Hosted by Putfile.com





Það er formlega kominn tími kertaljósa. Ekki halda að ég sé að vísa í árstíðina sem er rétt fyrir áramótin og engin ástæða til að ræða nærri nærri strax. Nei ég meina hvað það er orðið grámyglulegt á morgnanna og dimmt fyrr á kvöldin. Ég kann sérlega vel við vetrarsólina sem virðist aldrei fara lengra en uppá hnén og ákveða síðan að það sé ekki ástæða til að standa upp og leggst aftur niður. Lýsandi fyrir mig líka, og ekki leiðum að líkjast með sólina he he. Föstudagslærdómsrútínan í gangi og kertaljós fylgir með mér hvert sem ég fer í náttfötunum. Þegar rigningin bylur á glugganum þakka ég mínum sæla að þurfa ekki að fara út frekar en ég vil í dag.

Ég ákvað að skrifa næstu ritgerð um pólitíska list á íslandi svo ef einhver skyldi luma á gullmolum um það endilega hafið samband. Svo er verkefni um feminisma í næstu viku svo ég verð alveg sérlega meðvituð ung kona næstu daga, meira en venjulega og ekki ólíklegt að margt sitji eftir og límist við persónuleikann í leiðinni. Það eru heil bókafjöll í íbúðinni minni og ég rembist við að skipta tímanum milli pólitík, listheimspeki og pælingum og svitna við tilhugsunina um allt sem mig langar að lesa í viðbót. Mér endist sko ekki lífið til að kynna mér þetta allt. Óumflýjanlega springa svo fram endalausar hugmyndir meðan ég les og liggur við að ég þurfi að hafa krotbók og dagbók hliðina á mér til að festa þær niður svo þær týnist ekki. Ó, þvílík pína að hugsa um allar þær hugmyndir sem hafa týnst undir drasli bæði andlegu og hlutlægu. Sem sagt fyndið, að þótt ekkert sé að gerast, ég fer í vinnuna einstaka sinnum hitti fólk einstaka sinnum og ekki margt framkvæmt þá er samt allt að gerast í hausnum á mér. Það er vonandi undanfari meiri virkni í bókstaflegum skilningi þar sem ég hætti að kvarta undan tímaleysi og framkæmi bara á nóttunni. Mikið er gaman að fá innblástur.




You spin me round round .....like a record baby

Já hemmi minn það er ekki öll vitleysan eins. Lífið er hringur og oft hringavitleysa og ég skil stundum ekkert í því þegar ég held að ég sé komin frammúr einhverju og sé á einhverri línulegri braut til framtíðar að það taki svo bara lúppu og ætli að kippa mér aftur einhvert sem ég ætla ekki að fara. Samt er ég á þeirri skoðun að maður stjórni meiru en maður heldur í þessu blessaða lífi og ráði mestu um hvar maður endar ætla ég bara að lifa samkvæmt því og stefna ennþá í sömu átt. Það að vera sáttur við sjálfan sig kemur ekki frá utanaðkomandi aðstæðum eða velgengni það kemur innan frá og ætti ég því að prísa mig sæla með að vilja vera sú sem ég er og sleppa því alveg að spá í öðru.

Hitti Ella á msn um daginn og hann setti á audiospjall svo ég skrifaði og röddin hans kom útúr tölvunni minni. Snilld. Jájá, ég er öll inní svona tækni en mér fannst það tær snilld að heyra í honum og hlýnaði um hjartarætur. Verð að verða mér útum microfón og webcam og svo ætlum við að borða saman... Eldum það sama, setjumst svo með kertaljós og rauðvín og pasta og snæðum saman kvöldverð. Heehehhe

Ég er svo glöð að eiga þau að þarna heima, stundum er ótrúlegur léttir að fara heim fá eldaðan kvöldmat og kaffi, læralæralæra, mamma gaf mér húfu og vettlinga af sinni brjálæðislega flottu hönnun og las yfir ritgerðina mína og gaf mér ráð og ég át laugardagsnammið hans ísleifs þangað til mér var flökurt meðan ég gerði marxistaverkefni yfir save the last dance.

