Hosted by Putfile.com





Thus I spoke eitthvað

Yann Tiersen og tónlistin úr Good bye Lenin og Amelie er fullkomin lærdómstónlist. Mér finnst bara huggulegt að vita til þess að hún bergmáli um allan bakgarðinn enda er hún líka tregafull og sólrík. Ég get einbeitt mér í dag, þetta er magnað.

Orðin sem velta út í hrönnum á ensku eru mér næstum ókunnug. Þau eru örugglega eitthvað samanklístur úr minningabrotum af þeim fræðitextum sem ég hef áður lesið og stíllinn grautur af öðrum höfundum yfirfært á mínar hugmyndir. Tungumálið á það til að taka yfir stjórnina á því sem ég ætla segja. Ég kími stundum þegar ég les yfir kaflabrot og skil ekki hvernig mér datt í hug að skrifa þetta svona. Ætti kannski að leggja þetta fyrir mig, enda á enskan ógurlegt magn af stórum orðum. Nema einhver sé að skrifa í gegnum mig?




alltaf i boltanum

Ég vildi óska að ég hefði byrjað að telja hnerrin í byrjun síðustu viku. Skrá hjá mér strik við hvert hnerr svo ég ætti áþreyfanleg gögn um fjöldann. Og blaðastaflinn af 379 hnerrum dreift á vikuna hefði líka aðra merkingu, því hverju einasta hnerri og sníti fylgi nefnilega; guð hjálpi þér úr einhverju horni íbúðarinnar.

Hinsvegar er ég alveg hress og heil heilsu ef frá er talin hnerri á hverjum klukkutíma. Trén inni í portinu eru böðuð í geislum og eru komin í ljósgræn föt. Ég verð alltaf jafn hissa hvað þau eru fljót að dæla út græðlingum á hverri grein og verða heilgræn á einni nóttu.

Ég er meira segja svo hress að það er löngu planað að fara út í borgara og bjór yfir fótbolta. Ég er löngu búin að viðurkenna að ég er henntugleikaáhugamaður. Það er að segja að ég hef áhuga á fólkinu og bjórnum frekar en boltanum en get vel gírað mit upp í æsing. Þetta getur hallur þakkað ítalíudvölinni. Og sigrúnu & sunnu.

Hver er nú aftur að spila í kvöld? hmmm gott að ég spurði núna frekar en á barnum. Liverpúl og chelsea. Voðalega enskt eitthvað.




sol uti en ekki inni

Það er staðfest. Fuglabjargið í garðinum verður óbærilegt klukkan sex núll þrjár. Ég gleðst yfir hamingju þeirra og ógurlegri sönggleði en á þessum tíma þá rúlla ég mér bara með lokuð augun og loka glugganum og reyni mitt besta til að slefa í koddann aðeins lengur.

Blærinn blæs heitari lykt en í gær.

Spænsk eggjakaka í hádegismat. Sitja í sólinni sem skín inn um frönsku hurðina í litlu stofunni og sjá kokkinn malla í beinni sjónlínu. Svíttjillísósa með og syfjuð augu reyna að halda athyglinni yfir bókum. Að íslenskum sið finnst mér einsog ég sé að missa af einhverju en veðurspáin segir að tuttugu stigin komi á fimmtudaginn og þá ætla ég að liggja í grasi undir bleiku tré, kannski í rósrauðu skýji en allavega með nýju tuttugukrónu sólgleraugun og góða bók. Interface Culture til dæmis. Eða jafnvel mítólógí barthes. Representation, cultural representation and signifying practices eða Globalization and cultural identity. Léttmeti.

Guli spegillinn í stofunni er eiginlega í nákvæmlega sama gula lit og er heilagur í indlandi. Þar sem búið er til gult mauk úr blómum og túrmerik eða einhverju þvíumlíku og smurt á við athafnir. Eða einsog blómin sem var dreift út um allt í monsoon wedding. Sem fyndni brúðkaupsskipuleggjandinn var alltaf að borða. Guli liturinn gleður.

Við gúggl kom í ljós að þessi guli litur heitir bókstaflega indian yellow. Um hann var sagt; deep rich translucent yellow. The original Indian Yellow came from India. It was processed from cows urine and used in Europe in the 18th and 19th centuries for watercolor. (made by warming the urine of Indian cows fed on mango leaves)

mmmm ég er líka með dellu fyrir mangói þessa dagana. Læt litinn þó duga úr dollum bara.

ps. Ný vitneskja af wikipediu; In Hindu mythology it is considered that yellow has the power to influence the intellect. Gríðarlega heppilegt ef litast er um umhverfi okkar hér heima og alla þá gulu hluti sem finnast...




