Nýjir tímar nýr staður
Ég gat ekki sofið. Það útskýrir af hverju ég þurfti nauðsynlega að prófa mig áfram með nýja síðu með sama nafni nema bara hjá wordpress. Hún er hér.
laugardagur til þvotta
Ég óska þeim sem keypti fallega fallega græna hjólið mitt á uppboði lögreglunnar til hamingju. Ég sakna þess mikið hérna og vona allavega að nýji eigandinn fari vel með það. Nema sá sem stal því fyrir utan eskihlíðina sé ennþá brunandi á því um göturnar. Vonandi dettur hann á nefið.
Það var ekki hægt að hafa áhyggjur meðan ég sat á bekknum að læra úti í garðportinu að lesa í stuttbuxum og í skínandi sól að bíða eftir þvottinum í vaskekællerenn. Blómafræ fjúka útum allt svo það er hálfósýnilegir hnoðrar fljótandi í loftinu, trjálaufin hvískra í vindinum og háværi fuglinn var í stuði og kvakaði. Hann er ólíkt skemmtilegri svona á daginn. Svo er alltaf óneitanlega skaplyftandi að ná að þvo fatahrúgur og lenda ekki í nærbuxnaskorti og sjá eldhúsið skínandi bjart. Og þó hnoðrarnir sem fjúka í loftinu úr trjánum séu sjarmerandi eru rykhnoðrar inni það ekki. Af hverju er ekki sumarfatastyrkur innifalinn í námslánum námsmanna erlendis? Ég lendi alltaf í vandræðum með að eiga bara milliföt og endalaust af vetrarkápum og fínum treflum en engin sumarpils og boli sem hæfa heitu veðri. (hóst hóst lúxusvandamál...) squeek
Innblástur ætti að vera seldur í neytendavænum umbúðum.
Tíminn ætti að vera afstillanlegur, með hraðspólun og pásutökkum. Fuglinn sem vakti mig í dag klukkan fimm hljómaði einsog remixaður talandi páfagaukur á sýru. Þekkir einhver hvaða tegund hljómar þannig? Kosningar smosningar. Hvar er slagorðið "lottó fyrir alla?" Það er ekki hollt að sitja of lengi fyrir framan tölvuskjá og velta fyrir sér áhyggjum tímunum saman. Úrvalið af áhyggjum er fjölbreytt en allt jafn þreytandi. Einn bjórsopi úti gæti bjargað geðheilsunni. Síðan ætla ég að þvo. geitungagleði i kotinu
Það var undarleg tilfinning að standa í biðröðinni hjá icelandexpress innan um aðra íslendinga sem flestir klæddust stuttum buxum og sandölum með rjóðar kinnar eða brúnnku eftir yndislega fríviku í kóngsins köben í sólinni. Ég hef rétt fengið þrjár freknur í viðbót við að labba milli staða eða sitja með lappirnar upp í glugga og bók í fanginu í þann stutta tíma sem sólin skín inn til mín á morgnanna. En ég er róleg þar sem ég veit að sólin er ekki alveg eins hverful hér og mun bara fara vaxandi og freknusöfnunin líka. Það er bara eitthvað svo vonlaust að fara út í garð í sólbað með fartölvu... En maður fær víst ekki útborguð námslán fyrir að safna lit. Merkilegt nokk.
