Mín braut odd af oflæti sínu og hringdi í neyðarlínuna í byrjun vikunnar. Sá fram á ill augu sambýlismanna ef símanum yrði lokað vegna mín, ja eða verra að lokað yrði fyrir gasið!! Kann ég móður minni neyðarhjálp mikla þökk fyrir snögg viðbrögð að bjarga dótturinni frá vanþóknun félaga sinna hérna úti. Samt mjög ópraktískt að senda reikninga í lok mánaðarins sem þá þegar voru komnir yfir gjalddaga. Núna er allt í sæmilega góðum málum, datt það snilldarráð í hug þar sem fáir taka kreddara hérna að fara í stóra matvöruverlsun og kaupa allt sem vantaði og sigga borgaði mér svo í peningum. Þannig náði ég að eiga fyrir lestarfarinu til Feneyja. Snillingum mér tókst að henda pin númerinu heima án þess að leggja það á minnið svo helv. Kortið er ónothæft til að taka út peninga.
Feneyjar eru æði. Ég átti ekki von á öðru en að falla fyrir þessari borg en gamli barþjónninn vinur okkar hafði fullkomlega rétt fyrir sér að það er engu líkt að sjá hana í eigin persónu. Að rölta um þessara þröngu götur í krókaleiðum og allstaðar sýki og allar stærðir af brúum yfir. Við hafnirnar eru bátastæði fyrir leigu”báta” TAXI, strætóbátar ganga líka ákveðnar leiðir, sáum meira segja löggubát með ljósum..... Það var einsog annar heimur að rölta þarna um og mæta fólki í búningum frá viktoríutímanum með allskonar grímur og inná milli vel drukkið fólk í allskins furðufötum. Á piazza San Marco sem er aðaltorgið var stórt svið þar sem var tónlist og fullt af fólki á röltinu, básar sem seldu heitt vín með kryddi sem er nokkuð svipað og jólaglögg og rann vel niður í kuldanum. Við vorum svo heppnar að í ár er einn kaldasti febrúar í langan tíma og miklu færri en venjulega á ferðinni, stoppuðum á litlum bar til að fá okkur að borða og fengum þar þá dýrustu og viðbjóðslegust pizzu sem ég hef smakkað á ítalíu. Ímyndið ykkur örbylgupizzu sem skellt er smá skinka ofaná og sett í hitara svo hún var næstum brennd ofaná en hrá undir. Ojjj, en hungraður maður étur allt. Eftir göngutúra í endalausa krókaleiðir fundum við piazza san margherita þar sem var allt að gerast. Ég þakka nú fyrir að Maurizio var með okkur því það er örugglega auðvelt að týnast í völundargöngum miðbæjarins. Við gerðum einmitt grín að því að þegar við spurðum til vegar nokkra stráka þá sögðu þeir okkur að fara til hægri og beint áfram þangað til við kæmum á torgið. Lengsti beini kaflinn var sennilega þrír metrar.
Á þessu torgi var múgur og margmenni, risastórt svið með hljómsveit og innámilli bjórtjöld. Eldgleypar og eldkastarar, bongótrommuspil og allt mögulegt. Maurizio dró upp rauðvínsflösku og upptakara og við drukkum af stút. Stemmingin minnti örlítið á miðbæjarstemminguna hérna í gamla daga þegar allt lokaði klukkan þrjú, munurinn var að heima sér maður fólk með vodkapela..... en hérna eru allir með rauðvíns eða hvítvínsflöskur í pokahorninu..... Þarna kenndi ýmissa grasa, maðurinn með ljáinn, djöflar og englar, strákar í konufötum og álfkonur, sveppir og allt sem manni dettur í hug. Mestan áhuga okkar vöktu fimm manns í hvítum samfestingum með spreyjaðan haus appelsínugulan og máluð eins í framan. Vorum búin að velta mikið fyrir okkur hvað þau væru; mauri hélt því fram að þau væru fangar en sigga var fullviss um að þau væru brjóst. Sú kenning vakti mikla lukku okkar, þó hann væri ekki sammála því þau hefðu ekki rétt form..... Á endanum fór sigga og spurði þau en þá reyndust þau vera eldspýtur.
Óheppni okkar var líka sú að það fór ein lest á miðnætti og engin önnur fyrr en klukkan sex um morguninn. Djammið var ekki nema til ca. Þrjú og þá tækju við nokkra klukkutíma bið í nýstandi kuldanum, svo ákváðum að taka miðnæturlestina. Misreiknuðum aðeins fjarlægðina svo þrátt fyrir mikla æfingu í að labba hratt á milli staða enduðum við með að fleygja frá okkur bjórunum og spretta á lestarstöðina. Eftir áfengisþamb og át og margra tíma útiveru var þolið ekki uppá sitt besta og nagandi hræðsla um að horfa á eftir lestinni hjálpaði ekki til. Þegar við hlupum másandi inná lestastöðina var búið að flauta til brottfarar og rétt náðum við að stökkva uppí endann á lestinni sem var svefnvagnar en þeir leyfðu okkur að komast í gegn. Þurftum að borga meira þar sem við höfðum ekki náð að kaupa miða en í ánægjuvímu að hafa náð lestinni var öllum sama um það.
Nú er spennan í hámarki fyrir grímupartýið okkar á laugardaginn og við á fullu að plana, erum búnar að finna búninga. Hlakka mest af öllu til að sjá mauri sem ætlar að vera múmía einsog í fyrra og vefja sig allan inní klósettpappír!! Fengum þá ánægju að sjá rauðhærða og friðinn í kvennmannsfötum þegar við komum heim frá feneyjum. Rauðhærði hefur alveg sérstaka ánægju af því að klæða sig upp og var hann mjög glæsilegur í pilsi af mér, gulllituðum sokkabuxum og skærbláum bol og bikiníbrjóstahaldaranum hennar siggu með svarta hárkollu. Það var samt ennþá meira absúrd að sjá hinn nýverið alvarlega marco í netasokkabuxum, þröngum bol og bláu minipilsi báðir með stórar blöðrur fyrir brjóst.