Þegar ég er svona mikið í eigin heimi þá finnst mér stundum einsog allt sé að fljúga frá mér og næstum einsog ég missi sjónar á raunveruleikanum. Ætti ég ekki að vera að gera eitthvað annað? Ætti ég ekki að vera einhvers staðar annar staðar? Haustið er hálfnað og næstum komin jól og ég var að koma heim frá Ítalíu. Samt er ég alltaf að spá hvað ég ætla að gera næst, hvert mig langar að fara og hvað mig langar að sjá. Er þetta ekki hættulegt að maður gleymi að lifa í núinu? Ef maður er of mikið í framtíð eða fortíð verður alltaf komin ný framtíð og maður naut ekki fortíðarinnar. Já já ég tala í hringi ég veit. En einsog ég sagði lífið er hringur ekki lína. Maður lifir ekki til að komast á áfangastað eða vinna fyrstu verðlaun í lífinu en maður verður að lifa samkvæmt sjálfum sér og geta verið sáttur við það. Annað er rugl.




Fermingarkjóll á flandrinu

Já það var nú ekki fyrirséð að fjólublái sundbolaefniskjóllinn sem ég hannaði og lét mömmu sauma á mig fyrir ferminguna myndi nýtast mér aftur tæpum tíu árum síðar. Það er ekki lítið átak að höndla þær upplýsingar að ég eigi bráðum TÍU ára fermingarafmæli. Shit. Jæja, prinsessuþemapartýið brilleraði með klassískri tónlist og settlegu borðhaldi. Hvað um það að þessi tylft ungra stulkna yrði sífellt óheflaðari með kvöldinu.... Já kuldaskræfan ég valsaði um berleggja í sundbolaefniskjól í frostinu og tók ekki einu sinni eftir því að til varð eitt hrikalegasta hælsæri í manna minnum. Segir sitt um ástandið þótt ekki verði farið nánar í smáatriði. Það er ekki á dagskránni að taka að mér nein fósturbörn enda ég varla komin af barnsaldri sjálf og ekki orð um það meir.

Dróum eins og eina framsögu út úr erminni í gærkvöld/nótt/morgun og fluttum í dag, og heppnaðist bara vel. Buðum uppá súkkulaðikalla og bleikar hauskúpur og fjölluðum um hið ofurlétta efni mannát í sögunni og birtingu þess þema í listaverkum. Nokkuð sátt þótt fúkó greyið hafi mátt bíða betri tíma. Ekki skortur á tækifærum í ritgerðasmíðum enda allt að verða vitlaust í verkefnaskilum. Það fer mér vel að vera stressuð og vinn furðu vel undir álagi. Hvað er málið með veðrið hér á fróni? Þótt ég hafi misst úr einsog einn vetur þá finnst mér of snemmt til að vera svona kalt. Heyri bergmálið af eigin rembingi við að segja ítölum að það sé alls ekkert kalt hérna. Svona er maður fljótur að gleyma næðingnum og frostfjúkinu. Allavega er kápan sem var ljómandi þar ekki að gera góða hluti hérna þótt ég sé innpökkuð í trefla húfur og vettlinga. Lærasmæra alveg í botn næstu daga. Hittumst á msn. Einhver verður að fara að nota þessa glæsilegu kaffivél sem fékk samastað hér eftir afmælið hjá ásu. Gott að græða í leiðinni hehehe.




Lærdómsdöðlur

Nú er komið að hinum merku tímamótum í lífi námsmannsins að hann finnur að byrjað er að sviðna rétt undir rassinum og von á stóru báli ef ekkert verður framkvæmt. Þarf ekki að tvíunda að ég vissi allan tímann að þessi önn væri bara 10vikur í kúrsinum og verkefnaskil dauðans en sama og engin jólapróf.

Eftir lærdómshelgina sem ég leit ekki í bók en gerði fullt annað af uppbyggilegum hlutum var komið að átakinu. Þessvegna fór ég ekki í bíó en sat með bók í alveg smá tíma áður en ég fór að lesa uppskriftabók og varð svo spennt að ég fór út í hin frábæru búllu sem er með allar nauðsynjar og opin til ellevu og bjó til eftirrétt rétt fyrir miðnætti.

