Loðið vorið
Flotagerð á salonen. Ég vakti gríðarlega lukku við þá iðju mína að búa óvart til báta úr öllu pappírssnifsi sem fyrir varð. Mér til undrunar þá virtust ekki allir kunna að búa til báta og þótti sumum einsog ég væri á borð við japanska pappírsbrotasnillinga. Eitt kvöldið var smá kennslustund og ákveðið að búa til flota. Bátar úr bjórmiðum (nóg af þeim) kvittunum (enn meira af þeim) bíómiðum og fleira tilfallandi. Björk tók að sér að kóreógrafa flotann og raða þeim gríðarlega fagurfræðilega upp sem vakti spurningar um hvort þetta væri sérlega gott út frá hernaðarlegu sjónarmiði. Sigrún bjó hins vegar til gogga sem voru hinir illu, vopnaðir illum úlfi og lamadýri með tundurdufl og vernduðu píramídana sem flotinn ætlaði að komast að með leynivopnið í silfurkúlunni sem bæklaði báturinn hans halls innihélt.
Já maður lætur sér ekki leiðast.
Þar að auki var þarna kál í vatni. Ég varð að taka mynd af því vegna stríðni ásu í marga mánuði þegar ég drakk myntute sem var soðið vatn með sjóðandi vatni sem henni fanst fáránleg hugmynd. Hér höfum við hins vegar ferskt rucola kál í köldu vatni með klaka. Hugsa sér næringargildið. Fer líka vel með viskí.
Ég hefði ekki trúað því að þó við gebba færum næstum klukkutíma of snemma af stað í strætóferð uppí versló að taka moggaprófið með hinum hundrað og eitthvað, þá myndi strætó bara ekki mæta á svæðið og við enda með að svitna í leigubíl alla leið. Hefði átt að gera meira grín að stressinu í henni sem var fullviss um að eitthvað færi úrskeiðis. Ég leyndi á mér og blés ekki úr nös við að lesa sænskar, norskar og danskar fréttir um fuglaflensuna og skrifa uppúr því þó ég hefði ekki tekið með mér eina einustu orðabók en giskaði bara. Ætlaði að taka þetta létt og jafnvel fara í póstmóderníska orðræðu ef ég lenti í vandræðum enda langar mig ekkert að skrifa fréttir uppúr dómsmálum eða skýrslum.
Ég skal segja ykkur það að eini hluturinn sem minnir á vorið á íslandi er að ofurloðni, stóri hvíti kötturinn er í óðaönn við að verða minna loðinn. Hún er ekki eins sæt þegar maður stríkur henni og fær hnoðra í lófann, né þegar maður rífur hana upp til að kreista hana og verður einsog loðbolti sjálfur. Ætla hlífa ykkur við að lýsa því þegar ég ryksugaði herbergið mitt eftir mánaðardvöl kattarins þar inni. Stærðfræði hefur aldrei verið mín sterkasta hlið þó ég hafi alltaf fundið útúr því sem ég þarf. Hins vegar finnst mér einsog ég kunni ekki að telja þegar ég gekk inn í versló og rifjaði upp að næstkomandi haust væru víst NÍU ár síðan ég byrjaði árið sem ég tók þar. Hvarflaði að mér orðið ellismellur að hlamma sér inn í EJS stofu.
maður vaknar á endanum af draumum
Það er búið. Gnístan tanna en þó ekki verra en svo að njóta fjölskyldufaðma og kunna vel við hvað fólk hefur almennt áhuga á því að ég sé komin heim. Það er öðruvísi lykt í herberginu mínu en mig minnti. Ekki vond lykt, en næstum svona einsog heima hjá öðrum sem maður finnur að er ekki eigin heimalykt. Strax á morgun verður eflaust farið að anga af ástu sem ég vona að sé jákvætt..