Það var víst mikil dilemma hjá honum í fyrra því þá var rauðhærði með stærri brjóst og allir klipu í hann en engin reyndi við marco á djamminu. Hann var mjög sár og ætlaði sko ekki að láta það koma fyrir aftur. Við sigga erum búnar að skemmta okkur frábærlega við að plana þetta, enda fátt eins skemmtilegt og þemapartý!!!
,
Þar sem áhyggjur er mannskemmandi hef ég ákveðið að sleppa þeim bara í bili. Mottóið mitt -þetta reddast bara- hefur hingað til staðist flestar væntingar mínar. Og í sambandi við reikningana sem ég skulda þá er ég svo heppina að friðurinn forðast mig meira en ég forðast hann. Við erum búnar að reyna að velta þeim manni dálítið fyrir okkur, á milli þess sem okkur er alveg sama hvort hann er til eða ekki og engin niðurstaða nærri. Svo sem ekki neitt nýtt mál, síðan hvenær hefur maður skilið stráka að fullnustu. En hann virðist vera hálf hræddur við okkur, og þó ekki hræddur en frekar halda okkur í passlegri fjarlægð. Einsog ég sagði finnst mér það fyndið því við höfum ekki beint verið mikið að sækjast eftir hans félagskap fyrir utan að hann er helmingin af tímanum í austurríki hjá kærustunni, en mér finnst alltaf hálf leiðinlegt þegar einhver sem maður taldi vera félaga og vin grafa gjá á milli sín og hinna. Þetta er ekki þannig að einhver andúð sé í gangi, við spjöllum saman þegar við hittumst og allt í ljúfum stíl en gjáin er til staðar. Ekki bara við okkur heldur alla, greinilega búinn að fá nóg af að búa í kommúnu og djamma og lokar sig af með afsökun um að læra og á sínar eigin sykur birgðir inni í herbergi.... setti miða á olíuna og þvottaefnið sitt. É mio !! Non di tutti.... er mitt ekki allra. Maður getur ekki annað en hlegið en hann var ekkert að grínast því miður. Einsog hann var mikill múmínálfur til að byrja með og sniðugur þá er hann eitthvað að eldast um aldur fram. Það kemur víst að þessum tímapunkti hjá flestum þar sem þeir hugsa hingað og ekki lengra nú tekur alvaran við. Samt getur maður nú verið áfram ungur í anda, hann er nú með þeim yngri strákum sem við þekkjum hérna og margir hinna áfram í fullu fjöri.
Hver er lækningin við framtaksleysi? Minnist hundrað milljón umræðna við vinkvendi mín um þetta vandamál sem hellist yfir mann á stundum. Allt að gerast inní hausnum og fjöldi hugmynda um mismunandi framkvæmdir en svo gerist ekkert dramatískt. Við sigga erum búnar að þróa ymsar kenningar einsog ..... borða ekki nóg, miðað við sælkerann mig þá er eitt jógúrt og pizzusneið ekki gríðarlegt át á einum degi, fábreytt mataræði; skortur á grænmeti og vítamínum, til skiptis of lítið kaffi eða of mikið fer eftir aðstæðum. Of mikil leikfimi sem þreytir mann eða of lítil sem skapar kraftleysi. of mikill svefn eða of lítill svefn..... Öðrum orðum þá finnur maður alltaf afsökun þegar henntar. Lausn: spurning um hugarfar.
Partýið mikla varð að færast um helgi því miranda varð að fara heim vegna dauðsfalli í fjölskyldunni, fyrst ætluðum við að hafa það samt en þegar ég spurði friðinn hvað við ætluðum að kaupa áfengi fyrir mikið tjáir hann mér að hann verði ekki heldur. Á föstudagseftirmiðdaginn. Viðurkenni að hafa orðið meira en lítið pirruð, ég meina ef við ætlum að hafa húspartý og hann lét okkur ekki einu sinni vita að hann væri að fara!! Jæja nóg um það, þessa dagana er carnivalið eða kjötkveðjuhátíðin um alla ítalíu svo við ætlum að halda carnival partý þar sem allir mæta í búningum! Rauðhærði er kominn aftur til okkar og var meira en til í að skipuleggja með okkur. Með þvi skilyrði að við lánuðum honum fínt pils og bol og máluðum hann fínt því þeir hafa alltaf klætt sig i drag. Þurfti sko ekki að sannfæra okkur frekar. Videokameran mun festa þtta frábæra uppátæki okkar á filmu.
Á morgun er martedi grasso sem myndi útleggjast sem hinn feiti þriðjudagur og einnig lokadagur hinnar frægu kjötkveðjuhátíðar í feneyjum. Það er eitthvað sem maður verður víst að sjá svo við ætlum að reyna að kíkja þangað. Skrópa í skólanum og taka lest seinni partinn og djamma alla nóttina og fara heim um sjö um morguninn. Verst að við eigum enga búninga enþá en það verður að hafa það. Get ekki beðið eftir að sjá feneyjar, en samt er búið að segja mér að maður sjái varla neitt fyrir fólki og uppákomum en það er þó ekki slæmt umhverfi til að djamma í!!!