Bæjarferðin mín varð svo að tveim kaffihúsaferðum ein með mat og hin með kaffi og þegar ég kom heim og bretti upp á ermarnar fór ég beint í það að baka döðlubrauð. Komin með plön að ég þurfi að fara á matreiðslunámskeið eða allavega halda slíkt hér heima í tilraunastarfsemi. Hvernig get ég minnt sjálfa mig á að ég sé háskólanemi en ekki kokkanemi?




Rauðvín og hjólasund með málningarslettum

Topplærdómshelgi með tvöföldum veislumatarboðum í heimahúsum, léttu rauðvínssamsæti með M+P og gömlum vinum þeirra sem var með endemum skemmtilegt. Hef ótrúlega ánægju af því að borða heimasteik og spjalla og allir eru góðir við mig því þeim finnst fyndið að sjá mig með rauðvín og næstum fullorðna þegar þeir muna skírt eftir að hafa þurft að skola eplið mitt aftur og aftur í garðinum við húsið okkar í köben þar sem þau bjuggu nokkur pör með litla kommúnuorminn sem dýfði bara eplinu aftur í sandinn og kjamsaði með bestu list. Mamma sagði að ég hefði næstum étið sand með skeið á leikskólanum og hún hefði haft áhyggjur af því að ég væri með einhvern steinefnaskort. Slúðursögur og hláturköst af brallaraskap þeirra í gamla daga og fljúgandi ferðalag um endurminningar um lestarferðir og gula braggann okkar sem var engin miðstöð i en kviknaði í reglulega. Djöfull að ég skuli ekki muna betur eftir þessu..... Hvar eru minningarnar fram að fimm ára aldir? Og að ég skuli muna að mér var illa við þyrlutækið í lególandi því ég var viss um að pabbi væri of þungur og kubbarnir mundu detta í sundur.

Gleymið fyrri orðum, ég er hjólagarpur og finnst það gaman. Hvað með það að ég hafi eyðilegt buxur því ég var búin að gleyma að þær geta flækst í tannhjólunum, læt það ekki gerast aftur og treð taybuxunum skyldusamlega ofan í appelsínu ullarsokkana áður en ég bruna af stað.

Fór í sund í Sundhöll reykjarvíkur, hef ekki komið þangað síðan til forna þegar ég var í skólasundi þar. Snilldarstaður. Mætti rauð og úfin eftir hressandi hjólatúr í bóksöluna sem dirfðist að vera lokuð og var tilkynnt að mar yrði rekin uppúr eftir hálftíma en mætti endilega taka smá sprett. Var ein með alla laugina ef frá eru taldir þrír litlir krakkar sem busluðu um í smá stund. Sundlaugavörðurinn bauð mér góðan dag og gerði sig næstum liklegan til að bjóða mér kaffi, las siðan moggann spjaldana á milli meðan ég svamlaði mínar ferðir og taldi þær eflaust fyrir mig og kvaddi svo með brosi þegar ég fór. Æði. Skyldi ekki skápinn minn í smá stund þangað til ég fattaði að þetta var ekki skápur heldur klefi. Ekki amalegt að fá einkaklefa í sundi. hahaha

Pabbi og bræður mínir mættu allir í málningargalla með allar græjur og rifu og tættu niður veggfóður spösluðu og pússuðu og settu allt á hvolf mér til ánægju og á morgun verður dæmið klárað og eldhús og bað verður voða fínt. Huggulegt kvalitítæm með þeim þótt ég hafi hálf flækst fyrir því þeir litlu voru búnir að skipta milli sín holunum til að spasla í og tímdu ekki að gefa mér neina. Átti engan mat nema banana og gaf pabba kaffi en hann neitaði að fá sojalatte. Ekki mikið fyrir nýjungar sko. Hann náði samt að bonda við mótórhjólatöffarann og bormanninn mikla sem er búin að brjóta og bramla síðan ég flutti inn á hæðinni fyrir ofan. Hvað annað en upphækkaði patróljeppinn hans pabba sem sat skærrauður fyrir utan blokkina og gólaði á athygli. Góð sena þar sem töffarinn með hendurnar á kaf í vösunum sveimaði í kringum bílinn og sparkaði í dekkinn, hva er´etta margar tommur, helvíti góður maður, hva´r krafturinn ísu? Djöfull flottur mar, viltu selja hann? Pabbi náttla blés út og grobbaði sig af öllum aukahlutunum og hló stórkarlalega við söluumleitunum. Selja uppáhaldsdótið? onei kallinn minn. Slíkt er ekki á dagskrá.




