Jahá, kæru vinir einsog ég hef áður sagt getur minnið verið gloppótt eftir æsilegt djamm. En nánast alltaf er ég með mörgum vinkonum/vinum mínum sem ég hitti síðan eftir á og eftir að við höfum talað um allt sem gerðist þá eiginlega byggjum við upp myndina af hvað gerðist, þar sem fólk man mismunandi hluti. Og oftast man maður þá, hlutina þegar maður er minntur á þá.
Maður hefur ekki þetta áminningarkerfi þegar maður endar einn á djamminu og er þar af leiðandi ekki alveg viss í hvaða röð atburðirnir gerðust já eða bara hvað gerðist.... Ég verð að éta aðeins ofan í mig af fyrri frásögum af dauðadjamminu á föstudaginn, þar sem ég sat í gærkvöldi og spjallaði við gerði hringir nebla síminn minn- ókunnugt númer.... og reynist vera fyrrumræddur frakki. Ég hálf fraus svona þar sem ég minntist þess ekki að hafa gefið honum símanúmerið mitt, en ákvað nú að vera bara almennileg. Já hann var svona hálf feiminn, og gerði sitt besta til að tala íslensku, og spurði hvort ég myndi eftir honum og ég hélt það nú, en svo sagðist hann bara hafa viljað athuga hvort ég ætlaði ekki örugglega að koma á morgun (ss.mánudag) Þá missti ég nú andlitið, ha? Og hann varð enn vandræðalegri, já við ætluðum að hittast á kaffibrennslunni kl hálf fjögur á mánudaginn. Það tók mig góðan tima í umhugsun þegar mig rámaði skyndilega í það að þegar ég var að tala við hann á íslensku var hann að segja að það væri svo erfitt að kynnast íslendingum, þeir væru náttla á heimasvæði og þyrftu ekki á útlendingum að halda... þannig séð. Og mætti sjaldan vera að því að kynnast fólki, svo hann fengi í raun litla æfingu í að tala íslensku þar sem nánast allir sem hann umgengist væru útlendingar líka. Þetta var alveg í stíl við margt sem ég hef talað um við stelpurnar, sérstaklega með tilliti til þess að ég er að fara sjálf sem erasmus nemandi í annað land og geri mér nú vonir um að kynnast ítölum, allavega í bland. Svo ég sagði bara já já já auðvitað skal ég hitta þig og spjalla við þig á íslensku. Svona intercambio fílingur, væri náttla best ef hann talaði ítölsku en ekki frönsku, en hvað um það.
Hann var ennþá aumingjalegur og sagði að ég þyrfti ekkert að koma ef ég vildi það ekki, hann vildi bara vita það því það væri svo leiðinlegt að sitja og bíða eftir einhverjum sem ekki kemur. Ég vorkenndi aumingja manninum, og sagðist auðvitað mundi koma. Hálf kveið því samt þar sem hann gæti verið allt frá leiðinlegum uppí snarbilaður. Í besta lagi skrítinn. En ég skemmti mér bara mjög vel, hann virkilega klár, kom reyndar í ljós að hann er að stefna á mastergráðu í heimspeki, var meira segja aðstoðarkennari í frakklandi... og hefur rosalega mikinn áhuga á tungumálum- væntanlega þar sem hann nennir að leggja það á sig að læra okkar ástkæra ylhýra, reyndar líka td dönsku og þýsku ásamt rómönskum málum. Svo við áttum margt sameiginlegt sem við gátum talað um lengi lengi. Svo þetta var alveg þess virði. Já nei, ég hef ekki áhuga á honum sem neitt meira en vini- fyrir þá sem eru strax komin í þann hugsunarhátt. Og ég verð víst að hafa manolo hennar sigrúnar sem víti til varnaðar. En þó alls ekki, þar sem ég held að þessi hugsi allt öðruvísi. Ef það er ekki áhugi fyrir hendi þá nær það ekki lengra, það sé í raun niðurlægjandi að reyna meira eftir það.
Ég á örugglega eftir að hitta hann eitthvað meira, hann hefur fullt að segja frá og er bara skemmtilegur. Fyrir utan að hann veit mjög margt sem mig vantar að vita um heimspeki. Svo gerður mín getur jafvel farið að plana frakkapartýið mikla.
Fyrsta sem henni datt í hug þegar ég var búin að tala við hann þarna fyrst, var hvað það væri gaman að halda partý með svona "frakka" þema sko.
Við gætum verið með frönsk vín og osta, allir klætt sig í röndótta boli og grafið upp svarta alpahúfu og auðvitað haft "ekta" frakka á staðnum!!! Mikið fyndið. En þó efast ég um að hann hefði húmor fyrir því, þó það væri óborganlegt að sjá svipinn á honum.......
Það er líka gaman að fá svona utan að "gagnrýni" á okkur. Þá meina ég íslendinga í heild. Það er nú oft sömu hlutirnir sem fólk sem dvelur hérna nefnir en stundum eitthvað alveg óvænt.
Jæja þá er "aukadagurinn" minn upprunnin, verst að þurfa að eyða honum alfarið í pizzuafgreiðslu. Líkaminn á mér er í svakalegum mótmælaaðgerðum eftir þetta fyllerí, er bara illt allstaðar Er einsog stór marblettur. Eina góða við kvöldið er að ég eyddi ekki krónu! Held samt að ég hefi týnt húfunni minni- sem mun þá vera í svona hundaðasta og tíunda skipti sem ég geri það! Læra ég aldrei af reynslunni? Venjulegt fólk gerir hlutina einu sinni og hugsar svo nei þetta virkar greinilega ekki. Nema ég, sé ekki svona orsök og afleiðingu í réttu ljósi. -Ef ég er drukkin þá týni ég hlutum..... lausn : ekki fara með húfur,trefla og aukapeysur á djammi. Ég er bara svo mikil kuldaskræfa að mér finnst bölvaður óþarfi að standa og drepast úr kulda þó maður sé í röð eða bíða eftir leigara eða eitthvað. Hvað um það.