Það fer mér illa að hafa áhyggjur. Ég höndla peninga reikninga og námsvandræði ekki sérstaklega vel og það er ótrúlegt hvað það nær að draga niður móralinn hjá mér. Ég sé ofsalega eftir því að hafa farið í sturtu og elda og ekki bara sofið í öllum fötunum mínum þegar ég þarf að borga gas reikningana. Bölva þessum fimm símtölum heim þegar símareikningurinn kemur og sé fram á að laumast einsog njósnari inn til Friðarins til að komast í stundartöfluna hans og útbúa nákvæmt plan til að vera ekki heima þegar hann er heima og gæti rukkað mig um þessa peninga sem ég á ekki. Þar að auki er önnin formlega hafin og ég búin að velja skemmtilega kúrsa sem mér líst frábærlega á; Heimspeki tungumálsins, Menningarleg mannfræði, bókmenntakúrs um túlkun lita í samfélaginu, listum og bókmenntum. Tveir seinni kúrsarnir eru bara ein lota svo ég þurfti að velja aðra fyrir apríl/mai önnina. Þá tek ég samtímalistasögu og bókmenntir um sig sjálfan.... sjálfsævisögur, dagbækur og skáldsögur. Allt virkilega spennandi en VERULEGA krefjandi. Kreppan er sem sagt að í lok mars, byrjun apríl eru 5 PRÓF í einni viku. Nýt þeirrar ánægju að taka próf í 35einingum á nokkrum dögum. Líka í hinum tveimur sem ég var í fyrir jól. Af hverju er ég svona heppin? Þar sem ég hef ekki verið sérlega dugleg að læra þarf ég að lesa milljón milljón bækur á fjórum vikum. Og ég á ekki pening til að kaupa neinar bækur.
Þess vegna er ég heima í kvöld til að reyna að læra. Eða jafnvel meira því ég á varla krónu, og auðvitað eru allir aðrir á brjáluðu djammi fyrst ég kemst ekki út. Það drepur mig svo sem ekki að sleppa fylleríi, reyndar fínt að vera heima stundum en mér er snarilla við að vera svona heft af sökum þessara blessuðu peninga. Einhvernvegin þarf ég líka að borða í þessum mánuði ekki satt? Stóð til að hringja í neyðarlínuna eða foreldrana og ræða láns skilmála en sjálfstæðið er samt að reyna að hindra það. Ég þoli ekki að þurfa að hringja í þau og láta þau bjarga mér, jafnvel þótt ég myndi borga þeim um leið og næsta lán kæmi þá er þetta spurning um stolt. Jæja, það er samt ekki annað í boði en að kingja stoltinu eða flytja út svo marco finni mig ekki og neyði mig til að borga.
Annars stendur partýið mikla til á laugardaginn og á sama tíma hlakkar mig mikið til og kvíði fyrir. Hlakka til að undirbúa það og skemmta mér með öllum sem ég þekki hérna en kvídi fyrir að ekki allir komst og ennþá meira fyrir að þrífa eftir það...... Á tímabili vorum við farnar að örvænta svo mikið að sigrúnu fanst að ég ætti að bjóða manninum sem ég fór á stefnumót með í nóvember og öllum hans vinum, alveg sama þótt ég hefði aldrei hitt hann aftur. Bara fá fleira fólk!! Ekkert verra en tómt partý, þær líkur eru þó engar nema kannski að það verði of mikil rigning. Mér finnst ennþá bráðfyndið að fólk forðist að fara út vegna smá rigningu..... Betra þó í dag byrjaði að snjóa, við frostmark í örugglega 80% raka þá er skítakuldi sem er nýjung því undanfarnar vikur var bara hlýtt, 15gráður og sól. Marco friður reyndi að panta sér pizzu en komst að því að þeir senda ekki heim í snjókomu. N.B. svona tveir millimetrar af snjó, langt frá því að vera hvítt úti einu sinni. Við hlógum mikið, þó verður að viðurkennast að ekki er auðvelt að bruna um á þessum vespum með hvíta plastkassan bundinn aftan á í snjó.
Sólarhringurinn snýst auðveldlega á hvolf þegar maður þarf ekki að vera mættur neinstaðar á ákveðnum tímum. Orðin vön að fara í bælið milli fjögur og sex sama hvort ég hef farið út eða ekki og sofið framyfir hádegi væntanlega. Einn kostur að það spara líka mat því maður borðar ekki á nóttunni einsog maður myndi gera ef það væri dagur. Nú verður að nýta öll brögð í tilraun til að spara þegar allir sjóðir eru tómir. Verð alltaf jafn glöð þegar strákarnir bjóðast til að elda fyrir okkur einsog á föstudaginn seinasta héldum við smá matarboð hérna heima við sigga, marco miranda, giorgio vinur hans og nýji davide. Okkur til ánægju fóru þeir útí búð, keyptu fullt af víni og mat og elduðu svo líka. Ég þurfti ekkert að gera nema vera þarna og vera skemmtileg. Ótrúleg þjónusta, fengum meira segja súkkulaðiköku í eftirrétt!!! Við stungum svo uppá að taka Óla grís/Hail to the queen/bomba eða hvað þið kallið drykkjuleikinn fræga. Það er ekki það sama að þamba heilt glas af rauðvíni og bjór en við létum okkur nú hafa það.
Þessir lítrar auk nokkra bjóra runnu hratt ofan í mannskapinn og allir í góðum gír, davide varð sífellt drukknari enda þolir hann ekki mjög vel áfengi og þambaði alltaf til að reyna að sýna okkur hversu mikill maður hann væri. Á endanum hellti marco tabasco sósu útí rauðvínið hans til að fá hann til að drekka hægar.....svona í gríni en maðurinn dreif sig til og drakk allt saman og hló mikið því hann elski svo sterkan mat og drykk. Þessi stragedia virkaði samt nokkuð vel á endanum því fyrir tvö var hann skriðinn uppí rúm slefandi útá kinn og við hin fórum út. Þeir fóru með okkur á stað sem við höfðum aldrei séð áður.... með indversku yfirbragði og skrauti og reykelsismökk og á neðri hæðinni eru stórir púðar útum allt í kringum lág borð með kertum þar sem fólk flatmagar í rólegheitum eða dansar inná milli eftir stemmingu. Við vorum það seint á ferð að þarna voru fáir en mér fannst þetta samt nokkuð spennandi staður þrátt fyrir að líkjast ópíum stað úr bíómynd. Vantaði bara magadansmeyjar og eldgleypa...... Já eða kanski kvennabúri..... mannabúri ef þau eru til því þetta er víst þekkt fyrir að vera hommastaður. Er að vinna í undirbúningsvinnu fyrir ella þegar hann kemur í heimsókn. Þó ekki viss um að hann sé mikið í ópíumstemmingunni en þó skemmtileg tilbreyting frá black light og dúnka dúnka tónlist.
