Sólarkaffi í rigningunni
Fúff góður dagur. Læra smæra, ég hef lífið til þess og auk þess í gríðarlegri lægð á trú minni á eigin hæfileika og möguleika til að komast inn í listaskóla á næstunni. Sat svitnandi fram á nótt við að lesa inntökuskilyrði, próf og viðtöl og tungumála skilyrði. Kannski mikla ég þetta fyrir mér en þetta er engin smávegis vinna. Kannski ætti ég bara að taka mér hlé, vinna í eigin verkum og ferðast um og eyða peningum sem ég á ekki, það hljómar svo miklu betra og ábyrgðarlausara í bili.
Jæja fiskurinn bíður eftir að ég galdri fram glæsilega kvöldmáltið úr honum svo ekki tjáir að hangsa. Alla prossima...