Það eru engar ýkjur. Ég sé Macvörur í jafnrósrauðum bjarma og myndin gefur tilkynna. AirportExpress er mikil snilldaruppfinning. Þráðlaus nálgun í tónlistina á harða disknum þarna hinumegin. Ji hvað tölvugreyjið mitt er mikið yndi.

Sushiplan í kvöld með snýtuklút í hendi og sól í hjarta. Eða þannig, allavega engin sól þarna úti en við látum það ekki stoppa okkur og plönum huggó kvöldstund með farmand sem á leið gegnum borgina í kvöld. Það rifjaðist upp fyrir mér um daginn litlar minningar. Einsog að pabbi fór stundum með mig á leikskólann, þar sem uppáhaldsfóstran mín var hinn skeggjaði Ole í tréklossunum sem kallaði mig astalavista beibí. Pabbi átti strákahjól með stöng, en á stönginni var barnasæti þannig að maður hélt í stýrið á milli handanna á ökumanninum. Ógeðslega töff auðvitað að sitja að framan og verða vitni að bruninu þó ég hafi verið hrædd þar sem ég hafði enga stjórn á málunum. Einsog flestum leikskólabörnum þótti mér skyndilega ekkert skemmtilegt að vera skilin eftir þegar að kveðjustund kom og þessvegna fundum við upp kerfið þar sem ég skokkaði inn í litla gluggann á hliðinni þar sem ég sá út á planið þar sem hann labbaði fram hjá, og við vinkuðumst með litlafingurleynivinkinu. Það kostaði stundum kökk í hálsinn en síðan kom Ole og kenndi mér að smíða. Það er fyndið að muna. Samt muna ekki eigin upplifun af sjálfum sér eða röksemdir. Né veit ég neina útskýringu td á því að ég átti bara strákavini sem barn. Og vildi bara eignast svarta dúkku, sem hét til skiptis óskar, guðmundur og sigurður.

Tuttuguogeinu ári síðar í sama landi einsog landlægt er hjá þeim sem hér hafa verið. Hvort sem það er innri dönskuþrá eða ævilangar frásagnir úr landinu sem valda því að við komum aftur þá hef ég það agalega gott.




bleik brugdid II

Einsog ég er lítið fyrir að klæðast bleiku sjálf þá elska ég bleik tré. Verð að ná mynd af þeim skærbleiku í norrebroparken sem ég labba í gegnum á leið heim úr strætó.

Puff. Föstudagurinn kom með sól og köldum vindi, ég lifði af morguntíma í syfju og kaffiþambi þar sem rætt var aðeins um munnlega prófið sem ég einmitt er ekki búin að undirbúa. Hvernig skipuleggur maður 15ECTS munnlega framsögn? Plan um að gera eitthvað skemmtilegt í kvöld svo ég ákvað að leggja mig til að safna orku en vakna í staðinn bara í svitabaði með aukna hálsbólgu og beinverki. Pfuff ósanngjarnt.

Uppfært með myndum af okkar eigins dönsku bleiku trjám sem hallur tók fyrir mig. Ég er ennþá mrs sniffles&sneeze+beinverkir og ekki hress með það, en þó grunar mig að ég muni sigra eitlabaráttuna sem er í gangi og koma út úr þessu án viðkomu í streptakokkameðferð. Þetta fólk naut veðurblíðunnar sem minnir að vissu leyti á íslenskt vor í dag með svolítið köldum vindi og mikilli sól. Trikkið mitt til að skreppa aðeins út og fara í lopapeysu og setja á mig stórann trefil virkaði samt ekkert sérlega vel. Atsjú nefrennsli plús sviti = ekkert töff.




bölvud bjurokrasia

Í miðjum heimildarþætti um Waco í Texas bergmálar hljóð úti frá götu sem minnir á skothljóð. Við litum hvort á annað og segjum svo neeeeh örugglega bara sprungið dekk, annars væru löggubílar. Tveim mínútum seinna keyra niður Hillerodgade sjúkrabíll og lögreglubíll á tveim hjólum.

Samskiptum mínum við bjúrókrasíu danaveldis verður eingöngu útskýrð með little britain sketsja.