Seint út og seint heim og vaknaði líka seint. Ætlaði að drífa mig í leikfimi þar sem ég var ekkert þunn en komst einhvernveginn ekki í það. Ætlaði að fara útí búð til að kaupa kók og vatn og eitthvað svona en komst heldur ekki í það. Ætlaði að elda eitthvað en átti ekkert spennandi svo við vorum á leið út á macdonalds í fyrsta skipti í marga mánuði en þá kom Vincenso heim, stóri bróðir rauðhærða ítalans. Þar sem hann var í heimsókn pöntuðum við bara pizzu dáldið myglaðar um tíu leytið en þó fanst siggu það skylda að kíkja út. Maginn á mér var lítið spenntur fyrir rauðvíninu en ákvað þó að kíkja út á Habana Vieja sem er pínkulítill kúbanskur staður sem ég fíla mjög vel.
Það varð bara fínt kvöld úr þessu og ekki skemmdi fyrir að þarna inni sáum við þann fagrasta hóp af ítölskum strákum sem ég hef augum litið. Aldrei séð svona marga vini sem voru svona hrikalega sætir og spennandi, týpur en ekki ítalskir hnakkar. dustaði snarlega af mér manninn sem starði á okkur til skiptis en kom svo með línuna ; Kemurðu oft í hingað....... hvað heitirðu..... viltu dansa..... ertu hrifina af cúbönskum dönsum.... Með tilheyrandi blikkum og tónfalli. Mamma mia, hann fullkomnaði svo ímyndina þegar hann hálftíma seinna kom að sigrúnu þar sem hún sat við borðið og sagði nákvæmlega það sama við hana. Spænsk/ítalska flagara aldrei á diskinn minn takk fyrir.
Sem minnir mig á það að ég er búin að lofa mér á deit á morgun með manni með krullur sem ég veit ekkert um. Hann fékk símanúmerið mitt í nóvember held ég og ég aldrei hitt hann síðan, mér finnst einsog hann hljóti að vera bilaður að hringja ennþá í mig um miðjan febrúar þegar ég hef aldrei talað við hann en það kemur í ljós. Kanski eignast ég annan vin. Við erum á fullu að safna liði því næsta laugardag höldum við RISA partý hérna heima með öllu tilheyrandi. Fengum svo smá áfall þegar Miranda fór að spurja hvort það kæmu ekki örugglega stelpur líka...... því við þekkjum svona þrjár stelpur og þrjátíu stráka. Það er nú ekki okkur að kenna, bæði eru strákar miklu opnari ( ja við okkur allavega) og svo eru þeir bara hreinlega meira hressandi. Ítalskar stelpur eru margar bara heima og ekki úti á djamminu, einsog vinkona hennar siggu úr skólanum sem býr á heimavist rekin af nunnum þar sem hún verður að vera komin inn fyrir hálf ellefu. HÁLF ELLEVU.
Eftir habana ætluðum við svo á stað sem heitir Millennium og nokkrir af sætu strákunum komu líka auk mauri, davide og vincenso. Því miður lokaði á okkur um leið og við vorum komin inn og enduðum við þá í götunni okkar, kúrekabúllan er alveg hætt að standa fyrir sínu eftir að Rafaello og Maurio hættu að vera alltaf þar. Þeir héldu stuðinu sífellt í gangi með allskonar rugli en nýja fólkið er ekki nærri eins skemmtilegt. Aftur á móti er ég alltaf að rekast á barþjónana og fastagestina á hinum barnum..... allir saman að djamma. Já þeir eru yndælir allir saman. Áðan fór ég svo í göngutúr að kaupa sígarettur og þá hoppar einmitt Maurio út af barnum og heimtaði að ég kæmi aðeins að spjalla við hann. Fannst nú vera alltof langt síðan ég hefði komið að djamma hjá honum. ´Var að spá hvort ég ætti að bjóða öllum barþjónavinum mínum í partýið ...... eitthvað myndu hinir hlæja þá
Hey og núna er alltí gúddí? Mig ekki skilja. Ef einhver veit hvað er að gerast hjá mér myndi eg þiggja ráð....
Halló hvað er að gerast? ég hef skrifað öll mín blogg í þessari sömu tölvu og allt í einu neita hún mér um íslenska stafi!!! Þvílík mógðun að öll þessi langa saga sé ónýt. Ojj ég er í fýlu.
Datt ? neti? ? g?r. F?kk skyndilega ??rf til a? eignast t?nlist og eyddi ?llum fr?t?ma m?num ? a? downloada l?gum af ?lllum ger?um, var meira segja komin me? tv? forrit ? a? hla?a ni?ur og n?na l??ur m?r einsog litlu barni sem var a? f? st?ran har?an pakka ? p?sti. ?ll ?essi t?nlist sem mig er b?i? a? langa ? svo lengi komin inn ? m?na eigin t?lvu. Hamingjus?m me? brosi. ?ar a? auki f?kk ?g a? sofa einsog purrka ? n?stum allan dag ( enda vakti ?g til sex me? t?lva m?num) Verst a? m?r finnst ?etta vera ?keypis skemmtun en mun sennilega ekki brosa ?egar s?mareikningurinn og netreikningurinn r?llar innum dyrnar. N? ?egar b?in a? f? gasreikningin og gr?t n?stum ?v? yfir ?llum ?essum peningum bara til a? f? a? elda og hita h?si?. S? hr??ilega eftir ?v? a? hafa ekki bara fari? ? margar peysur og bor?ar hr?an mat ?v? ?g ? bara ekki fyrir ?essum reikningum. Borga?i leiguna n?na ? seinustu viku me? s??ustu kr?nunum og ?arf ? alv?runni a? fara a? finna ?t ?r ?v? a? lifa ? engu. ?a? er au?veldara ?egar ma?ur getur bara bor?a? heima og gert l?ti? en jafnvel ??tt ?g sleppi djammi og bor?i l?ti? ?? er ekki h?gt a? lifa ? engu. ?essvegna er ?g alvarlega a? sp? ? a? fara a? leita m?r a? vinnu. ?a? er fullt af b?rum h?rna og margir ?tlendingar sem tala minna e?a svipa?a ?t?lsku og ?g, s?rstakega ? ?rsku b?runum.... ?g kann a? gera bj?r og hef mikla ?fingu ? a? drekka hann l?ka svo ?g ?ekki tegundirnar n? ?egar.... og kannast vi? flesta algengustu drykkina.
