Hosted by Putfile.com





aukinn lærdómur = aukið blogg

Ég er dönsk. Ég á allavega dankort. og ekki bara það heldur VISA-dankort. Hananú og hafiði það, nú á ég yndælis danska bankastúlku sem bara bauð mér allt á silfurfati og fríkeypis. Þegar ég fór og ætlaði bara að fá að opna reikning án þess að leggja krónu inn og vonandi fá kort fékk ég barasta visadanna með mínusheimild, netbanka og alltmögulegt og auk þess bláann sparigrís og möppu utan um heimilisbókhaldið. Áfram Nordea.

Greinilega eins með Freud einsog finnana, ég þarf að mæta þeim og takast á við fordóma mína af alefli. Ég held að hver einasta bók sem ég hef leigt. ljósritað eða lesið í undanfarna daga vitni í freud svo síkóalalísa á greinilega vel við sjónmenningu.

Þar sem ég sit og skrifa fyrirlestur um ósýnilega stjórnun sem afleiðingar þess að vita af hugsanlegu eða stöðugu eftirliti tékkaði ég á hverjir hefðu gúgglað mig, datt í hug að setja svoleiðis með í slide sjó, þar sem ekki allir vita leyndardóma upplýsingarinnar á internetinu. Ég tók hinsvegar bakföll af hlátri þegar ég sá að í morgun gúgglaði einhver í Lazio héraði (ss nálægt róm) eftirfarandi ; asta italskur kærasti og fékk upp síðuna mína. Eðlilega þar sem nafnið og italia kemur ansi oft upp en eitthvað minna um þesslenska kærasta. Ég þekki engan í lazio né er ég eina ástan sem hefur búið á ítalíu en mér fannst þetta samt fyndið.

Og meðan ég skrifa um persónulegar heimasíður sem heterótópísk svæði í raunveruleikanum og hugsanlegar ástæður fyrir vinsældum þeirra tek ég mér svo pásu til að blogga.

Skyndileg ofmeðvitund svo ég held ég slökkvi á netinu núna.

ps. ég hef ekkert á móti finnum, eiginlega þvert á móti. Nema þegar þeir ferðast í hópum og ég þarf að gefa þeim morgunmat í lok tólftímavaktar þar sem þeir mæta alltof snemma og éta einsog það sé enginn morgundagur.




fáránlegur freud

Annað gott við kaupmannahöfn. Magnið af stórum fínum húsum sem eru fuuuull af bókum sem ég má fá lánað heim. Finnst einsog það bíði mínn heill ævintýraheimur innan þessara veggja. Eða að minnsta kosti gríðarlegt magn upplýsinga og dönsk þögn. Hlakka bara til.

Eftir að hafa setið heilan morgun og lesið aftur yfir greinarnar fyrir tímann í dag um "the female spectator" í hinum ýmsasta og ólíklegasta samhengi fékk ég skyndilega fyrri bloggpóst endurlífgaðan fyrir augum mér og glotti með sjálfri mér að pólítískum óréttleika hans. Fann hjá mér þörf til að tilkynna að ég haldi ekki í alvöru að táraflóð felist í genum né ennsíður að það sé eitthvað sérstaklega kvenlegt eðli. Nenni þó ekki að falla í gryfju undarlegra réttlætinga. En ég er komin með overload á freud í dag og nenni ómögulega að velta fyrir mér meira falinni fallusþrá og geldingarótta. Þessi setning hans úr textanum sem á að koma úr fyrirlestri hans ´femininity´ - "To those of you who are women this will not apply - you are yourselves the problem.." útskýrir í sjálfu sér af hverju það er endalaust hægt að nota hann til að ergja sig á undarlega fornri karlasýn. Hann bjó til heilt kerfi og tróð svo konum inn í það eftir á, svona einsog biblíusagan skapaði mann og reif svo úr honum rifbein. Hvað sem einföldunum á stórum hugmyndum líður þá sagði hann margt kjaftæðið.

