og læra..... eyddi viðurstyggilega mikið af pening á barnum, sendi milljón sms til óþekkts ítala bara að gamni þar sem okkur fannst svo ofslega sniðugt að hitta þá sem gerðist aldrei. Vera svo almennileg að hverfa meðan vinkona blikkaði myndarlegan mann og týna henni þar með, en maður á fimmtugsaldri kom ýtrekað til mín til að minna mig á að ég yrði fræg. Drukkna konan með honum var brjáluð og öskraði en hann lét ekki rugla sig og hélt ræðu um að ég ætti að muna orð hanns þegar frægðarstjarnan mín myndi rísa. Þetta par sómdi sig vel inná Amsterdam, eina staðnum sem enn var opinn, meðan ég vil meina að ég hafi ekki átt þar heima. Þau voru ekki hugguleg og þó ég efist um að ég hafi verið það heldur þá ætla ég aldrei aldrei að verða svona. Ojj en viðbjóðslega ruglað. Eitthvað varð lítið úr deginum eftir, sannkallaður þunnudagur en tókst að rétta mig við og mæta í mat heim til mömmu og fékk gott að borða, huggulegt kaffiþamb við kertaljós og gott spjall og uppþvottagrind að gjöf.

Án þess að vera með einhverjar dramatískar yfirlísingar þá get ég staðfest að undanfarnar helgar þegar ég hef ekki farið að djamma hafa verið miklu betri en þessi. Ætti að halda áfram að sleppa því bara og gera eitthvað gáfulegt einsog mamma segir alltaf. Kaupa mér fleiri striga og halda áfram að mála til dæmis.




Tækjamaðurinn frá símanum kom loksins í dag. Ekki nóg með að hann hafi hringt þegar ég var í bónus og þannig nánast ollið hjartaáfalli við að hendast í röð og troða í poka og bruna í eskihlíðina þrátt fyrir lokanir og uppgrafna vegi, heldur sat svo maðurinn úti í bíl í korter fyrir utan blokkina. Var að spá í að rölta til hanns og banka á gluggan og bjóða honum inn í kaffi, ég meina kannski væri hann feiminn og að reyna að byggja upp kjark til að mæta á bjölluna. En kannski var hann bara að spjalla um matarinnkaup við konuna hvað veit ég. Jæja hann lætur sig allavega hafa það að koma upp og var voða almennilegur og fulltækjaður af tólum og fannst mér næstum hálfsvekkjandi að segja honum að ég væri eiginlega búin að þessu bara sko, bað hann að fara yfir að þetta væri í lagi en honum fannst það nú óþarfi. "virkar þetta?" uhh já það er allavega sónn og ég kemst á netið. "Jah þá er þetta í lagi." Ok þá. Sem betur fer átti ég eitt verkefni handa honum ss. að koma þráðlausa netinu í ásu tölvu í lag þar sem ég náði bara að tengja hana með kapalnum. Hann potar eitthvað og fiktar í því sama og ég hafði gert. Einni mínutu seinna kallar hann til mín, "ég er búin koma þessu í lag" Noh, frábært hvað var málið? "Það þarf að ýta á takkann og kveikja á loftnetinu....."

Ojjj hvað það var asnalegt móment. Ég fékk sem sagt símamann til að mæta heim til okkar til að ýta á takkann. Kannski var hann glaður að komast í matarinnkaupin fyrir konuna sína.

Get sagt mér til málsbóta að ég hef aldrei fiktað í HP áður og mín mín Dell var ekki með neinar slíkar kröfur á mig að ýta á loftsnetstakka..... Mar lærir sem maður lifir ha. Gleði á alla kanta og við erum á netinu á öllum mögulegm stöðum í húsinu. Fer bráðum að taka hana með mér á klósettið, ja eða bara í bað.