Ég og geitungurinn í glasinu úti á svölum erum tvö saman eftir í kotinu meðan hinn sambýlingurinn skreppur yfir í íslensk próf. Geitungurinn og glasið verða bara kjurr þarna úti meðan ég vona að hann sé ekki búin að kalla á liðstyrk sem muni plaga mig næstu vikur. Kannski lærum við bara að lifa saman, það myndi allavega auðvelda mér lífið í sumar... Mér skilst að maður verði bara að face your fears en ég er betri í að hlaupa þegar kemur að vespuskröttum. ( Nota bene sá ég brot úr þætti á animal planet þar sem vespa veiðir kónguló í eyðimörk, og þær eru sko víst ILLAR því þær þefa uppi kóngulærnar og grafa þær upp úr sandinum áður en þær stinga þær og éta!) Innan um heimspekibækur og listfræðibækur í hrúgum, reikningaflóð, hlátur og uppvask er önnin á góðri leið með að klárast. Spýta í lófana næstu tvo mánuði og sanna að ég er víst sæmilega klár á fleiri tungumálum en íslensku. Fullkomin pása frá þessu öllu saman var Trópíkal afmælispartý síðustu helgi með martinique-frönsku afmælisbarni og veitingum, stórkostlegum skreytingum og búningum og miklu stuði. Fullt af góðu fólki samankomið til að fagna þrem tugum og vináttu. Maður lifir lengi á svona veislum. Hér eru myndir frá Björk úr partýinu. Allar skreytingar í stúdíóinu voru hreint út sagt frábærar en hrósið verður að fara til innflutta pálmatrésins frá íslandi sem faðir bjarkar kom með. Það vantar sko ekki hugmyndaflugið á þeim bænum. Né þemagleðina... ;) Thus I spoke eitthvað
Yann Tiersen og tónlistin úr Good bye Lenin og Amelie er fullkomin lærdómstónlist. Mér finnst bara huggulegt að vita til þess að hún bergmáli um allan bakgarðinn enda er hún líka tregafull og sólrík. Ég get einbeitt mér í dag, þetta er magnað.
Orðin sem velta út í hrönnum á ensku eru mér næstum ókunnug. Þau eru örugglega eitthvað samanklístur úr minningabrotum af þeim fræðitextum sem ég hef áður lesið og stíllinn grautur af öðrum höfundum yfirfært á mínar hugmyndir. Tungumálið á það til að taka yfir stjórnina á því sem ég ætla segja. Ég kími stundum þegar ég les yfir kaflabrot og skil ekki hvernig mér datt í hug að skrifa þetta svona. Ætti kannski að leggja þetta fyrir mig, enda á enskan ógurlegt magn af stórum orðum. Nema einhver sé að skrifa í gegnum mig? alltaf i boltanum
Ég vildi óska að ég hefði byrjað að telja hnerrin í byrjun síðustu viku. Skrá hjá mér strik við hvert hnerr svo ég ætti áþreyfanleg gögn um fjöldann. Og blaðastaflinn af 379 hnerrum dreift á vikuna hefði líka aðra merkingu, því hverju einasta hnerri og sníti fylgi nefnilega; guð hjálpi þér úr einhverju horni íbúðarinnar.
Hinsvegar er ég alveg hress og heil heilsu ef frá er talin hnerri á hverjum klukkutíma. Trén inni í portinu eru böðuð í geislum og eru komin í ljósgræn föt. Ég verð alltaf jafn hissa hvað þau eru fljót að dæla út græðlingum á hverri grein og verða heilgræn á einni nóttu. Ég er meira segja svo hress að það er löngu planað að fara út í borgara og bjór yfir fótbolta. Ég er löngu búin að viðurkenna að ég er henntugleikaáhugamaður. Það er að segja að ég hef áhuga á fólkinu og bjórnum frekar en boltanum en get vel gírað mit upp í æsing. Þetta getur hallur þakkað ítalíudvölinni. Og sigrúnu & sunnu. Hver er nú aftur að spila í kvöld? hmmm gott að ég spurði núna frekar en á barnum. Liverpúl og chelsea. Voðalega enskt eitthvað. sol uti en ekki inni
Það er staðfest. Fuglabjargið í garðinum verður óbærilegt klukkan sex núll þrjár. Ég gleðst yfir hamingju þeirra og ógurlegri sönggleði en á þessum tíma þá rúlla ég mér bara með lokuð augun og loka glugganum og reyni mitt besta til að slefa í koddann aðeins lengur.