Iss frekar ætla ég á bókasafn að finna skemmtilegar bækur.

ó mæ god hvað mig langar í íbúðina á norre sogade. Hún er á fullkomnum stað, hljómar fullkomlega og á fullkomnu verði. Sem þýðir að hún HLÝTUR bara að vera skáldskapur en það má samt láta sig dreyma.




skæl&væl

Ég er svo mikið að læra að ég hef sjónvarpið sem background bak við mig, betra fyrir samviskuna, nema auðvitað sný mig næstum úr hálsliðnum ef eitthvað spennandi er að gerast. Það er merkilegt að geta orðið svo ótrúlega cought up í sjónvarspþætti að þegar creditlistinn skrollar yfir skjáinn geri maður sér alltíeinu grein fyrir að maður situr með maskara niður á kinnar og næstum ekkasog yfir að einhver dó, brostnar vonir og handritsskrifaður sárauki. Tárin frussast eiginlega útum allt, einhverntíman lýsti mamma því að sem krakki hefði það næstum litið út einsog tárin spýttust út af augnhárunum en ekki niður. Ég held þetta gæti annars verið í genunum, allavega er sjö vasaklútamynd mjög eðlilegt lýsingarorð í fjölskyldunni. Ef þetta er ekki genatengt er örugglega bara jákvætt að geta gleymt sér svo í annarra manna eða tilbúnu lífi að maður getur háskælt yfir því. Samúðarverkir. Svei mér þá að það er ekki fín útrás að gráta aðeins þó maður sé ekki einu sinni leiður.

Ég get hinsvegar ekki grátið yfir eigin lifi í augnablikinu svo ég snýti mér bara hrauslega í vasaklút og flissa yfir hamingju og held áfram að bagsla við synopsis fyrir munnlega prófið.




Í götu rétt við amalíuborg, þar sem kóngafólkið býr og fyrir utan eru bláklæddir varðmenn með stóra loðna hatta standa gráir fyrir járnum með vélbyssur en mega þó brosa og blikka gangandi vegfarendur og gleðjast bara við að stilla sér upp í myndatökur, var líka indverskur markaður í einkaíbúð á fjórðu hæð í venjulegu húsi. Þar uppi hengdi fólk af sér yfirhafnir og lagði töskur tilhliðar en fékk hvíta poka og slóst í hóp fólks sem smokraði sér um þrengslin þar sem hafði verið dreift allskonar glitrandi smádóti, jólaskrauti, klútum og klæðum, marglitum koddaverum og sængurábreiðum, indverskum mussum, glimmerbókum, gamaldags skærum, silfruðum matarbökkum og glösum og töskum.

Við borð í stofunni var kona með riðgaðann stálkassa og seldi skartgripi og tók við seðlum. Hinumegin sat eldri maður í hvítum fötum, í vesti og með túrban á stól með gamaldags reiknivél og fór yfir innihald í hvítum pokum og vafði því í dagblöð og gaf upp verðið. Innámilli hlupu lítil börn af ýmsum uppruna og lék sér á milli fótanna og innan um þennan ævintýraheim af marglitu dóti. Ég skemmti mér jafnvel við að skoða dótið í hillunum þar sem var stillt bréfmiða þar sem stóð prívat eigur. Bókahillan sömuleiðis stórmerkileg.

Það var voðalega gaman að dandalast með mömmu og pabba, náðum ýmsu allt frá bæjarrölti og smá mollsjoppi yfir í indverskan mat og stórfenglega endurreisnartónleika í holmens kirke. Fjörtíu manna kór tók lög allt frá tólfradda yfir í fjörtíuraddað lag, jamm hver manneskja með sína eigin laglínu og áhrifin voru mögnuð. Meira segja pabbi hélt sér glaðvakandi og fannst þetta gríðarlega áhrifaríkt.

Þau fóru svo í vinnujulefrokost sama kvöld og ég mallaði risalamand með norskri stúlku af hæðinni og skemmtum okkur mjög hér á kolleginu. Alveg hið fínasta fólk hérna og fínn heimaeldaður matur og fyndnir leikir í bland við schnaps. Ég mætti með ópalskot og hellti á línuna og vakti það líka lukku.