Nú tókst mér loksins að koma þessu neti í gang. Hugsa með illu til sölustráksins sem brosti breiðu tannkremsbrosi til okkar ásu og skemmti sér yfir okkur, höfum sennilega bjargað deginum fyrir honum inni í loftlausri og troðinni símabúðinni enda hálf reykjavík á seinasta snúning með að fá að skuldbinda sig í ár og græða þar með helling. Ég gerði þó mitt besta með að breiða yfir eigin fávisku í netmálum og ræskti mig bara örlitið og brosti bara breitt og reyndi að svara spurningu með spurningu en veð þó ekki í villu um að hann sá í gegnum mig einsog sellófan. Sem sagt lét hann útúr sé blíðum orðum að uppsetning á þessu neti væri bú bara idiot prúf og þar að auki gætum við ef við endilega vildum (eða reyndumst vera idiotar) fengið þann ókeypis uppsetningarmann sem þeir eru búin að auglýsa grimmt undanfarna mánuði. Jæja ég vildi fá slíkann mann enda gott að nýta tækifærið og fá jafnvel myndarlegan mann með tæki og tól inná heimilið þar sem hvorug okkar státar af slíkum fylgisnaut í bili. Síðan eru liðnar næstum tvær vikur og ekki bólar á þessum iðnaðarmanni. Af því dreg ég þá ályktun að ókeypis iðnaðarmenn hagi sér í stórum dráttum einsog aðrir óábyrgir karlmenn í samfélaginu, síminn er búin að fá það sem hann vildi frá mér það er að segja undirskrift á samning og peninga og þá láta þeir ekki heyra í sér meir.

Svo þó ég sé sérlega ánægð með að þetta hafi tekist nokkurnveginn (sko netið er inni en síminn er úti..... leiðbeiningar þegnar) og mér finnist einsog ég hafi nánast sloppið við idiot nafnbótina þá er ekki laust við að mér finnist ég hafi verið plötuð til að vera voða glöð þegar mér tókst að gera það sjálf sem ég átti að fá frítt....? er þetta ekki einkennilegtt.




Díses hvað ég er búin að vera vonlaus í þessu. Enda búin að vera netlaus í nýja húsnæðinu, og ekki nógu mótiveitet til að dunda mér á ókeypis netinu í skólanum. Skrítinn vetur ad ganga í garð, þrír dagar skóli og fjórir dagar frí.... ja frí og frí er byrjuð að afgreiða úrvals grænmetismat á rómuðum stað og held mig þannig innan matarbransanum þótt það sé nokkuð breytt bil frá pizzuafgreiðslunni. Fagna mjög að kúnnahópurinn er fámennari,þægilegri og almennt kurteisari en fólkið sem flykktist á minn fyrri vinnustað. Og svo er maturinn svo ofboðslega góður og hollur í leiðinni og lífrænt ræktaður, ekki nema gott fyrir sálina.

Hörku ánægð í listfræðinni og þessum eina litla ítölskukúrs, lítur út fyrir mjög lesþungan og áhugaverðan vetur og verður sett ritgerða og verkefnamet þar sem hver einasti kúrs byggist á slíku námsmati en ekki lokaprófum. Þýðir væntanlega að ég verð að halda vel á spöðunum og að ég verð komin fyrst af öllum í jólafrí!!

Ég og roomy höfum fjárfest í þráðlausu neti einsog sá helmingur íslands sem ekki hafði slíkt áður enda öllum tekist að sjá að líf á þráðlaus ADSL ekkert líf. Réttlæti þetta bruðl á því að netið getur haft ofan fyrir mér og þannig sparað mér pening í útferðir....aukið leti mína að fara í þéttsetin tölvuver og fólk geti lesið yfir axlirnar á mér.....en þó sérstaklega að ég geti orðið mér útum tónlist.... Jamm og jæja lúxus fyrir litla námsmenn enda eru allir bankar að slást um að troða uppá okkur hverjum frábærum aukalánum og yfirdráttum til að eignast lífstíðar viðskiptavini í skuldum.

Ég er gott efni í slíkan viðskiptavin. Þó get ég ekki legið yfir að tengja þetta blessaða net næstu daga þar sem ég er til skiptis varamamma í grabbanum meðan foreldrarnir bregða sér í sitt hvort landshornið og að afgreiða fólk um lífrænan mat í miðbænum. Ef losnar stund er planid að liggja í námsbókum enda styttist hratt í verkefni.... yfir og út á línuna

Námshestavaramömmulífrænsmatsefgreiðsludama








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com