Veit a? ?a? er vel h?gt, ? fr?ni vann ?g alltaf me? sk?lanum en samt finnst m?r ?a? d?ldi? lei?inlegt a? ver?a a? vinna. Komast ekki me? ?egar einhverjir eru a? gera eitthva? ?v? ?g ?arf a? vinna. M?r finnst einsog ?g missi meira af einhverju h?rna heldur en heima ?v? ?etta endar eftir nokkra m?nu?i.
Annars var ?etta hin f?nasta vika, n??i ekki a? gera neitt af ?v? sem ?g ?tla?i a? redda ? sambandi vi? helv. n?msl?nin, ?a? er n?ttla allt ? steik ?v? ?g fer ? pr?f ? mars og apr?l og get ekki skila? neinum einkunum. ?annig a? ?g ?tti a? finna pr?fessorinn og bi?ja hann um a? skrifa ? bla? a? ?g s? ? k?rsinum hj? honum og pr?fi? s? ?ennan dag, hlj?mar l?ti? m?l en ? fyrsta lagi er ?etta tv?hundru? manna k?rs og hann veit ekkert hver ?g er. ?g er hvergi skr?? ? neitt, ?v? pr?faskr?ning er bara bla? sem hangir uppi ? vegg ? deildinni. ?ar a? auki held ?g a? ?eir geri ?a? viljandi a? fela sig fyrir nemendum ?v? ?g bara fann hann ekki ??tt ?a? ?tti a? vera vi?talst?mi hj? honum. Svo ?g ver? bara a? vera l?nlaus ? bili og borga vexti og deyja ?r hungri, ?v?l?k hamingja a? ?g hef s?milegan varafor?a ? m?r. J?ja nei ?etta er kanski ekki alveg svona svart, m?r lei?ast bara peningavandr??i og skortur ? ?eim.
Giancarlo er n?ji besti vinur okkar eftir a? Mauri er fluttur og hefur teki? heilbrig?ara liferni sem felst ? a? b?lva ?v? a? l?ra ekki n?g og fara sjaldan ?t. Hann kom ? mat ? sunnudaginn seinasta og vi? leig?um dvd ?ll saman. Enn og aftur bjargar t?lvi minn kv?ldinu he he he ?a? voru f?ar myndir inni og Sigr?n reyndi allt sem h?n gat a? pr?m?ta myndinni The Ring. ?eir sem mig ?ekkja vita a? ?g er ekkert yfir mig hrifin af draugamyndum, ?a? er a? segja m?r finnst rosalega gaman a? horfa ? ??r en mitt sj?nr?na minni gerir ?a? a? verkum a? ?g gleymi mj?g seint ?v? sem ?g s?. Ferskt ? minni a? ?g grenja?i ? viku sj? ?ra g?mul eftir a? horfa ? ET. Hall?, hann var g??ur og geimvera ekki draugur en ?g h?tti ekki a? grenja fyrr en mamma sag?i m?r a? hann v?ri einsog sl?ttuv?l ? b?ning. ?? hl? ?g. Eftir Sj?tta skilningarviti? risu h?rin ? hnakkanum ? m?r ? t?ma og ?t?ma og ?g var fullviss um a? ?g v?ri a? ver?a skyggn og svaf upp? hj? litlu systur minni eina n?tt. J?ja, m?r finnst samt gaman a? l?ta hr??a mig svo vi? leyf?um henni a? r??a ( Nota bene ?? var h?n b?in a? sj? myndina) Miranda (marco lj?s) ?tla?i a? horfa me? okkur og haf?i sagt a? hann vildi sj? allt nema hrillingsmyndir og vi? ?tlu?um a? reyna a? l?ta hann ekki vita af ?v? fyrirfram. ?egar ?g sag?i nafni? ? myndinn ?pti hann upp yfir sig og var mi?ur s?n " MA?UR VER?UR SVO HR?DDUR AF SVONA MYNDUM" Vi? hl?gum okkur m?ttlaus yfir vi?br?g?unum og ?g skemmti m?r vel a? hafa loksins fundi? einhvern sem v?ri margfalt verri en ?g. Hann l?t sig hafa ?a? a? horfa me? okkur en sat hli?ina ? m?r og h?lt ? ?xlina ? m?r og haf?i hendina fyrir augunum eiginlega allan t?mann svona til ?ryggis, fylgdist me? m?r til a? sj? hvort ?a? v?ri ?ruggt a? l?ta upp. ?g reyndi nattla a? bera mig einsog karlmenni fyrst hann ger?i ?a? ekki, en missti n? k?li? a?eins ? g?lfi? ?egar ?g hr?kk vi? og n?nast ?pti einsog sm?p?ka ?egar hann kiptist til vi? a? s?minn hans v?bra?i ? vasanum..... ?etta er samt flott mynd ??tt ?g muni aldrei n? vissum senum ?tur hausnum ? m?r.