Mig langaði að kyssa gelluna í tékkinninu í dag þegar ég sá að hún gaf mér gluggasæti þó ég væri mætt ansi seint miðað við kastrup standarda eftir fíaskóið með reiða reykjandi leigubílstjórann sem tók ekki íslensk kort af neinu tagi og hundskammaði mig en elti mig inní flugstöðina í leit að hraðbanka. Að sjálfsögðu flæktist ég inn í að versla smá þegar fluginu seinkaði um tæpa tvo tíma, nauðsynjarhluti einsog langvarandi varalit og mjólkurfreyðikönnu. Hvert fer heilinn á svona stundum. Og meiköplistann fyrir gerði sambó sem lofaði að sækja mig á flugvöllinn gegn innkaupum, bjór, fílakarmellum og kremi. Hef mér til málsbóta að ég var illa sofin eftir mánudagskareokekvöld á samsbar og örugglega með stækkaða lifur eða fitulifur eftir mánuðinn. (Erfitt að búa með læknanemum sem vita of mikið hvað gerist inní líkamanum hehe)
Svekkjandi að upplifa komu sumartímans ( tapaður klukkutími sem ég fékk þó til baka með vöxtum við heimkomuna) Það sem meira er að upplifa vott af vori þar sem frostið var farið í köben og komin snertur af hitalykt í loftið eftir þokusenuna. Fékk reyndar ekkert þrumuveður en hins vegar rigndi eldi og brennistein meðan við töltum að næturlagi yfir á sams, ég úti með tvenn hælastígvél í fanginu sem íslendingurinn vildi eeendilega gefa mér áður en ég færi heim. Já það var ekki leiðinlegt að taka við þeim. Eftir þó nokkra umhugsun sá ég að fyrst hann vildi enn gefa mér þessa skó eftir mánuðinn sem hann hefði alveg getað gleymt því, því ekki minnti ég hann á það, þá gæti ég ekki fyrir hönd allra stúlkna sem líkar ógurlega vel við skó, verið þekkt fyrir að neita slíku boði.
Hápunktur kareokestemmingarinnar þegar við fórum frá nettri feimni yfir í að slást um míkrafóninn og taka hvert hallærislega lagið á fætur öðru. Söng meðal annars robbie williams af óþægilega mikilli innlifun og björk brilleraði í im just a gigalo en hallur tók ironic með alanis af stakri snilld. Áttum alveg gólfið fyrir utan nokkrar sænskar smápíur sem voru meira fyrir 50 cent of fleira af sama tagi.
Ást mín á innritunargellunni minnkaði fyrst þegar ég sá að eyrað sem ég ætlaði að sofa á mínu græna var eiginlega þétt upp við hreyfilinn. Taldi ég svefn ólíklegan. Mínútu síðar koma nágrannar mínir í sætum og reyndust vera um það bil fimmtán stórir og stæðilegir karlar af austurevrópskum uppruna í góðu stuði og spjölluðu hástöfum á slavnesku máli og slógu hvern annan í öxlina. Fannst ég skyndilega ansi lítil og þakkaði mínum sæla fyrir mp3 spilarann. Greyin sváfu hins vegar einsog lítil þæg börn flesta leiðina einsog ég sem hef aldrei vitað styttri flugferð. (Enda græddi ég þarna tvo tíma, leggja af stað kl þrjú og lenda síðan fyrir fjögur...)
Alnánd raunveruleikans verður ekki flúin lengur. Bókuð í helgarvinnu, moggapróf, hittinga og víst djamm líka. Var farin að plana næsta flótta meðan hreyfillinn ruggaði mér í svefn. Pabbi er greinilega búin að sætta sig við hvernig ég er og að kyrrðin sé fjarlæg mínum beinum og benti mér á að sækja um auglýst starf í malaví og sri lanka.
Hvernig getur verið liðinn mánuður?
Einsog litlir krakkar í kökuboði viljum við ekki að partýið sé búið. Samt er sykurlostið í vellystingum og hæpið farið að taka toll. Þegar mann fer að langa í brokkolí er líkaminn að segja manni eitthvað. Fengum beiðni um skemmtilegri uppstillingu en bros. Bite me honey.