Brak gníst. "The computer says nooooo"

Ekki er leyfilegt að færa adressu meira en fimm daga aftur i tímann svo þeim finnst viðeigandi að ég borgi bara áfram rafmagnsreikninga fyrir herbergi sem ég var sjálfkrafa skráð fyrir hjá þeim og fékk reikninga um það leiti sem ég flutti út í desember. Þeim virðist vera alveg sama að einhver annar búi þar núna. Mér til lukku var það vinkona mín svo ég gat nálgast einhverjar upplýsingar frá henni. Það brakar í kerfinu að ég sé hinsvegar núna með leigusamning þar sem hiti og rafmagn er innifalið og pési borgi þá reikninga. Ekki er nefnilega hægt að flytja heimilsfang nema flytja það eitthvað annað.

Eða hitchikers guide Vogons gaurarnir þar sem þurfti að fá eyðublað fyrir að fá eyðublað um umsókn um eyðublað. Og þar sem það er enginn kassi sem hægt er að exa í þá er það bara ekki hægt. Neibb, sorry þetta er ekki í þríriti, farðu aftast í hina röðina.

Guði sé lof fyrir email sem spara mér að minnsta kosti biðraðirnar. Sólarhringurinn er kominn á hvolf og ritgerðaraðstaða komin upp í stofunni. ps. Það er eitthvað óviðeigandi að lofa guð meðan ég horfi á frásögn um fólk sem deyr í fullvissu um að david koresh sé guðsmynd á jörðu. Trúarofstæki er ógeð.




heima

Jahá nú er blogger tekinn upp á því að heilsa okkur bara á dönsku. Greinilega búinn að skynja það sjálfur að ip tölurnar eru danskar og þar með þýddi sig snarlega.

Nú er ég komin heim eftir að hafa skroppið heim. Það er alltaf ósköp notalegt að koma heim. Á báða staðina sko. Heima var hektískt frí og velheppnað, náði að hitta stórfjölskylduna, elda mat fyrir hundrað í hópi öflugra frænka og foreldra, skemmta mér yfir að báðir bræður mínir eru orðnir miklu stærri en ég en mér til mikillar ánægju verður litla systir ennþá minni en ég. Eyða slatta af stundum með fuglabjarginu mínu, bæði í bjór á rósenberg við mikið blaður, kaffihús og meira segja yfir kalkún og látum í fermingarveislunni miklu á sunnudaginn. Ég er líka orðin gömul því mér finnst bara gaman að sjá í andlitið á skyldmönnum, líka sem ég man ekki alveg hvað heita og kyssi og faðma alla sem ég kemst í og gleðst mikið yfir forvitni um mig. Náði að hitta langömmuna sem var spræk að vanda og sækja frægu ryksuguna í pössun upp í mosó.

1800 watta siemens ryksugu skellt í kassa og tékkuð inn á leið til köben. Kastrup er kunnulegur staður. Ég var næstum jafn glöð að ryksuga langtímaryk uppúr djúpum og breiðum glufum á gamla parketinu hérna einsog að sjá að sólin skín einsog henni væri borgað fyrir það og blómin sprungu út yfir helgina. Ljósbleik kirsuberjablóm, fjólubláar fjólur á víð og dreif og sólgul blóm að springa út á öðrum trjám. Þó hitabylgjan hafi minnkað um leið og ég kom þá er gott að vita að það fer bara hlýnandi...

Bæði sjoppukarlinn og pítsuahmet brostu sýnu blíðasta þegar við röltum framhjá og ég hoppaði næstum hæð mína af gleði þegar listakonan sem ég ætla skrifa um á heimasíðu þar sem hún er sjálf búin að taka saman öll skrif um eigin verk. Netbókasöfn þar sem maður getur bara fengið lánaðar bækur með að dánlóda eru líka stórkostleg uppfinning. Ef einhverjum detta í hug skrif um texta sem list eða hótel í feneyjum endilega hafa samband.




whut?

SEX NÚLL? Ég er ekki einu sinni fótboltaáhugamanneskja en djí, Mansjesterúnædet hlýtur að fá prik í hattinn fyrir þetta. Og Róma ætti bara að fara heim með skottið á milli lappanna. Gráturinn frá ítalíu heyrist til kaupmannahafnar.




hattur mals

Það er aldrei betra að blogga en akkúrat á meðan hárin rísa á líkamanum af stressgæsahúð og maginn er í hnút. Það er með ólíkindum hvað er hægt að kvíða fyrir einum fyrirlestri einsog ég á að hafa ágæta æfingu í slíku. ó well þetta fer allt einhvernveginn einsog venjulega.