´Fyndið, í sambandi við þennan franska strák þarna, tilviljanir eru soldið undarlegar. Ég meina þetta er lítið land og allt það, en mér finnst alltaf að maður rekst mikið á þá sem maður vill helst sleppa við að hitta. Og rekst aldrei á þá sem mann langar til að rekast á. Það eru engar svona skemmtilegar og skondnar tilviljanir einsog í bíómyndum. Úps ég bý í miljón manna borg- samt rekst ég alltaf á hann þarna og þarna....bleh. Ég var reyndar að muna eftir öðrum stað sem ég hef séð þennan franska, þegar ég og gerður
tókum okkur til og skráðum okkur á einkamál.is undir flokkinn skyndikynni og kölluðum okkur EROTIC DANSER. Það vakti þvílíka lukku, við fengum bara endalaust af bréfum. En verst að þeir misskildu þetta soldið, héldu að við værum þessi erotic danser sem væri æstur í að koma og hitta þá, en sannleikurinn var að okkur vantaði karl strippara. Við gerðum alveg víðtæka leit á höfuðborgarsvæðinu og höfðum ekkert upp úr því. Planið var nebla að gefa henni target="_blank">auði
karlmann í afmælisgjöf. Jæja allavega en þegar við vorum að fletta í gegnum gaurana sem voru skráðir undir skyndikynni og meta hver okkur fyndist koma til greina sá ég einmitt líka þennan ákveðna franska mann. Hann hefur greinilega í huga að taka það með trompi að búa á íslandi og reyna að veiða með öllum tiltækum ráðum. Gott að ég lét mig hverfa.
Það er nú aldeilis ágætt að langa ekki í neinn, eða allavega góð tilbreyting.... Mánuður í próf, tveir í köben og hróarskeldu!!! Verð að vera dugleg, ætti kanski að standa fyrir framan spegil og þylja svona hluti -þú getur þetta- koma svo- læra með krafti- hep hep
Þetta er allt að koma og ég veit að það reddast einsog venjulega. Nenni ekki að hugsa of mikið um það eða neitt annað ef út í það er farið. Mikið er ég heppin að þurfa ekki heila til að vinna vinnuna mína, fer bara og set á brosið og -get ég aðstoðað-hvað má bjóða ykkur- eitthvað fleira- röddina og er safe. Ojjj en jæja, það er þó sunnudagur í dag sem þýðir að við megum fá ís!!! Skemmtilegar reglur alltaf. Bæjóspæjó
Ógeð viðbjóður og óþverri eru orðin sem er mér efst í huga í dag. Og vantrú að eftir allt mitt nöldur og skoðanir að fyllerí sé ekki málið, er ég samt eitt mesta þunnildi sem hefur sést í dag. Alveg bara með timburmönnum og múkkahætti og öllu tilheyrandi. Já já, það var nebla pizzahut djamm í gær, bjór í boði einsog hver gat í sig látið og svo voru strákarnir hörkuduglegir við að koma í okkur tequila og southen comfort. Pauna og daudi, þó skemmti ég mér mjög vel þarna, fyndið að vera fullur í vinnunni, rúlla um salinn en ekki bera fram mat he he. Ég var ekki á því að fara í bæinn í byrjun, en dagný lagði hart að mér að koma með sér svo mín bara skellti í sig öðru staupi og tók sér bjór í nesti, ekki til í dæminu að ég viti mín takmörk ég bara hætti aldrei, eða ekki fyrr en áfengið er búið eða kortið lokað helvítis. En svo um þrjú þegar komið var að því að fara langaði dagný bara heim að lúlla, en einsog venjulega var ekki með í dæminu að ég færi bara heim að sofa!! Nei takk fyrir, bára var sko komin í bleyti og majónesan orðin gul en ég get ekki hætt svo ég fór í bæinn með pari, janus og olga sem er að vinna með mer og hjalta. Tókum smá hring, ég var á sneplunum og ráfaði um sólón því ég var ekki á þvi að dansa, þetta er visst stig af áfengi sem maður hefur ekki neina samhæfingu.... Já guð, ég var búin að gleyma, það er franskur gaur sem er í háskólanum að læra íslensku, og hann vatt sér að mér einhverntíma um daginn og fanst svo ofsalega skrítið að hann rækist alltaf á mig hvert sem hann fór, og það er reyndar satt......rekst á hann í bænum, á kaffistofunni, í tölvuverinu, á maustónleikum á grand rokk og bókasafninu en ég hef samt aldrei talað neitt við hann. Hann var í einhverri mikilli sveiflu á gólfinu á sólón, og mig rámar í að hafa átt einhverjar samræður við hann. Neitaði að tala við hann ensku, talaði bara íslensku sagði að það væri bara gott fyrir hann að æfa sig. Það er spurning hvort skilningurinn sé mikill svona á fylleríi í miklum hávaða.... en svo stakk ég hann af enda hef ég engann húmor fyrir frönskum viðreynslubröndurum. Jæja auðvitað týndi ég fólkinu sem ég var með, og enda þá alein og peningalaus þar sem helv. eurocardið mitt er lokað. Hvað á maður að gera í svona aðstæðum? Leggjast til svefns á bekk, hringja í mömmu eða ....fá að