Ekki að ofmetnast

Jah, svei mér þá. Vægast sagt að maður ætti ekki að ofmetnast. Var með einhverjar yfirlýsingar um létta próffafílingin í gær þar sem ég hefði verið ein af tveimur af öllum tímanum sem hafði lesið greinina eftir "Focault" Mér til hryllings þá tókst mér að skrifa það vitlaust á fleira en einum stað. Bara svona ef einhver ætlaði að kynna sér hann þá heitir hann Foucault. Snarlega minnkaði próffaskapurinn ha. En kannski er best að skrifa það bara eftir framburði, Fúkó. Held ég kalli hann bara fúkó hér eftir.

Er búin að læra í allan dag, búnar að sitja þrjár sveittar og reyna að semja framsögu í myndun líkamans. Komnar með nokkuð góða hugmynd og einmitt um vin minn hann fúkó. Eldaði fyrir rúmý og Júdith frumraun mína í Tofúrétti með chili,kókosmjólk og sólkjarnafræum með núðlum og var þrusuánægð með það. Ása hefur kannski ekki verið manna frægust fyrir ást sína á skrítnum mat en fannst það bara spennandi, og gaf mér það frábæra hrós að þetta hefði verið skrítast matur sem hún hefði smakkað frá því á japanska staðnum í torre þar sem enginn vissi hvað hann var að borða, en þó mjög áhugavert.




Mánudagshvarf múmínálfs til mæðu

Óþarfi að útskýra af hverju dagurinn hvarf. Það var hávaðarok og ljótt veður. Ekki heillandi fyrir hjólafólk. Það er með ólíkindum fyndið að ég kalli mig hjólafólk þegar ég hef hjólað í nákvæmlega þrjú skipti í vinnuna eða skólann. En því verður ekki neitað a hjólið mitt er í viðbragsstöðu fyrir utan og og tæknilega séð hef ég ekki "þurft" að mæta á bókhlöðuna. (Lesist er ekki ennþá að kvikna í rassgatinu á mér og ég með endalausa eindaga og lokaskil í vikuáætluninni) En ég fór í heitt og gott freyðibað með kertaljósum og Giardino di Miró á fóninum rétt fyrir eitt leytið. Blokkarparanoian lét mig efast í augnablik þar sem það gæti verið bannað að trufla nágranna með vatnshljóði en ákvað að mér fyndist bara gaman að brjóta reglur. Svaf mjög vel og afslöppuð og kremuð.

Tel mig hafa afrekað ágætlega enn sem liðið er af deginum. Fór á bókhlöðuna klukkan tíu til að lesa grein sem var ekki í heftinu mínu, taldi öruggt að ég hefði ekki verið að hlusta þegar kennarinn hefði sagt öllum að ná í afrit. Áhugaverð grein, Focault í essinu sínu um hið ósýnilega vald sem stjórnar samfélögum. Hinn auðsveipa líkama sem lætur vel að stjórn og sér sjálfur um að reka á eftir sér að fara eftir reglum, elstist einsog kanína við normið og ´þekkja sjálfan sig, halda sig í formi og bara trúa því að hann sé að gera allt fyrir sjálfan sig meðan það er ósk samfélagsins að hann sé ofurheilbrigður, andlega í mjög miklu jafnvægi og fallegur. Þannig fæst sem mest framleiðni. Getur verið jákvætt eða neikvætt eftir því hvernig maður lítur á málin. Kom svo í ljós að kennarinn hafði hreinlega gleymt að setja greinina í og við ása þar með eina fólkið sem hafði lesið þetta. Einkennilegur próffa fílingur í því. Ánægjulegt.