? m?nudaginn ?ttum vi? yndislegt kv?ld ?ar sem vi? k?ktum ? Jazz club sem heitir Chet Baker, h?f?um aldrei komi? ?anga? ??ur en ?g var virkilega s?tt vi? a? sitja i r?legheitum me? rau?v?nsfl?sku og hlusta ? g??a t?nlist og spjalla um tilveruna. V?ri til ? a? k?kja ? t?nleika oft ? viku en vandam?li? er ?? a? ?a? er anna?hvort skylda a? kaupa drykk e?a t?nlistargjald, td. ?arna kosta?i 5? ? mann auka. Svo ef ma?ur ? enga p?ninga er ?a? vandam?l. ? mi?vikud?gum er l?ka afsl?ttardagur ? b?? svo vi? f?rum me? Giancarlo ? Signori degli annelli Ritorno del Re!! ??tt ?g v?ri b?in a? sj? LOTR heima ?? var jafngaman a? sj? hana n?na, b?? enn?? spennt eftir a? halda mara?on me? pabba ?ar sem vi? t?kum allar ?rj?r ? extended version me? pizzup?sum. Talsetningin var nokku? g?? ? ?t?lsku en hann n??i au?vita? ekki Gollum fullkomlega, enda er hann Andy sem talar fyrir hann algj?r snillingur. IL MIO TESORO..... er l?ka eitthva? ekki jafn smeagullegt .....
Og komnar heim fyrir fimm. Það verður nú að teljast til nýjunga að við sigrún skríðum inn í húsið svona snemma. Ég er ennþá pirruð yfir því hvernig er ennþá horft á okkur á götum úti, ég meina að jafnvel þegar ég er búin að búa á Ítalíu í mörg ár, lít ég ennþá eins út og væntalega fæ sömu óþolandi komment og núna. Það er ekkert lítil niðurlæging í því að rölta saman og láta kalla á eftir sér allskyns dónaskap bara því það sést að við séum útlenskar. Hópurinn hérna úti var ekkert sniðugur og síst stelpan með þeim, Verra er þó pakkið af tyrkjabúllunni í götunni okkar. Mér finnst leitt ef ég segi það með fordómum að ég þoli ekki suma gaurana af tyrkjabúllunni en það er bara þannig að gaurar sem valsa uppað mér eða okkur og klípa í mig og þykjast tala ensku og gera manni lífið leitt hafa bara slæm áhrif á álitið.
Annars sátt við lífið og tilveruna, vorum boðnar í mat hjá Giancarlo sem var þvílík himnasending því við vorum of myglaðar og þunnar í dag til að nenna að fara í búðina að kaupa mat, náðum samt að koma við í einni af microbúðunum í götunni þar sem vinur okkar tannlausi maðurinn selur grænmeti, áfengi, kók, vatn og hreinlætisvörur en engan mat og keyptum bjór og rauðvín. Þessi búð er æði, samt skil ég engin vegin hvernig þetta nær að reka sig, en smámælti tannlausi maðurinn sem vefur rauðvíninu inní pappír og krotar svo útreikningana á blað því hann er ekki búin að uppgvöta reiknivélina ennþá er algjört krútt. Við sigga og giancarlo sem er annars stóri bróðir friðarins, við og mauri borðuðum vel, náðum í francesco og keyrðum út fyrir Bologna til að fara á nýjan stað. Það runnu á mig tvær grímur þegar ég sá húsið, nánast úti í sveit keyrðum við eftir dimmum vegi og komum að stóru húsi sem líktist meira sveitabæ en skemmtistað. Á sumrin er þetta víst frábært því allir dansa úti og útum allt eru borð og stólar, en á veturna er þetta sem sagt gamalt hús sem er búð að breyta í djammstað. Virkilega öðruvísi, líkst nokkuð risastóru partýi í heimahúsi þar sem eru fullt af herbergjum, í einu eru borð í öðru er ekkert nema dansgólf og á öðrum stöðum er búið að búa til bari. Sötruðum þar en fórum þó nokkuð snemma heim...... Allir þreyttir eftir gærkvöldið og giancarlo eftir vinnuna og eftir að slasa sig í fótboltaleiknum í dag.
Á föstudagskvöldið enduðum við á að fara út með Marco “ljóshærða” og Nýja manninum David. Við sigga vorum búnar að kviða því allt kvöldið að sitja uppi með skrítna manninn og eiginlega plötuðum Marco að koma með okkur. Skárra að hafa hann líka sko, leiðin lá á mexicóskan bar þar sem við sátum í rólegheitum og drukkum frosna margarítu og sangriu auk smá tequila og kokteil. Alli í fínu stuði en sérstaklega David sem gerði sitt besta til að drepa okkur úr tali eða hristist af ánægju og dansaði sitjandi sem þó var mikil skemmtun fyrir okkur hin. Tjáði Sigrúnu meðal annars að hann elskaði kinnar. Þegar hann horfir á konu, þá eru kinnarnar það fyrsta sem hann tekur eftir. Svo tók hann sig til og sagði; Já svona einsog Ásta, blés út kinnarnar og lék með höndunum hversu rosalegar kinnar ég væri með. Sigrún hvítnaði nú bara í framan en lýsti þó yfir þeirri skoðun að kanski væri hún með jafnmiklar eða meiri kinnar en ég. Haldiði ekki að maðurinn hafi samþykkt það og reynt svo að ráðast á hana og klípa hana í kinnarnar. Aumingja Sigga hristi sig og neitaði algjörlega að leyfa skrítna manninum að káfa á kinnunum. Ég bara spyr, Hvað er málið með kinnar? Fyrir utan að vera ekki sammála að ég sé einsog api með útblásnar kinnar.
Marco Miranda reyndi allt sem hann gat að halda niðri í sér hlátrinum yfir þessum umræðum en það er bara ekki auðvelt að hemja sig. Eftir meiri drykkju þá endaði ég á að segja nýja manninum að hann væri að drepa okkur þegar hann þættist alltaf vita allt betra en allir og það væri betra fyrir alla ef hann sleppti því. Hann móðgaðist nokkuð en samt þakkaði mér kærlega fyrir uppbyggilega gagnrýni, í dag reyndi hann samt að sannfæra mig um að lífið væri einsog Trivial persjút. Maður vissi kanski ekki alltaf allt, en reyndi samt allt sem maður gæti til að svara og þykjast vita meira til að vinna. Ég sver það að ég á ennþá erfitt með að taka þennan mann alvarlega, sérstaklega meðan hann blandar bjór og myntuþykkni saman og sullar svo hálfri dollu af chilipipar yfir pastað sitt og lætur sem ekkert sé þótt hann sé farinn að svitna og tárast yfir hversu sterkt það var. Núna ætlum við að reyna okkar besta að taka hann sem lítinn bróðir sem fer í taugarnar á manni en samt elskar og er alltaf í fjölskyldunni sama hversu kjánalegur hann er...... Líka þegar mann langar að lemja hann með priki.