Blærinn blæs heitari lykt en í gær. Spænsk eggjakaka í hádegismat. Sitja í sólinni sem skín inn um frönsku hurðina í litlu stofunni og sjá kokkinn malla í beinni sjónlínu. Svíttjillísósa með og syfjuð augu reyna að halda athyglinni yfir bókum. Að íslenskum sið finnst mér einsog ég sé að missa af einhverju en veðurspáin segir að tuttugu stigin komi á fimmtudaginn og þá ætla ég að liggja í grasi undir bleiku tré, kannski í rósrauðu skýji en allavega með nýju tuttugukrónu sólgleraugun og góða bók. Interface Culture til dæmis. Eða jafnvel mítólógí barthes. Representation, cultural representation and signifying practices eða Globalization and cultural identity. Léttmeti. Guli spegillinn í stofunni er eiginlega í nákvæmlega sama gula lit og er heilagur í indlandi. Þar sem búið er til gult mauk úr blómum og túrmerik eða einhverju þvíumlíku og smurt á við athafnir. Eða einsog blómin sem var dreift út um allt í monsoon wedding. Sem fyndni brúðkaupsskipuleggjandinn var alltaf að borða. Guli liturinn gleður. Við gúggl kom í ljós að þessi guli litur heitir bókstaflega indian yellow. Um hann var sagt; deep rich translucent yellow. The original Indian Yellow came from India. It was processed from cows urine and used in Europe in the 18th and 19th centuries for watercolor. (made by warming the urine of Indian cows fed on mango leaves) mmmm ég er líka með dellu fyrir mangói þessa dagana. Læt litinn þó duga úr dollum bara. ps. Ný vitneskja af wikipediu; In Hindu mythology it is considered that yellow has the power to influence the intellect. Gríðarlega heppilegt ef litast er um umhverfi okkar hér heima og alla þá gulu hluti sem finnast...
Það eru engar ýkjur. Ég sé Macvörur í jafnrósrauðum bjarma og myndin gefur tilkynna. AirportExpress er mikil snilldaruppfinning. Þráðlaus nálgun í tónlistina á harða disknum þarna hinumegin. Ji hvað tölvugreyjið mitt er mikið yndi.
Sushiplan í kvöld með snýtuklút í hendi og sól í hjarta. Eða þannig, allavega engin sól þarna úti en við látum það ekki stoppa okkur og plönum huggó kvöldstund með farmand sem á leið gegnum borgina í kvöld. Það rifjaðist upp fyrir mér um daginn litlar minningar. Einsog að pabbi fór stundum með mig á leikskólann, þar sem uppáhaldsfóstran mín var hinn skeggjaði Ole í tréklossunum sem kallaði mig astalavista beibí. Pabbi átti strákahjól með stöng, en á stönginni var barnasæti þannig að maður hélt í stýrið á milli handanna á ökumanninum. Ógeðslega töff auðvitað að sitja að framan og verða vitni að bruninu þó ég hafi verið hrædd þar sem ég hafði enga stjórn á málunum. Einsog flestum leikskólabörnum þótti mér skyndilega ekkert skemmtilegt að vera skilin eftir þegar að kveðjustund kom og þessvegna fundum við upp kerfið þar sem ég skokkaði inn í litla gluggann á hliðinni þar sem ég sá út á planið þar sem hann labbaði fram hjá, og við vinkuðumst með litlafingurleynivinkinu. Það kostaði stundum kökk í hálsinn en síðan kom Ole og kenndi mér að smíða. Það er fyndið að muna. Samt muna ekki eigin upplifun af sjálfum sér eða röksemdir. Né veit ég neina útskýringu td á því að ég átti bara strákavini sem barn. Og vildi bara eignast svarta dúkku, sem hét til skiptis óskar, guðmundur og sigurður. Tuttuguogeinu ári síðar í sama landi einsog landlægt er hjá þeim sem hér hafa verið. Hvort sem það er innri dönskuþrá eða ævilangar frásagnir úr landinu sem valda því að við komum aftur þá hef ég það agalega gott. |