Lét teyma mig í umferðarógn og datt með inn í OfficeOne en mig vantaði ekkert. Kom samt út með gatara,heftara,penna,glærar möppur og hefti. Fékk þá hugdettu að ég sem ábyrgur námsmaður og leigjandi þyrfti að halda bókhald og reka fjármálin gáfulega. Nú get ég kannski nýtt helv. bókfærslutímana sem ég sat í allt árið í versló. Debit og kredit á allt í heimilisbókhaldinu. Þar með talið afskrif á og lánavíxlar. Endar kannski með að ég fríka og set pabba hagfræðing í málið. Eða nei, hann er næstum hættur að gera þær kröfur til mín að ég hagi mér ábyrgt í fjármálum. Gafst upp og sneri sér að næsta barni. Best fyrir mig að vera ekki að vekja upp þær vonir, get gefið honum innbundið heimilisbókhald í jólagjöf, hann myndi örugglega tárast úr gleði. Jaahh. Mar ætti ekki að ofmetnast. Kannski meika ég bara að vita hvar reikningarnir eru og borga flesta á réttum tíma. Það væri strax framför.




Þynnkukofinn

Áætlanir um að stofna lærdómskommúnu hafa ekki gengið eftir. Þótt ég sé búin að drekka mikið kaffi þá er það hið eina námsmannalega sem ég hef gert undanfarið. Aftur á móti höfum við staðið okkur nokkuð vel í að stunda þynnkusamsæti hér um helgar og ekki má gleyma að við erum komnar í sérstakt samband við nætursendla Hróa Hattar þar sem það er alltaf einhver svangur.

Þetta er ekki mér að kenna, það var næstum því skyldumæting á oktoberfest og gerður var svo æst að við vorum mættar stundvíslega um sex leitið og allar komnar með krús í hönd og góluðum Braust og reyndum að jóðla. Góð stemming. Ekki seint í rúmið og spræk á laugardaginn sem sannaðist að ég fór með mömmu í bónus, heim í frábærann kjúklingakókosmjólkurrétt og saumaði eldhús gardínur OG dúk með hjálp elsku mömmu. Hún kom líka færandi hendi með diskamottur og allskonar frábærlega skemmtilega smáhluti. Hún er æði.

Allt í volli, of seinar í útlendingapartýið í gamla garði, allar tilbúnar nema ég sem var ennþá með bónuspokann og klósettpappírinn í fanginu klukkan hálf ellefu og ekki sérlega ferst eftir kvöldið á undan, en lét það nú ekki stoppa mig. Smá ilmvatnsskvetta, hársprey og meiri maskari reddar öllu og vorum mættar allar í þynnku óráði með vokdaflöskuna og skemmtum okkur bara bráðvel. Hópgisting í kribbinu að sjálfsögðu en dagurinn í dag gufaði upp. Áttum mjög djúpar umræður um að vandamálið okkar lægi í að helv. mánudagurinn kemur aldrei í þessu lífi okkar. Eða virðist sem að við hoppum bara yfir daginn þar sem maður segir hingað og ekki lengra, nú hefst vikan og ábyrgðin og ekki meiri vitleysu. Mánudagslaust líf. Gátum ekki fundið út samt hvort mánudagurinn kæmi þá þegar maður ákvæði það sjálfur eða hvort einn morguninn væri bara mánudagur og þessu rugli lokið. Með magakrampa úr hlátri af sögum af síðhærðum finnum, stáltungum, íslensku erfiðleikum, ofpizzuáti, tilvistarkreppu, misskilnings, reiðikasts út af maraþon mönnum sem eiga ekkert skilið að heyra neitt maraþon grín, skorti á mönnum eða of mikið af óvelkomnum mönnum, skilningsleysi, skilningslöngun, brennandi lendum einhverra og annarra sem ekki eiga auðvelt með að standa sig, innan við mínútumenn og allt þar á milli og vitneskju að svona dagar eru ekki að gera neinn að betri manneskju og framtaksleysið er óvinur framfaranna. Með von um betri viku og sálarástand í hærra lagi en í dag.








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com