gista einhversstaðar og taka strætó um morguninn, á auðvitað græna kortið. Svo ég tók hana auði mér til fyrirmyndar, fór að vísu ekki inn á karlaklósettið í leit að gistingu, en spurði strák sem ég var að tala við hvar hann byggi nú, hann bjó í vesturbænum rétt bókhlöðunni. Já það henntaði ágætlega, hvort ég mætti ekki bara gista hjá honum. Hann hélt það nú, sennilega ekki á hverjum degi sem stelpa biður kurteislega um að fá að koma með honum heim. Jæja hann var allavega hinn ágætasti herramaður, sýndi mér húsið og bauð mér uppá hvítvínsglas... Það fannst mér fyndið, en ég náði nú ekki að drekka það áður en ég lognaðist út af á svefnsófanum. Já og vaknaði svo og upplifði einhverja verstu þynnku sem ég hef vitað í marga marga mánuði. Fanst lítið gaman að koma mér heim í strætó, hitti gerði hún skrapp í mat og við fórum að borða. Ja eða ég fór að pota í subway, og hún gerði grín að glæru marglittunni sem sat á móti henni meðan hún gæddi sér á einum tólf tommu. Viðbjóðslegar minningar um ofur sólbjartan dag sem gerði ekkert fyrir hausverkinn né flökurleikann í strætisferð dauðans heim. Já það er nokkuð ljóst að ég held mig við djammpásuna á komandi vikum. Fyndið samt að ég er svo "vön" að vera þunn á sunnudögum, að mér finnst einsog ég hafi grætt dag, hey það er nebla bara laugardagur!! Ætla fara og njóta félagsskaps góðs fólks hjá henni ásu minni og tek undir orð frá henni erlu ÁFENGI ER BÖL!!!!
Halló halló ég þarf að fá neyðaraðstoð!!! Ég er að komast að því að meira er minna í sambandi við fikt í tölvum. Hún er bara orðin móðguð og gerir allan fjandan sem ég bað ekkert um, hvað á það að þýða? Gnístan tanna!!!
Jæja, aldrei hefði ég trúað því að ég myndi detta svona mikið inn í þetta. Gæti jafnvel týnt vikum í þessu. Þetta er sniðugt, en hvað er málið með það að vera andvaka yfir því að enginn getur sagt mér hvað er að, orðin svo desparate að það er stutt í að ég bara gangi í stofur í tölvunarfræðibyggingum í háskólanum og reyni að brydda upp á samræðum..... Nei, ég verð að hemja mig.
Mamma elskan stökk á mig í nótt þar sem ég var auðvitað við skjáinn eftir að hafa fengist á kaffihús með gebbu og siggu skokk. Hún hafði nebla fengið svo frábæran viskumola á kóræfingunni..... Og hafði alveg verið með fiðring i maganum að segja mér frá þvi, því henni fannst þetta svo umhugsunarvert og mikið til í þessu: Maður verður ekki leiður á því sem maður er að gera..... heldur því sem maður kemur ekki í verk!!!!
Þegar eitthvað hangir yfir manni í lengri tíma, þá kvíðir maður því og verður ofboðslega leiður á því. Svo lengi sem það er eitthvað sem er leiðinlegt og erfitt. Og það hlýtur að vera smá svoleiðis, því maður drífur alltaf í að gera skemmtilegu hlutina.... ;) Já mér fanst þetta nokkuð skemmtilegur moli.
Já, verð að viðurkenna að ég komst ekki í skólann í dag sökum uhummm anna.... Jú jú það er mikil pressa að koma síðu af stað....Je dúdda fyrir alla þessa fimm eða eitthvað sem skoða hana .... En ég er svo kaldhjörtuð að ég hef ekkert samviskubit. Og til að fullkomna daginn ætla ég að skella mér á kaffihús með henni gerði minni sem samkvæmt nýjustu fregnum er nánast skyggn og einmitt sérlega hæfileikarík í listum, þar ber já hæst að nefna söng og dans!!! Kanski ég láti hana spá í bolla eða lófa á kaffihúsinu.... Þetta finnst mér spennandi, en ég er ekki eins æst fyrir skoðun spámannsins að hún hennt sérlega vel til "stjórnunarstarfa" Það er aldrei að vita nema það stígi henni til höfuðs og hún vilji fara að sína vald sitt á okkur!!! Tja eða ekki. En hver veit nema að það verði hún sem fer í listaháskóla og ég sest á viðskiptafræðibekk, get svo verið bókhaldari í hlutastarfi, minn æðsti draumur eins og flestir vita. Einn stærsti skandall á mínum skólaferli -sem hefur nú gengið nokkuð klakklaust fyrir sig þannig séð- er eflaust þegar ég féll á jólaprófunum í versló árið 1997 í bæði hagfræði og bókfærslu. Það er nú ekki svo athugavert þar sem þetta eru drepleiðinleg fög, en málið er að hann pabbi er hagfræðingur að mennt. Hefur unnið við það flest sín fullorðinsár og í þokkabót kenndi hann bókfærslu í menntaskóla á sauðarkróki þegar við bjuggum þar. Það þótti ekki við hæfi að dóttir hans skítfélli í þessum fögum. Enda var ég tekin á beinið og náði alveg bara 7 um vorið, en ákvað þó samt að flýja þessa stefnu og fór í FB á myndlistarbrautina í staðinn.