Enduðum að vanda á barnum hérna við hliðina á í seinasta bjórinn, ég sigga mauri og marco miranda áður en að skríða í bælið um sex leitið. Á morgun er svo enn einn sunnudagurinn þar sem við eigum ekki neitt að borða en sem betur fer getur maður pantað pizzu. Nema milli hálf þrjú og hálf sjö, þá siesta hjá þeim. Í alvörunni, hvað meina þeir með því? Alltaf vaknar maður á þeim tíma og þjást af hungri alveg til hálf sjö þegar þeir loksin opna aftur, án gríns þá er ekki mikið viðskiptavit að angra Itali, þaðanafsíður nokkuð í anda við neytendavæna þjónustu. Hér er heldur ekkert til sem heitir select, 7/11 eða búðir sem eru opnar allar sólarhringinn, enda finnst þeim ekkert voðalega gaman að vinna...... Eða fólk hefur minni þörf til að borða á nóttunni ég veit það ekki.
Það er auðvelt að gleyma sér á happy hour við bjórþamb og áður en maður veit af er klukkan sjö og maður loks á leið í bælið á fimmtudagsmorgni. Við fórum út í gær til að fagna prófinu hennar siggu, fínasta afsökun fyrir fylleríi líka fyrir mig. Nýji maðurinn var akkúrat að koma heim þegar við vorum á leið út og við buðum honum að koma með okkur. Hann hoppaði næstum hæð sína af gleði og án nokkurra ýkja þá trallaði hann “ The show must go on......” alla leiðina niður í bæ milli þess sem hann dáðist að hinni stóru og fallegu Bologna. Hann er frá pínkulitlum bæ og finnst allt hérna stórfenglegt, fólkið svo skrítið en merkilegt og opið og öðruvísi. Reyndum okkar besta að hlæja ekki þótt hann gangi syngjandi um og hafi verið orðinn mjög móður af að halda í við okkur, við löbbum víst svo óskaplega hratt. Að vera raketturassgat er afleiðing þess að fara allra sinna ferða í tveimur jafnfljótum.....
Okkur til mikillar hamingju hittum við Lisu og Giancarlo a Irish og seinna Maurizio því vorum við ekki einar um að spjalla við manninn. Hann var mjög spenntur að sjá hversu mikið við drykkjum því rauðhærði var búin að promota okkar hæfileikum vel í þeim efnum. Ég veit ekki hvert hann ætlaði þegar ég fékk mér fjórða bjórinn, það fannst honum svakalegt en Mauri sagði honum að hann ætti nú eftir að sjá meira, við gætum drukkið alla undir borðið. Sjálfur náði hann að torga einum bjór og var þá alveg á blístri sem ekki batnaði þegar hann hallaði hausnum að veggnum og lokaði augunum. Við trúðum ekki eigin augum að maðurinn væri að lognast út af eftir einn bjór en hann fullyrti að hann væri bara að “dreyma” neitaði algjörlega að fara heim. Fyndið alveg þangað til hann fór að dást að raunverulega hárinu á mér...... svo fallega rautt og náttúrulegt sko. Svo heimtaði hann að fá að eiga seinustu smókana af sígarettunni minni. Ég hélt nú ekki, ég ætlaði mér bara að reykja mína sígarettu og reyndi að bjóða honum aðra. En nei nei, hann vildi bara MÍNA.
Jesús hvað þessi maður er undarlegur. Enduðum fjögur á Corto maltese; sigga ég og mauri og maðurinn ennþá á lífi eftir bjórinn sinn. Forðaði mér strax á dansgólfið þar sem ég þóttist örugg frá öllum skotum frá þessum skrítna og tók marga sveifluna þar. Spjallaði við strák sem var nokkuð myndarlegur og af einhverjum skrítnum ástæðum náði hann í blað og skrifaði fyrir mig heimilisfangið sitt á miðÍtalíu. Samt bjó hann í Bologna. Eitthvað fanst mér það tilgangslaust og spurði hann hvað ég ætti að gera við þetta og hann tjáði mér að ég gæti td. Sent honum póstkort...... Ég hló eitthvað að því og þá skrifaði hann líka símanúmerið sitt á snepilinn. Verst að ég týndi þessum miða, hefði verið frábærlega fyndið að senda honum póstkort, hann bjóst örugglega ekki við að ég myndi gera það. Þegar sigga og mauri slógust í hópinn hvarf skrítni maðurinn án þess að kveðja og mig grunar að hann hafi verið eitthvað örlítið ósáttur. Við létum það nú lítið á okkur fá og ætluðum að enda kvöldið á kúrekabúllunni í götunni okkar. Þar var alveg dautt svo við kíktum á hinn barinn sem er opinn fram eftir öllu, en viti menn!! Við stórt borð sátu allir starfsmenn og fastagestir kúrekabúllunnar á staffadjammi..... svo við spjölluðum nokkuð við barþjónana vini okkar....
Þegar við komum heim var skrítni maðurinn ekki kominn á fætur og klukkan samt að smella í sjö svo mauri og sigga mönuðu mig í að fara og vekja hann. Reiknuðum fastlega með að marco ljóshærði væri hjá kærustunni svo ég fór og bankaði uppá hjá þeim og tilkynnti að hann væri og seinn í vinnuna og yrði að drífa sig á fætur. Þvílík þjónusta maður, einkavekjari. Mér fannst ég ofsalega góð við hann en svo heyri ég marco þakka mér nokkuð biturri röddu fyrir almennileg heitin að vekja hann líka á þessum ókristilega tíma. Úúúúpppss. Hann var sem sagt heima og mjög ósáttur við framtak mitt, sem ekki skánaði þegar maðurinn stekkur framúr kveikir ljósið og fer að spjalla við hann. Án gríns þá talar hann meira en nokkur sem ég þekki, algjörlega non stop talar örugglega í svefni líka.