Vika í verkefnaskil og fyrirlestur. Þrír dagar í fimmtu hallsheimsókn. sautján dagar í að ég fljúgi til íslands. minna en mánuður í jól. Eitt orð. Hvernig?




mor og far kommer

Um pennasýki. Eins lítið og mér tekst að strika út af verkefnalistum mínum þá virðist ég hinsvegar ólm í að kaupa mér penna í safnið.

Það er fyndin tilfinning að sitja í s-lest með dynjandi tónlist í risaheyrnartólunum sem maður veit fyrir víst að heyrist mjög vel út i lestarklefann og út í blönduna af fólki sem situr með blöð, starir út í loftið eða á annað fólk. Með störu út um gluggann, en það er svo mikið niðamyrkur þótt klukkan sé ekki margt að ég sé blágrænu kápuna, stóran trefil og fuzzyloðgrænu peysuna sem mamma prjónaði speglast í rúðunni og hinu megin tek ég eftir að einhver horfir undrunaraugum í átt til mín, kannski þekkti viðkomandi hljóminn í stínu nordenstam, kannski var manneskjan í sjokki yfir litasamsetningu af skæru í gráu veðri, kannski var manneskjan bara að stara út í loftið og ég var fyrir.

Einstaka sinnum sit ég lest eða metró og einmitt þegar hún rennur inn á nörreport eða þegar allir sitja í kremju á myldretid með kaffi og lesa urban og skyndilega fæ ég svona, hey ég er hérna tilfinningu. Hugsanlega lestarskorturinn á íslandi sem gerir að ég tengi almennilegar almenningssamgöngur sem eitthvað útlandalegt... Reyndar þurfti ég í gær í að bíða óóógeðslega lengi. Heilar 18 mínútur sem er lengsta sem ég hef nokkru sinni biðið eftir s-lest. Fuss. En mér til lukku var ég mikið klædd og búin að brenna disk í forláta cd-spilarann sem systir mín keypti í búllubúð á kanarí á skidogingenting gaf mér af vorkunnsemi þegar ég var að flytja og mp3 spilarinn ónýtur.

Eina sem mig vantar í retrofornstemminguna sem er að skapast heima, er nintendo og segulbandstæki. Það er hinsvegar mjög kómískt að það sjá prentarann minn og sjónvarpið saman. Prentarinn er nefnilega eiginlega stærri en litla rispaða sjónvarpið mitt. Samt þykir mér alveg jafn vænt um bæði. Ef það virkar er það fínt. Í ljósi þessara orða þá virkar tölvan mín ekki. rétt allavega. Svo þessvegna þarf ég bráðum nýja. Einhverntímann hélt pabbi ræðu um að tölvur og símar ætti að lita á sem kostað bara við að vinna og vera í skóla. Ætli hann sé sammála mér með að ný og fín Makkatalva sé nauðsynlegur kostnaður hjá mér núna....

Jæja við getum rætt það eftir sex tíma, þar sem foreldrarnir eru á leið í köbenmenningarferð, allt í bland vinnuferð, lúxushelgarfrí og samverustundir með týndu dótturinni í útlöndum. Einsog gerður sagði; alltaf svo gaman að sýna foreldrum sínum litla heiminn sem maður býr í núna..." nema í mínu tilviki þá þekkja þau heiminn miklu meira en ég af sinni sjö/átta ára reynslu af að búa hérna. EN þau hafa aldrei komið í metró svo ég ætla draga þau langar leiðir í fína nýja metró. Listasafn og loppemarkað. Og auðvitað út að borða.