Jæja, gebba lemur mig í hausinn með hælaskónum ef ég sit enn við skjáinn og ekki tilbúin þegar hún kemur á kagganum að ferja mig á kaffihús. Ciao Ciao
Nei hættiði nú allir heilagir!!!! Hvað á það að þýða að haga sér svona við mig? Ég er að verða gegnsýrð, má ekki vera að því að fara í skólann, má ekki vera að því að klæða mig. Er nú búin að finna útúr öllu mögulegu tölvudóti. Hver þarf líf þegar hann getur gleymt klukkutímunum saman fyrir framan skjá. Æði gæði. Bara ef þú kemur i lag!! Vertu nú góð síða og hagaðu þér einsog ég vil!!
Til hamingju ég með alla nýju fítusuna á þessari gæðasíðu. Ja allavega upprennandi gæðasíðu. Verð að þakka henni gebbu minni fyrir
að taka mig í smá hraðakennslu á html form. En eftir að ég sá hvernig þetta virkar allt saman er ég óstöðvandi!!! Hef nú áhyggjur af framtíðar lærdómi því ég má ekkert vera að því þegar ég get leikið mér við þetta allt saman!!! Hvaða hvaða þetta er uber gaman!! Veriði nú skemmtilegar og sýnið smá lit...
Ljón 25.Mars
Dagurinn er kjörinn til að leggja stund
á lögfræði, heimspeki, trúmál og frumspeki.
Þú vilt víkka sjóndeildarhringinn.
Svo hljóðaði stjörnuspáin mín í dag. Mér fannst það einkar fyndið þar sem ég var að úða í mig skyri alveg að missa af strætó á leið í heimspekitíma. Já segiði svo að stjörnurnar hafi ekki eitthvað til síns máls. Auðvitað missti ég af strætó, þeir eru nefnilega með samsæri gegn mér neita að koma á uppgefnum tíma. Svo ég náði bara hálfum tíma. En mér finnst Kant hvort eð er leiðinlegur. Bara nafnið The grounding of metafisics in morals eða hvað hún nú heitir bókin sem ég er ekki búin að lesa, drepur allan áhuga. Já já, lufsudagur mætti svo bókarlaus og allslaus í ítölskutíma og reyndi mitt besta til að vera ósýnileg svo ég þyrfti ekki að halda tölu um uppákomur í æsku minni til að æfa helv. imperfetto þátíð. Hvað er nú málið með það að hafa miljón þátíðir og fortíðir. En hápunktur dagsins enn sem komið er var þó á kaffi vín, þar sem ég hef alið mannin meira en heilbrigðri manneskju sæmir. Þögning á bókasafninu fer nebla í taugarnar á mér, fæ oft svona tilfinningu meika ekki að opna töskuna því það er svo mikill hávaði. Og eftir smá stund fæ ég alveg ótrúlega þörf til að standa upp og syngja eða eitthvað. Bara fara uppá borð og drepa þessa þrúgandi þögn. Hvað um það þá er hann atli búinn að yfirgefa mig enn einu sinni.
Já það er staðreynd að euroið mitt er lokað sem þýðir að ég er enn einu sinni búin að eyða langt um efni fram. Tek undir allar mínar vinkonur. Peningar eru bara ekki hrifnir af mér, meira segja þegar ég er ekki búin að djamma í mánuð hef ég samt eytt öllu og miklu meira til. En ég var svo einstaklega heppin að gebba kom í heimsókn og lánaði mér af góðmennsku sinni fyrir súpu. Sorglegt mál allt saman. En ég þoldi ekki lengi við að læra þarna, þar sem þrjár skutlur mættu á svæðið og settust á næsta borð og áttu langar og háværar samræður um brjóst og hælaskó og sannleikan og kontór. En þær voru á því að kontór og kontór væri miklu skemmtilegra því sannleikurinn væri ömurlegur. Sem er í raun mjög lýsandi fyrir suma sem velta bara um í froðuheimi og hafa aldrei staldrað við og pælt í neinu, to djam or not to djam that is the question. Ég verð að viðurkenna að mér fannst ekki mikið til þeirra koma, en verstur af öllu var þó hýenuhlátur dauðans í einni þeirra. Það var bara einsog eitthvað dýr væri í dauðateygjunum, ég hrökk við í hvert skipti.
Auðvitað hef ég ekki minnsta rétt til að láta eins og ég sé eitthvað betri en þær, bara því mér finnst ég sjá hinn rétta heim.... blalbalbla heimur kaldhæðninnar he he he En einsog hún gebba komst svo snilldarlega að orði um daginn þá er ekki auðvelt að snúa til baka þegar maður er farin að sjá hlutina öðruvísi. Froðan sem eitt sinn var meira en nóg er skyndilega bara óþolandi og asnaleg. En kanski er miklu auðveldara að fljóta bara í gegnum lífið á einhverju skýji og spá aldrei í sjálfum sér eða öðrum. En voðalega held ég að það sé þunnur þrettándi. En þessi þröngsýni fer alveg í mínar fínustu taugar.
