wirelessvikings
Hvað um það, loksins fann ég upplýsingar um passlegann dönskuskóla sem kennir sérstaklega þeim útlendingum sem hafa stundið skólanám í lágmark 12 ár og þegar lært ensku og önnur tungumál sem aukamál. Við mættum því galvösk í prufu, í þeim tilgangi að finna hæfilegt námsstig. Skrifaður var smá stíll og svo spjallað við kennarann sem mat það sem út úr manni kom. Mér til mikilla vonbrigða sagðist hún ekki geta boðið mér uppá marga kúrsa núna sem ég fengi mikið út úr, þar sem ég virtist þegar tala flydende og villur í skrift væru ekki þaað skelfilegar. Helst vildi hún skella mér í lokakúrs sem þau kenna bara frá ágúst, og lýkur með dönsku studieprove sem er það próf sem háskólinn krefst af útlendingum. Öðrum en norðurlandabúum það er að segja. Nokkuð kaldhæðnislegt í ljósi þess að ég er hvort eð er þar... en með fullkomnunaráráttu má alltaf bæta. Það mun koma gæðakippur um leið og ég fer að vinna og hætti þessum heimalestri.
Kennarinn taldi strax að Hallur væri líka íslendingur. Allavega spurði hún hvort hann væri ekki þaðan, því henni dytti strax í hug forn víkingur. Sá síðan eftir orðavalinu og leiðrétti að hann liti sko ekki út fyrir að vera gamall heldur bara gamaldags víkingur. Og hann fékk líka námskeið. Hún minntist reyndar hinsvegar ekkert á að ég væri örugglega afkomandi írskra þræla sem sömu víkingar hefðu haft með sér til íslands.
Sigrún hitti líka naglann á höfuðið þegar hún sagði bara vanta að maður gæti leigt sér dana til afnota. Einhvern sem knýr mann til að tala og leiðréttir eða kemur með ábendingar um orðaval...Hinsvegar sá ég auglýsingu frá nörrebro bókasafninu um nýjung hjá þeim. Nú getur maður víst leigt sér manneskju innan ákveðinnar starfsgreinar til að heyra beint frá markaðnum um vinnu, nám og fleira. Allt er til.
Það er tími til að skála. Bara fyrir vorinu og vorþrifum og reikningum sem náðist að borga og ódýra speglinum sem við vorum að spreyja gulann og lasagna matarboðinu m öl í kvöld. Og páskafríinu sem er að hefjast á dagatalinu, þó páskarnir hafi verið síðstu helgi hjá okkur, Blómunum sem ég keypti í dag til að hafa heima og airportexpress sem er snilldaruppgötvun. Þráðlaust er gott.