Sem minnir mig á það að ég er búin að taka að mér að gera risalamand með kirsuberjasósu fyrir 17 manns á laugaradagskvöldið. Klassísk julefrokost þar sem allur matur er heimaeldaður og skipt niður á kollegibúana, ég rétt slapp við að elda fleskesteg pfúff eins gott. Veit það á að vera mikil pura, en hvernig það er gert?




tilviljanirnar

Her er ekki hvitt eda jolalegt. Her er serlega blautt, gratt og kalt og seinustu thrjosku laufin hanga a greininum og neita ad yfirgefa heiminn til ad vidurkenna ad thad se komin vetur. Heimurinn er litill en stundum minni en thad. Um helgina rakst eg bædi a folk i bænum sem eg atti engan vegin von a ad sja nuna i danmorku og daginn eftir i oskop venjulegu sjonvarpsglapi ad skipta a milli stodva sa eg skyndilega godan vin minn sitja i sofa med vinglas og bladra heil oskop a sænsku. Eg fraus og æpti yfir mig og fylgdist svo stjorf med thessum heimildarthætti thar sem hann asamt fleirum var eltur um party og nidur i sænskt djammlif. Thegar eg svo hringdi og innti hann utskyringum a thessum 15 minutum af sjonvarpsfrægd hlo hann sig mattlausan og sagdi ad enginn hefdi att ad sja thetta enda a sænskri lokalstod. En tilviljanirnar eru oflugri en svo.

Mig vantar lika hentugar tilviljanir og heppni til ad finna fullkomna ibud a fullkomnum stad a fullkomnu verdi og a fullkomnum tima audvitad midad vid uppsagnarfresti, endurgreidslu a depositum og fleira. Veit thad reddast allt a endanum en er spennt ad vita hvad gerist. Tholinmædi er ekki min sterkasta hlid.

Annars gengur allt sinn vanagang inna milli ovenjulegra atburda. Eg hef ad minnsta kosti fengid stadfestingu dagsins a ad danskan min er hreint ekki svo slæm vid tha merkilegu idju ad taka a moti tekniker fra TDC sem atti ad setja upp simatengi. Vid thurftum ad finna ut ur ymsu merkilegu enda eg alika okunnug rafleidslum i thessari ibud vinkonu minnar og hann en thad hafdist allt og gledst eg mjog fyrir hond bjork og greg ad hafa loksins loksins fengid internet eftir mikla thrautarleit. I nutimaædi sinu tha a madur serlega erfitt ad skilja eda trua ad flottar ibudir seu i svo gomlum husum ad thad se ekki gert rad fyrir sima, interneti ne kabalsjonvarpi. Thad liggur vid ad mer finnist internet jadra vid mannrettindi en thad lysir kannski firringunni sem hefur gripid okkur oll. Eg fer ekki i banka ne kaupi inneign i sjoppu.







I just love the way he leans

Stundum koma svona augnablik þar sem maður gengur um kannski í ferskum mjúkum úða sem kælir niður óþægindin, myrkrið búið að hellast yfir og er eiginlega frekar hlýlegt og næstum vernandi þó skapið sé misjafnt. Þá er einsog heimurinn sé næstum að segja så, så, det skal nok gå.

Svo ekki sé talað um hvað það er gaman að geta notað regnhlíf. Að rölta um í grenjandi rigningu sem rignir næstum beint niður og vera einsog tjald á ferð. Róandi dropahljóð sama hvert þú ert að fara.

Stundum er maður fullviss um að eiga eftir að fá eitthvað visst viðmót, en samt segir einhver rökhugsun að það sé vitleysa. Allt leysist, allir eru skilningsríkir og allir vilja öllum vel. Næstum því einsog blaut tuska í andlitið þegar manns eigin ótti er staðfestur og kennari veltir fyrir sér hvernig manni hafi dottið í hug að taka kúrs þegar maður er "tungumállega fatlaður" einsog hann svo skemmtilega orðaði það. Mætti halda að það sé eitthvað sérstakt að fólk velji að sækja nám annað en í heimalandinu, en svona er íhaldsömum dana á miðjum aldri vel lýst. Hann ætlaði þó eflaust bara að vera brútallí hreinskilinn, en það eru fleiri aðferðir til þess en að vera hrokafullur og sýna yfirlæti. Sérstaklega kaldhæðnislegt í ljósi þess að hann var nýbúinn að halda langan og hnyttinn fyrirlestur í tíma um innflytjendur og viðmót dana við þeim. (þyrfti að benda á lesefnið í tengslum við íslensk málefni)