Mér finnst við oft vera svo blind á heiminn, líka við sem teljum okkur voðalega "víðsýn". Það er svo margt sem maður gerir sér enga grein fyrir og mér finnst ég oft vera svo óendanlega og ófyrirgefanlega fávís. Dæmi um það er að flautukennarinn minn til TÍU ára er búlgörsk. Alger snilldartónlistarmaður og hámenntuð um allan heim. Og líka bara yndisleg manneskja sem hefur haft mikil áhrif á mig. Já, ég veit nánast ekkert um landið hennar, eða bara hvað hefur gengið á í mörgum þessum austurevrópu löndum. Þetta var ekki á námskránni og guð forði okkur frá því að leyta okkur upplýsinga SJÁLF. Aldrei hef ég spurt hana neitt um landið, það er bara sjálfsagt að hún sé hér en ekki þar. Svo á ég þessa voða fínu tösku sem elli minn keypti í vín eða einhverstaðar, græn með eldrauðri stjörnu á. Mjög flott. Eitt sinn var ég með hana í tíma, og hún alveg fórnaði höndum og sagðist aldrei vilja sjá þetta aftur. Hvernig ég gæti verið með þessa tösku. Heyrðu mig litla ég var nú aldrei búin að spá í því að hún gekk um með merki rússneska rauða hersinsum allar trissur. En Ilka mín alveg krossaði sig og sagði mér allavega að fara aldrei með þessa tösku til austurevrópu. Ég hef séð marga í bolum með þessari fínu stjörnu og efast stórlega að allir geri sér grein fyrir, fyrir hvað þetta stendur. Svo ég tali nú ekki um allan þenna hermannafatnað sem er í tísku núna. Bolir með myndum af Che Geuvara (kann ekki einu sinni að skrifa nafnið!!) sem krakkarnir vita ekki hver er né hvað hann stendur fyrir. Það eru nú eflaust margir sem vita heilmikið um þetta en þó enn fleiri sem vita ekkert. Meira segja þótt ég viti hvað rauði herinn er, þá veit ég ekkert hvaða áhrif þetta hefur haft á þessi lönd og fólk frá þeim. Merkilegt nokk.
Fávísi er böl. Fyndið samt að því meira sem maður veit, því minna finnst manni maður vita. Gerir sér alltaf betur og betur grein fyrir því hvað maður veit ekkert og skilur ekkert. Jú jú dramatískt að skynja smæð sína í sambandi við heiminn. hehehehe
Ég hef reyndar oft notað þetta til að afsaka sjálfa mig fyrir sjálfri mér.... Hvaða andskotans máli skiptir það í hinu stóra samhengi við heiminn hvort ég mæti í þennan helv. stærðfræðitíma. Nei best að ég sofi bara áfram. Það verður nú að viðurkennast að rökhugsun mín er af skornum skammti þegar kemur að svefni, eða skorti á svefni. Kanski er rökhugsun mín af skornum skammti alltaf, að minnsta kosti þegar kemur að því að meta sjálfa mig.
En hvernig á maður líka að geta metið sjálfan sig hlutlaust. Það er bara ekki hægt, stundum hef ég hugsað að það væri gaman að sjá sig einsog aðrir sjá þig. Gvuð, nei það hlýtur að vera agalegt. Alveg mundi maður flosna upp af því að sjá hvernig fólk hefði misskilið þig gegnum allt þitt líf. Einsog að heyra sína eigin rödd á segulbandi, ojjjj maður fær alveg lost- hver er þessi manneskja !!! Allavega ekki sú rödd sem ég kannast við. Eða þá bara sjá sig á video, sem var einmitt verkefni í svona tjáningaráfanga sem fólk varð að taka í FB. Mar átti að halda smá ræðu fyrir framan bekkinn og upptökuvél og horfa síðan á það saman og kennarinn gagnrýndi. Vá hvað mín kveið fyrir þessu . Sjálfstraustið ekki uppá marga fiska, varla rækja hvað þá meira. En svo man ég að kennarinn sagði: merkilegt að sjá hvað þú ert róleg og yfirveguð. Greinilega mjög örugg að tala fyrir framan fólk. Ég vissi nú ekki hvað ég átti að halda. Er það sama manneskjan sem heyrði varla í sér fyrir drynjandi hjartslætti og sveittum lófum. Andstutt og taugaveikluð fannst mér ég tala allt of hratt og ruglingslega. Og hún sagði að ég væri svo róleg!! Held þetta komi af öllum þeim tónleikum sem ég hef þurft að spila á, það þýðir nú lítið að koma á svið og skjálfa á beinunum og nánast biðjast fyrirgefningar á að vera til. Svo ég er nokkuð góð í að anda ofan í maga og halda kúlinu. Já svo sagði hún að ég væri þó dáldið í mínum eigin heimi og næði ekki nógu góðu sambandi við áheyrendur. Þetta er kanski lýsandi fyrir mig í lífinu í heild. Týnist í mínum eigin heimi, og er svo kanski skjálfandi á beinunum og leið og lítil í mér, en fólk heldur að ég sé ísmoli og sterk einsog fíll því ég held svo vel andlitinu sama hvað gengur á.
Merkilegt allt saman. Kanski er ég bara meira misskilin en ása nokkurn tíman..... Já, samt er það líka satt að mér tekst oft að halda stóískri ró þegar kemur að rugli með áralangri þjálfun. Þegar maður er alltaf að koma sér í súrrealískar aðstæður og sérlega einkennileg samskiptaform, þá þýðir ekkert annað en að taka þessu öllu með ró..... Ég meina, eftir allt þetta þá þarf bara ansi taugatrekkjandi hluti til að koma mér úr jafnvægi.