Páskarnir komu. Síðan fóru þeir. Ég fann ekki fyrir miklum áhrifum af þeim, nema horfði á nokkuð áhugaverða þætti á national geografic sem hétu the bible uncovered. Á páskadag mætti ég í hressandi ræktartíma um níu og var mætt sturtuð og hress í sófalegu með arabíulawrence og litlum gulum marsípaneggjum sem var það næsta sem við komumst páskaeggjum. Páskamaturinn var piparsteik og fylltar kartöflur með basilfetaostblöndu. Rioja rauðvín á tilboði. Mangókíwivinberbananaepla kokteill með döðlusósu með sýrðum rjóma og eggjahvítum. Sambýlismaðurinn stífþeytti eggjahvíturnar sko með písk einsog ekkert væri þar sem engar rafmagnsgræjur eru til. Enginn málsháttur þetta árið. Rifjaðist reyndar upp fyrir mér að í fyrra var ég að vinna alla páskana og fékk svo þessa fínu lambakjötsafganga og meira segja páskaegg helgina eftir hjá foreldrunum. Eitthvað svipað verður á dagskrá núna þar sem ég mun mæta heim um miðnætti ekki á morgun heldur hinn. Powerheimsókn svokölluð þar sem á að ná öllu á þrem dögum. Þar sem ég man eftir miklum biturleika í fyrra yfir lélegum málsháttum, heimatilbúnum af forstjórum súkkulaðiverksmiðja ákvað ég að smíða nokkra sjálf.

Lengi má fresta en upp kemur leti um síðir.

Brenndur námsmaður lærir ekki af reynslunni.

Verri er dönsk tunga en frónsk

Gáfur týnast löngum í þýðingu

Kredit kaupir iðulega skammlífa gleði

Hvað er að gerast!!! Ítalía ó ítalía. Hvar er forsið núna? FIMMNÚLL eftir fimmtíu mínútur? Ég á ekki til orð. Ok tilbage til bogerne. Danskar hugsanir milli átta og tólf á morgun.

sjámst heima.




I scream, you scream, we all scream for iscream.

Stundum hef ég heyrt undarlegt klingkling hljóð berast inn um gluggann án þess að skilja hvað það væri. Minnti mig helst á svona hljóð einsog er í bíómyndum, þegar bannað er að keyra yfir lestarteinana því lestin er alveg að koma og rauð og hvít stöng rennur niður til að varna því.

Forvitnari hlutinn á heimilinu komst hinsvegar að því hvaðan hljóðið kom, og það munaði minnstu að ég fengi æðiskast í klinkleit og hlypi út á náttfötunum til að komast í ísbílinn. Mér finnst ógjó kúl að það sé ísbíll á nörrebro. Man bara eftir að hafa komist í svoleiðis þegar ég var sex ára í bandaríkjunum með mömmu og pabba. Minningin inniheldur líka að ég valdi mér skærgrænbláasta ísinn og kunni ekki á nickels and dimes og rétti bara eitthvað til ísmannsins en ísinn var ekki mjög bragðgóður. Mjög gervibragðlegur. En ég fór út að leika í sandkassa með hvítum sandi með bláan ís og lék mér við amríska stelpu með tígó og við áttum fínar samræður í rólunum. Ég var nefnilega búin að læra að segja mæ neim is ásta. Veit ekki hvað meira fór okkur á milli, en þetta var upphaf af tilraunum mínum til að yfirstíga tungumálabarríerana. Danskan hlýtur að hafa verið of mikill partur af lífinu frá upphafi til að mér hafi fundist það útlenska.

Barnaminningar eru fyndnar. Mjög selektívar og þeim fylgja yfirleitt engin rök um afhverju eitthvað var. Ég held stundum að heilinn á mér hafi valið randomly úr eða einhver ruglingur hafi orðið í skjalavörslunni við að flytja svona milli landa og bæja því ég man eiginlega ekkert í samhengi bara litlum brotum. tilfinning fyrir þykku lofti og óþægjindum í mikla rakanum, hrikalega töff að bíllinn var með aukasætum í skottinu svo maður sat öfugt og við þóttumst vera að keyra sjálfar afturábak. Mjög gaman.

Veðrið er yndislegt, við eigum frostpinna í frystinum og ég var að dánlóda Carebears The movie II. Sunnudagar í náttfötum.








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com