Þvílík nostalgía. Þvílíkt minningarflóð um minningarbækur, dagbækur, magahnúta og ástarsorg, eða jafnvel ástarsorg yfir engri ást, dramaköstum, öskri, skellandi hurðum og dagdraumum. Fékk í láni á dvd seríuna my so called life og sogaði í mig afturblikið. Langaði þó að garga á hall þegar hann fór að grínast með að það væri á mörkunum hverjum maður ætti að samsama sig með núna, foreldrunum eða angelu og vinum. Reiknuðum út að við værum samt nær krökkunum en hinum ennþá. Djí. En ég á ekki svona mikið köflótt. Og hætt að lita á mér hárið eldrautt. Ég er líka hætt að skella hurðum og öskra en dagdreymingarnar verða örugglega alltaf til staðar auk smá dramakasta.

Ég gaf mér loksins tíma til að skella nokkrum vínarmyndum inn og hægt er að kíkja á þær hér. Mikið elska ég haustliti.




og nu ser vi på fjernsyn

Allt sem fer niður fer upp aftur. Ég nenni ekki að vera lengi niðri, það er svo lítið útsýni þar. Það er ekki nema svona einn dagur þar sem maður sér ekki skóginn fyrir trjánum, himininn fyrir skýjunum, blómin fyrir arfanum eða hvaða annað líkingarmál mar vill nota. Its all gravy (in the navy) einsog sakk sagði alltaf.

Auk annarra gleðiefna og góðra daga, þá finnst mér rík manneskja. Ekki endilega hamingjusamlega rík af góðum félagskap og skemmtilegum stundum heldur þá nefnilega á ég mitt eigið sjónvarp í fyrsta skipti síðan ég fékk fjórtán tommu sjónvarp í fermingargjöf sem lifði bara af í nokkur ár. Á gígantískum loppemarkaði fann ég oggulítið rispað litasjónvarp á hundrað kall. Í þarnæstu röð fann ég oggulítið sjónvarpsborð á fimmtíukall og saman sómir þetta sér glæsilega í einu horni. Síðan dröslaði ég þessu heim í metró og lestum reyndar með mikilli hjálp frá halli. Í fyrsta sinn í fjölda ára á ég mitt eigið krumpaða sjónvarp. Ég ætla kaupa veggfóður og líma utaná það til að gera það fallegra. Auk þess fann ég bláa expressóbolla með blómum svo nú verða allir að byrja að drekka expressó í heimsókn hjá mér. Eða rauðvín úr lítilli fjólublárri karöflu. Elska flóamarkaði.

Íslenskir sjómenn á jasstónleikum fyrir tilviljun, pró hvalaveiðar þar sem við íslendingar höfum rétt til að gera hvað sem við viljum til að sýna framá prinsipmál einsog sjálfstæði okkar og enginn á að skipta sér af hvað við viljum. Indælisgaurar en þó margar senur þar sem mátti klípa sig til að segja bara jahá og einmitt en ekki taka uppá að ræða eitthvað sem engan endi hefur. Sumt er bara ekki orkunnar virði, en hinsvegar var troðinn barinn og mikil djassdívusöngur ákaflega hressandi. Hún söng trompet sóló einsog það væri minnsta mál í heimi.