Og ég bíst við að þó ég sé þessi snarbilaða tilfinningavera einn dag í viku, þá skiptir það mig líka máli að vera með fót á jörðinni og halda jafnvægi. Þrátt fyrir allar taugar mínar í að vera í lausu lofti og helst aldrei vita hvar ég stend þá fer það líka illa með mann til lengri tíma litið. Þetta endurspeglar líka uppeldið manns, ég er vön því að maður á ekkert að vera að flagga sínum tilfinningum of mikið, svo ég þoli það ekki og vil hafa þær á yfirborðinu. En uppeldisáhrifin eru frekar þau að ég krem öllu niður í kistu og þegar það fer að flæða út þá tek ég langan tíma í að raða brotunum saman og skilgreina þau til dauða. Sem sagt er þar núna, svo fæ ég leið á því og byrja aftur að safna veseni í kistuna. Spurning er svo hvort ekki sé auðveldara að takast á við hlutina um leið og þeir gerast......
Er alveg að fá ógeð á orðum í dag. Af hverju má maður ekki bara finna og vera. Viðbjóður að skilgreina list og tónlist svona í eindir einsog ég þarf að gera í þessari ritgerð. Hata öll þessi fræðiorð, milli þess sem ég tala endalaust. Getur maður gert sjálfan sig geðveikan á ofurskilgreiningu?
Athyglisverður þessi blessaði heimur. Þetta er nefnilega allt spurning um viðhorf til lífsins.
Viðhorf til sjálfrar sín og viðhorf til allra hinna. Já horfa vel, eða viðhorfa þá vel. Eða eitthvað.
Þeir sem þekkja mömmu smá vita að hún gerir soldið af því að koma með viskupunkta til mín, held þetta sé svona seinasta séns uppeldisráð. En það er auðvitað ekki hægt að kenna gömlum hundi að sitja. Já eða þá gamalli tík þessþáheldur. En vinir mínir kannast nú allir við "gera eitthvað gáfulegt" kommentið sem er eitthvað það mest pirrandi í heimi þear mann langar bara að sitja já eða liggja og gera ekkert, síst af öllu eitthvað gáfulegt.
Mamma er mjög dugleg við að demba því á mig svona í þynnku eða eitthvað. Það lang versta er að þetta er á margra ára tímabili búið að fylla mig samviskubiti, ég líður actually illa ef ég geri ekkert af viti í langan tíma, og get alveg rifið mig niður ef letin nær hámarki. Tek þetta líka út á hinum sem hanga, skamma þá smá til að fá útrás fyrir eigin nagaða sálartetur. Alveg með ólíkindum. Maður getur fengið smá áfall þegar maður sér það sem manni finnst pirrandi við foreldra sína, eða einhverja aðra, koma út hjá manni sjálfum án þess að maður fái neitt við ráðið!!!
En samt eru nú mörg ráð frá mömmu sem er heilmikið vit í. Hún til dæmis hefur talað mikið um viðhorf og val. Maður hafi alltaf val, þetta vissi ég löngu áður en ég fór að lesa tilvistarspeki sartre og beauvoir í fyrra.... he he Jú jú maðurinn er dæmdur til að vera til, ekki völdum við heiminn en við verðum að vera í honum og verðum að velja hvað við gerum við líf okkar í honum. Jafnvel þótt við veljum að gera hreint ekki neitt, þá er það samt val. Annars er þetta ekkert sem sartre fann upp á eigin spýtur, aristóteles talar um þetta löngu fyrir krist. En þó segir sartre að maðurinn beri fulla ábyrgð á sér sjálfur og sínum gjörðum. Enda fyllumst við öll angist við að finna fyrir þessari ábyrgð þegar kemur að því að velja. Og við höfum ekkert viðmið, hver á að segja hvað er rétt og rangt, í raun er ekki hægt að dæma um það fyrr en löngu síðar. Þess vegna finnst mér lífið vera einsog skissa eða uppkast, við gerum bara eitthvað og vonum að það virki. En samt ekki, því uppkast er þá skissa að einhverju fullkláruðu verki en lífið er bara það sem það er. Tek það fram að þetta eru ekki pælingar beint frá mér heldur uppúr einni uppáhaldsbókinni minni Óbærilegur léttleiki tilverunnar. Get lesið hana aftur og aftur og fæ aldrei leið á henni. Milan Kundera er bara snillingur. Fór á bókasafn um daginn og tók allar bækur sem ég fann eftir hann, og þær eru allar snilld. Já já, ég og bókasöfn erum nánir vinir þessa dagana, er með svona þrjátíu bækur heima. Helmingurinn er fyrir ritgerðardæmið mitt, það vex og vex og ég er alltaf að finna eitthvað nýtt sem ég ætla að fjalla um. Held það endi með að ég skrifi bók um þetta en ekki 9 bls. ritgerð. En svo er það hinn helmingurinn sem er stöðugt að trufla mig í lærdómnum því það er svo gaman að lesa eitthvað sem maður þarf ekki að lesa.......
Hvað varð um lestrar klúbbinn góða sem við stelpurnar ætluðum að stofna til að sporna við endalausum umræðum um áfengi...... hann gufar upp því það er svo gaman að innbyrða áfengi og vera vitlaus. Ja, að vísu held ég að fleiri en ég séu komnir með upp í kok af þeirri rútínu, enda fátt nýtt sem gerist a þeim slóðum. Aumingja gebbið missti hæl í þriðja skiptið, hvernig er það hægt. Ása varð full þegar hún ætlaði ekki að verða það, slíkt hefur gerst áður..... hver segir nei við bjór þegar hann er góður. Aumingja erla er elt af giftum mönnum....ja eða á hinn vegin eða bara sameiginlegt átak. Lögmálið um endurkomuna miklu á hvergi betur við en á blessuðu fylleríinu. Enda er maður alveg orðin ringlaður eftir margra ára djamm, guð er einhver segir mannstu þarna á sólon um daginn gæti það verið fyrir ári eða mánuði maður hefur ekki séns í að staðsetja það betur í minninu. Já og mér finnst fátt eins neyðarlegt að hitta fólk sem ég veit alveg hver er og jafnvel að ég hitti það á fylleríi en hef ekki grænan guðmund um hvað ég sagði.