Sumir þjást af alvarlegum vanda í aðferðarfræðinni þegar kemur að viðreynslum. Það verður einhver að leiðrétta þann útbreidda misskilning hjá strákum að það sé allt í lagi að reyna við allar vinkonurnar sem eru saman, í einu. Það virkar ekki einsog lottó þar sem fjöldinn gefur meiri likur á vinning. Einhver verður líka að benda á að það hjálpar ekkert að rífast um hver hafi upphaflega haft réttinn á að tala við einhvern, þegar sá sem átti að tala við hefur ekki minnsta áhuga á málsaðilum. Þó held ég að sagan um þann sem tók vinalegu nálgunina á þetta og klappaði stúlkunni á magann og spurði hvað hún hefði nú drukkið marga bjóra í kvöld toppi vondskuna. Neeeeeeeiii. Algjörlega bannað.
Aukavikan er búin að vera slatta krefjandi, einskonar óverlód á ánægjunni og augnablikanýtingunni. Mörg sein kvöld tekin í röð við mismunandi tilefni. Hugsa að við höfum allar gott af að taka tíma í að hugsa vel um lifrina á komandi vikum. Erfitt að lýsa stemmingunni á stöppuðu salonen en ég tek hattinn ofan fyrir sigurgeiri og aroni sem voru alveg frábærlega skemmtilegir dansandi plötusnúðar í gær. Þjappa af ítölum,íslendingum og dönum sem hreyfist næstum samtaka. Góður matur og gott fólk og lífrænn bjór og ítalskur eigandi. Verst að það lokar of snemma þar. Íslendinganýlendan hérna er eiginlega margfalt stærri en mig grunaði, sem er í eina áttina skemmtilegt en hina gæti manni orðið nóg um. Þegar maður er lentur í verkfræðingapartýi undir morgun pilegaarden og íslenska er 98% tungumálið á staðnum þá er eitthvað undarlegt. Það er heldur ekkert öðruvísi hér að allir þekkja alla einhvernveginn.
Þrumuveður á dagskrá á morgun ef ég er heppin. Langar í eldingar. Líka viðeigandi að veðrið taki þátt í að kveðja mig.
Hvað snýr upp heimasnáði! *
Frægasta búllan í köben er sardínudós þrisvar í viku þegar það er dobbel op og bjórinn á 15kall. Íslendingareru yfirleitt fjölmennir enda allir að spara ógesla mikið. Moose hefur stundum sveittasta andrúmsloft sem hægter að finna, en þó skapast oft fyndin stemming þegar hrært er saman allskonar skrítnu fólki og námsmönnum og útlendingum.Við duttum inn í fimmtudagsstemmingu þar eftir að hafa hafnað gríðarlega góðu tilboði frá tveimur myndarlegum dúddum semvildu endilega bjóða okkur heim í kokteilapartý. Við hlógum okkur máttlausar við deilur milli þeirra um hvaðværi besta leiðin til að kynnast okkur en kokteilapartýið fór yfir í að eiginlega ætti hann bara bjór til að setja í kokteilaglösog mange forskellige polser og skinke.
"Vil du gerne have at jeg smider bukserne? Så kan jeg vise dig rigtige boxer shorts." Einn dani var ógurlega svekktur þegar ég tók myndir af strákum í hinum endanum sem höfðu smellt buxunum niður á ökla og stóðu með bjór og sígarettu á brókunum í afslöppuðum samræðum. Hann skildi ekkert í því að við afþökkuðum fyrst og brosti út að eyrum af gleði þegar ég sagði honum eeendilega að fara líka úr buxunum. Furðulegt.Brókargaurarnir urðu svo vinir okkar og deildu með okkur að síðustu helgi hefði þeim tekist að koma þessu trendi afstað á öðrum bar og náð tuttugu gaurum úr buxunum og ætluðu að toppa það. Hlátur kvöldsins náði annars hámarki þegar við komum heim og lengdum líf okkar um áratug í krampakenndu hláturskastiliggjandi hver um aðra þvera á eldhúsgólfinu. Engin veit ennþá hvað var svona fyndið.