Í dag var svo bara svefn og pizza og Grande Fratello quattro öðru nafni stóri bróðir fjögur. Mjög spennandi sko. Sýndi húsmóðurtaktana og saumaði saman rifur á fötunum mínum og sigga rembist við að læra fyrir prófið á morgun. Föstudagskvöldið ætla ég svo að fagna því ærlega að hún sé búin í prófum he he he. Erum lika búnar að lofa að fara í mat til Frændans og nýja vinar míns Pepé um helgina og hitta giancarlo og tala bara ensku við hann á sunnudaginn. Líst frábærlega á það, hann á nefnilega bíl og þá getum við farið út úr bænum og út að borða á einhvern skemmtilegan stað og gera honum greiða að æfa enskuna hans. Góður díll það.
Sunnudagurinn sem ekki var þunnudagur. Óvenjulegt nema við séum veikar, í dag er aftur á móti lærudagur hjá siggu og hangidagur hjá mér. Mauri gerði grín að því að hún virtist alltaf þurfa að læra meira en ég, sem er satt þegar hennar próf eru fyrr en mín og ég get gert það sem ég er best í í heiminum....... fresta hlutum. Geri alltaf allt á seinustu stundu, kanski líkar mér vel við pressu eða kanski er ég ein af þeim sem þegar þeir eru undir pressu gera þeir ekkert. Einsog venjulega er engin matur til á heimilinu því okkur gengur illa að muna að allt sé í alvörunni lokað á sunnudögum.
Svo meðan sigrún lærir þá dunda ég mér í hinum nýskirða bertolini, rakst á gebbið mitt á msn áðan og komst þar með að því að tölvi minn hafi verið nefndur af þeim heima á undan mér. Svo bertolini biður að heilsa dabba kóng, óla grís, steingrími þegar hann er komin í gagnið, og auður þínum líka hvað heitir hann? Þeir félagar mætast stundum á öldum ljósvakans.... uhum netsins en þegar heim kemur munu þeir eflaust mætast á háskólasvæðinu og skiptast á slúðri um eigendurna sem nota þá í allt annað en að læra.
Sögustund dagsins; Föstudagurinn var hress, michela kom frá nágrannabænum Modena (þar sem hún býr með fjórum stelpum sem allar eiga kærasta og aldrei fara út á kvöldin) til að djamma með okkur. Svo virðist sem allar stelpur í bænum eigi kærasta annarstaðar og fyrir þá eru þær heima alltaf. Mér finnst það mjög absúrd, ég meina þú getur nú farið út og fengið þér öl og spjallað við annað fólk þótt þú eigir kærasta? Jæja, okkur var nefnilega boðið í partý hjá frænda hennar mariku frá Napolí. Hún er að vísu þar en ekki hér en við ætluðum nú samt að fara og skemmta okkur. Að venju dróst það að fara út framyfir miðnætti, var boðið um tíu en fanst við hæfi að vera fashionably late og sötra örlítið heima fyrst.... þegar sigrún svo hringir til að afsaka seinkunina þá fáum við að vita að löggan hafi mætt á svæðið og hennt öllum út. Við ákváðum að líta nú samt við og mættum þar múg og margmenni fyrir utan og þá tvo sem búa þarna frændann og hinn sem ég skýrði pepé. Þegar fjöldanum fækkaði fórum við aftur inn þar sem var opnaður bjórkútur (mini) og drykkjum dreift, frændinn skellti á house músík og michela dansaði uppá stól. Við sigga vorum nú spakar enda ekki okkar uppáhalds tónlistarstefna, alltaf bættust fleiri í þetta boð en eftir nokkra stund var michela komin með nóg af stólnum og heimtaði að kíkja í bæinn. Húsráðendur ákveða þá að koma með okkur og skilja bara partýið eftir í fullum gangi, ekki oflát af ábyrgiskennd þar á bæ. Kvöldið fór þó að mestu í göngur um götur bologna þar sem allt virtist vera að loka en enduðum þó á öðrum bar sem er opin lengi hérna í götunni okkar. Þar voru þá sigga, pepé, ég, michela og hr. Sikiley sem annars var mjög annt um að ég vissi að mafian heima hjá honum hefur gert marga góða hluti. Sko allavega fyrir þá sem væru í henni, kannski verra fyrir þá sem væru ekki í henni. Þetta fannst mér ekki sannfærandi rök. Hann reyndist líka vera einn af þeim sem finnst mjög rökrétt að ganga á línuna og reyna að komast uppí hjá hverjum sem vill taka við honum. Komst þó ekki í neitt bæli sem ég þekki.
Laugardagurinn var þreyttur og móralskur af ýmsum ástæðum, en mér til hamingju þá bankaði marco ljóshærði uppá og spurði hvort hann mætti elda fyrir okkur. Að sjálfsögðu sáum við því ekkert til fyrirstöðu og þökkuðum kærlega. Eða þannig, vinur hans var að koma í mat og hann bauð okkur að vera með þeim. Þeir elduðu þetta fína kúskús með grænmeti og brauð í ofni og vín með alveg hin glæsilegasta máltíð. Eftir spjall og sötr langaði öllum að glápa á video svo þeir fóru og leigðu handa okkur spólu. Mikið fannst mér þetta góð þjónusta enda of þreytt til að nenna neinu og alveg á fullu við að stinga hausnum í sandinn og reyna að gleyma því að ég væri til. Það gekk bara mjög vel í gær þar sem heilasellurnar voru hálfsofandi allan daginn. Í dag aftur á móti hlíða þær illa og krefjast þess af mér að hugsa sem mér er stundum meinilla við. Stundum koma augnablik þar sem frábært væri ef fleiri en herbergisfélaginn skyldi þennan skrítna hugsunarhátt sem einkennir stundum íslendinga. Eða börn.
|