Til dæmis er einn strákur hér í háskólanum sem ég átti eitthvað saman að snælda við löngu fyrir jól, en það var ekki merkilegra en svo að ég mundi ekki hvað hann hét. Já já, svo var ég alltaf að rekast á hann í skólanum og sagði ekki hæ. Einsog smákrakki. Jæja rakst svo á hann á djamminu og hann hélt tölu um eitthvað, veit ekki hvað og svo rámar mig í að ég talaði mikið veit heldur ekki um hvað. Svona uppákomur vill ég forðast eins og heitan eldinn. Tala nú ekki um að lenda á heitu trúnói með einhverjum vini sínum, þar sem tilfinningum er hellt já jafnvel tárum og svo man fólk ekki hvað málið var. Yfirborðssamskipti einsog þau gerast best.
Já þetta er líka partur af því að minns er í áfengispásu. Kominn tími til að segja það sem maður meinar og meina það sem maður segir. Hvað þá gerir. Hundleið á fólki sem gerir bara eitthvað og meinar aldrei baun eða segir allt sem það meinar ekki og gerir ekki það sem það meinar. Vá komin í hringaflækju og vitleysu. Ég er samt ekki að saka alla um að vera falskir eða illa innrættir, það er bara þannig að maður gerir venjulega það sem henntar þá og þegar, já eða gerir það sem manni datt í hug. Meira segja meinar það sem maður gerir þá, þótt maður geri það ekki að endurskoðuðu máli mörgum vikum síðar. Hvað er svo meira virði það sem maður hugsar eða það sem maður segir? Eða frekar það sem maður gerir svo við hugsanir og orð?
Mér hefur fundist orð vera frekar lítils virði eftir allt saman, því það er eitthvað sem flæðir útúr fólki og í raun bara eitthvað sem henntar þá og þegar eða vanhugsað flæði. Ég treysti þeim ekki, en reyndar er ég mótsögn við sjálfa mig því ég treysti heldur ekki gjörðum því ég trúi að fólk geti fundist eitthvað en ekki framkvæmt af öðrum ástæðum. Er ég farin að bulla? Ég allavega á það til að vera dáldið mikið inni í hausnum á sjálfri mér..... hmmm skr´tið, já en það er oft margt að gerast þar sem fólk í kringum mig veit ekkert af. En er það eitthvað minna satt, eða minna verulegt en ef ég hefði básúnað því um allar trissur.
Er maður skildugur til að tilkynna öllum allt sem er í gangi til að fá það viðurkennt sem sannleika. Og þegar ég segi þetta þá kannast ég við, að ef ég vil að fólk trúi mér þá passa ég mig á að segja það upphátt við mörg tilefni til að passa að viðkomandi hugsi eftir á já hún sagði það nú þarna. Því ef ég segði eftir á, en ég hugsaði það þarna líka trúir manni enginn. Og aftur er ég mótsögn við sjálfa mig þegar ég segi að maður getur ekki vitað nema það sem maður upplifir af fólki, það er að segja maður veit ekki nema það sem viðkomandi vill sýna manni. Það er ritskoðaða hlið á tilfinningum fólks. Svona í flestum tilfellum. Svo eru margir sem dunda sér við það að sálgreina aðra og spá og spekúlera út á hvað þetta gangi allt saman. Það er svosem í góðu lagi, ég geri það alveg sjálf, bara meðan fólk gerir sér grein fyrir að það sem þvi dettur í hug er ekki endilega sannleikurinn um fólk. Og er ekki að básúna sínum túlkunum á öðrum út um allt einsog það sé hin eina rétta hlið á málinu.
Nú er fólk bara hvað í andsk. er hún að tala um. Og vill endilega setja þessa ræðu mína í beint samhengi við eitthvað ákveðið, en það er það ekkert þetta er bara ein af mínum almennu pælingum um hringavitleysuna sem samskipti fólks er. Vitleysa sem ég get ekki verið án, því ég þrífst oft á samveru. En stundum langar mig að klippa mig út úr samhengi við fólk því þessi endalausu misskilningar og erfiðleikar geta gengið af manni dauðum. Hef haft mínar efasemdir um að fólk geti yfirhöfuð nokkurn tíma skilið út á hvað hvert annað gengur. Get ég nokkurn tíma útskýrt hvað ég er að fara með skoðanir mínar og tilfinningar án þess að fólk dæmi það út frá ósanngjörnum forsendum eða særist því það er ekki í samhengi við þeirra skoðanir eða hlægi því þeim finnst það svo absúrd eða eitthvað annað sem mér dettur ekki í hug.
Enda er það líka stærsta vitleysan að fólk þurfi eitthvað að vera sammála mér, hvaða þráhyggja er þetta hjá mér að fólk verði að skilja mig, og verði að vita hvað mér gekk til og af hverju og blalbalba. Þeim er alveg sama, án þess að það sé endilega slæmt eða af neinum leiðindum. Þetta er einfaldlega mitt mál, og þeim líður hvorki betur né verr að vita hvað ég er að hugsa. Undarlegt allt saman þetta fólk. Kanski er líka oft gott að vita ekki alveg hvað fólk er að fara, það getur nú viðhaldið spennunni..... Mundi ég ekki fá leið á fólki ef ég vissi alltaf á hverju ég ætti von? Kanski græðum við ekkert mikið á því að vita hvað aðrir eru að fara..... Ok nóg um það, ég tala bara og tala og fólki er alveg frjálst að lesa ekki. Svo ég bið ykkur vinsamlegast um að skilja ekkert í mér, og ég lofa að skilja ekkert í ykkur.....