Mér finnst bara sjarmerandi að það er ekkert í boði fjarstýring né kann ég að stilla inn stöðvar svo það er bara í boði að sitja og halda inni leittakkanum til að skipa á milli. Hamingjan í dag við að finna óvæntar þýskar stöðvar, krappí raunveruleikasjónvarp, sænskar teiknimyndir, norskan kvennafótbolta í snjókomu og breskan kaldhæðinn þátt um heimspeki Descartes var kómísk. Það þarf stundum ekki mikið til að skemmta manni...




kæfa ekkert paté

Ég játa skrítinheitin. Stundum, svona nokkrum sinnum ári fæ ég óstjórnlega löngun í kæfu. Ekki hvaða kæfu sem er heldur helst grófhakkaða rjómalifrarkæfu. Eflaust arfur frá pabba sem fílar svoleiðis helst með gelgumsinu ofaná líka. Ég hef velt því fyrir mér þegar ég fæ svona craving hvort þetta sé einhverskonar próteinskortur, nema þar sem ég fíla ekki rosalegar nautasteikur vilji ég lifrarkæfu? Og ég sem hata lifur mest af öllum mat í veröldinni. Sem er nú annars sjaldgæft hatur.

Ég hef líka smakkað einhver fansí og frönsk paté en mér finnst þau ekkert góð. Í nettó féll ég skyndilega fyrir ökólógískri grófhakkaðri kæfu bakaðri eftir fornri uppskrift og borðaði hana með skeið. Samt bara þrjá bita en það er yfirleitt nóg. Þar sem ég keypti sjaldan kæfu er þetta craving oft tengt ískápnum heima (eitt af mörgum heima, þetta er flókið orð) þar sem ég er að elda með mömmu en þarf að fá mér kæfu í forrétt því hún kallaði bara á mig þegar ég sótti tómatana. Hún horfði á mig stórum augum og spurði mig hvort ég væri ekki bara ólétt. En nei hvorki þá né nú svo þetta kæfukreifíng hefur ekkert með hormóna að gera.

Lítið skref fyrir mannkynið en stórt skref fyrir mig. Ég opnaði BAritgerðina og las hana nokkurnvegin í gegn. Ég er búin að fyrirgefa henni sumt og næstum gleyma hryllingnum tengt sköpuninni. En það góða við þetta endurlit er að ég man hvernig í ósköpunum mér datt í hug að sækja um þetta nám.

Lokakreisídagur í þessari viku á morgun með hópaverkefnum og lestri og svo frábær helgi framundan í góðum félagsskap áður en síðan logarnir munu svíða rasskinnar og lærdómshæpið vonandi nást á fullt skrið.




Hádí hó. Ég er hér. Rétt svo.

Flæðir úr eyrunum á mér af sögum og atvikum en gef mér ekki tíma í að byrja að babla sökum óstjórnlegrar þarfar til að læra. Ef einhvern tímann hefur logað undir rassinum á mér (samanber...alltaf..) þá er ég samt að upplifa heilt eldhaf svei mér þá.

Allt gengur upp einhvernvegin þó það gangi ekki upp nákvæmlega einsog maður hélt. Fyrir utan að ég hef óhemjulega mikið að hlakka til og fátt að kvíða fyrir ef út í það er farið. Everything is happening og mest af því gott.

Hvað er fólk svo að væla að það sé bara svo dimmt á íslandi, hér er bara komið rökkur uppúr fjögur og kolniðamyrkur um fimm. Reyndar hlýrra en þarna á klakanum, en hinsvegar hef ég aldrei upplifað eins hröð árstíðarskipti og í Vín. Kom á föstudegi í tuttugu stiga hita og sól, sat úti með vínglas á vínekruhlíð á laugardegi en náði samt að frjósa næstum í hel í röku frosti með snjóflyksum í lofti í næstu viku.

Ég færi að reita af mér hárið af pirringi og roðna á eyrunum ef ég segði orð um það litla sem ég hef heyrt af rembingi og smáborgarahætti sumra íslendinga og ætla því að láta það kjurrt liggja í bili. Hef ekki orku í annað en eigið námspanik akkúrat núna. Mikið vildi ég óska stundum að ég væri algjörlega óforskömmuð og hefði ekki vit á að skammast mín hið minnsta, það hlýtur að vera svo miklu auðveldara.... en fyrst ég hef eitthvað vit er eins gott að reyna að nýta það eitthvað.








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com