Jess og það tókst mikið ofsalega er ég hamingjusöm með það!!! Þvílík snilld!! Komin í samfélag bloggara sem fer ört stækkandi eins og einhver gáfuleg grein í mogganum sagði víst í dag. Ég var nefnilega á leið að læra, ákvað að fá mér nú morgunmat fyrst og endaði á að lesa bæði moggann, lesbókina og fréttablaðið spjaldanna á mílli. Alltaf hægt að finna eitthvað annað en skólabækur til að lesa. Annars finnst mér bara ekki svo slæmt að læra, er að sökkva mér ofan í heimspeki myndlistar og tónlistar og fíla það alveg í ræmur. Þegar ég loks kem mér að því. Gott að komast að því svona í lok annar, þegar ég hef ekki tíma til að lesa allt yfir þótt ég vildi. En mottóið er viðeigandi að það þýðir ekki að grenja yfir orðnum hlut. Já eða eitthvað á þá leið.
Það er bara stundum svo erfitt að finna einbeitinguna, mig langar svo miklu meira að vera að plana skandinavíutúrinn mikla í júni. Her kommer vi roskilde festival!! Jeg tror nemlig det bliver helt fantastisk!!! Sindsygt sjovt... Og jeg glæder mig so meget til at besoge min sode elli i göteborg. Tænk bare at have en hel monet kun for at ha det sjovt!! Du behover ikke at tænke på noget som helst du ikke gider. Múhaha, måske ikke som at have et helt år for at rejse rundt om verden, men det er godt nok... Já og svo er bara að gengilbeinast eins og óð sé í júlí og aðeins fram í ágúst og flýja svo land til snilldarmatlandsins ÍTALÍU!! Hehe já já, Bologna bíður mín. Sko svo lengi sem helv. prófin eru í lagi. En það reddast eflaust einsog annað hingað til. Það er stundum gott að vera ég, því sama hvað ég er stressuð eða kvíðin, þá er alltaf þessi litla rödd sem segir "blessuð vertu þetta reddast allt". Og það gerir það næstum alltaf. Já vina mín, það á að halda í gleðina. Og nú ætla ég bara í orlof, tek krakkana með þetta verður bara gaman. Sem betur fer á ég engin börn ennþá. Þökk sé uppfinningum nútímans.... Sem minnir mig á það einhvernvegin, að óskar er víst í sjóbartinu í kvöld. Hef nú ekki mikin áhuga á honum, held ég skelli mér frekar bara í bælið sem bíður. Að vísu er það kalt, engin sem forhitar það fyrir mig.... he he.... en ég get keypt mér hitapoka sem reddar því. Lang einfaldast. Múhaha
Hvað er títt gæsur og gæsar??
Syngur ekki allt gott í líðnum, eða er meiri svona drunur kanski..... Ég er reyndar frekar hljóð þessa dagana, sem kemur ekki af neinu illu það er meira bara því nefið á mér er ofna í bókum svona mestan minn tíma. Kræst, það er samt brandari hvað mér finnst ég ofboð dugleg, ég er bara engan vegin vön því að læra yfirhöfuð svo þegar ég í tvær vikur er búin að eyða tíma á bókasafninu og actually taka með mér bók þegar við sigga förum á kaffihús að "læra". Ég er nefnilega alveg búin að taka það með trompi, þann hluta stúdentalífernis að sitja flesta daga á kaffihúsi og orðin bara sveitt af kaffidrykkju meðan við ræðum andans mál, já eða bara slúðrum. Jú jú, það er við hæfi í tilvistarkreppunni að ræða tilgangsleysi heimsins og stríðið. Já hef alveg verið rauð á eyrunum af æsingi meðan við rökkuðum þann ljóta djöful Bush niður í svaðið. En það gleymdist alveg að segja mér að lærdómur væri skilyrði fyrir háskólanámi. Svo nú er svo komið að bjarga verður því sem bjargað verður. Próf eftir tæpan mánðuð OG ef minns nær þeim ekki getur hann gleymt því að fara sem erasmus nemandi til ítalíu í heilt ár. Jamm og já já harkan sex. Nota bene er lítið um það í mínu bókorma lífi. Understatement. Ekkert um það í mínu lífi. Enda hef ég ekki djammað í mánuð. Hefð fyrir því á þessu volaða landi að slíkt er aðeins í boði á djamminu. Í boði kræst ég hljóma einsog einhver viðbjóður. En er bara að benda á það að ef einhver labbaði upp að manni á götu, já úff eða á bókasafninu og segði mér finnst þú nú svo ansi myndarleg hvað segirðu um að skella þér með mér í bíó, eða bíltúr eða hvað það nú er sem fólk gerir á þess háttar stefnumótum, þá færi maður bara í kerfi. Það er víst til fullt af fólki sem stundar sona, og mér finst ekkert athugunarvert við það, bara get ekki sagt því að ég sé vön því. Ekki að það sé betra að einhver rúlli á þig tjái þér heita ást sína og endi svo setninguna á því já en koddu bara með mér heim ´skan. Nema þá að þú sért í stuði fyrir það. Já já, minn pési er allavega komin með leið á því og kýs frekar stórar peysur og meira kaffi. Huhhh jæja over and out Ásta
|