Maður lærir alltaf eitthvað nýtt um sjálfan sig í útlöndum. Það er mikið búið að gera mikið grín að mér fyrir undarlega áráttu til að fá mér eitthvað að drekka og gleyma glösunum útum allt. Ætli ég sé óeðlilega mikið þyrst alltaf? Kaffibolli við gluggann, vatnsglös og bjór inni á baði eða matilde við sófann. Ég fékk líka að upplifa stingandi brjóstsviða í fyrsta skipti á ævinni um daginn sem hugsanlega mætti tengja við ólýsanlega ást okkar á chillinu sem við kaupum í dollum frá besta shawarma staðnum á strikinu og setjum í allt sem við borðum, frá pasta til ristað brauðs auk daglegs bjórsöturs sem ku ekki vera uppskrift að góðri magaflóru þó ég sé þekkt sem stálmagi meðal sumra vinkvenna minna.
Trabant tónleikar og íslendingapartý var í gærkvöldi. Það er engin spurning að þeir eru snillingar á sviði. Þeir náðu salnum ótrulega vel með sér og rassi er ógeðslega fyndinn. Mine damer og herrer, nu skal vi alle sammen på knæ, fordi hans far var ehhh var æi shit hvernig segir maður uppfinningamaðurá dönsku? Ja Hann var inventor, ja hann skapte den islandske kokteilsósa!! og bugtað var fyrir trommuleikaranum ogút brutust þvílík fagnaðarlæti að þakið ætlaði af húsinu. Sú umræða kom upp að hann ragnar væri eiginlega ógurlega kynþokkufullur því sveittari og glimmerspreyaðari sem hann var og þegar hann stendur uppá hátalara og hristir á sér hvern skanka. Mjúkur á stöðum og hristist vel. Kannski ekki rétt á meðan hann skyrpti á bringuna á sér samt. Mikill losti á sviðinu í kynningunni á hljómsveitarmeðlimum "Hvem vil ikke bolle med viðar? Han er sku en rigtig bollemaskine!!!"Það hefur ekki enn gengið að sannfæra félaga stelpnanna um að söngvarinn sé reyndar ekki samkynhneigður sjálfur þó hann lýsi yfir löngun til að sofa hjá gítarleikaranum sínum og helli yfir sig kampavíni og smyrji sig í glimmeri. En hverjum er ekki sama um kynhneigð, þeir eru bara sexí.
Fyndið hvernig svona samkunda af íslendingum getur orðið kunnugleg, jafnvel þó ég þekkti ekki marga. Allstaðar tengingar ahhh þessi sem var vinur þessa. Bekkjarbróðir úr grunnskóla, menntaskólakunningjar, vinkona vinkonu einhvers og svo framvegis.Það er svo undarlegt að velta fyrir sér hverjir kannast við mann eftir einhverjum svona krókaleiðum án þess að maður viti af því.
* What´s up homeboy
få det beste ud af det
Hvers vegna skildi vera bás í apótekinu hérna þar sem stendur hjælpemidler, og undir hanga hálsbrjóstsykur og hvítlaukspress
hlið við hlið auk uppblásins kodda.
Þegar maður er blankur og nennir ekki búðarrápi fannst mér einsog plötubúðir og risabókabúð yndislegir staðir til að
skoða, fá hugmyndir og skemmta sér yfir öllu sem er búið að semja um eða skrifa um. Hins vegar er línan rosalega
fín frá meðvitund um að mann vanti ekki neitt yfir í að mann vanti roooosalega báða geisladiskana með dönsku hljómsveitinni under byen
sem danski málfræðineminn sem lærir líka íslensku var að kynna mann fyrir, eða einhverjar af fimm dönskum bókum um sjónmenningu,
kvenljósmyndara, nýja raunsæisstefnu í norrænni gjörninga og ljósmyndalist, eða upplifun okkar af andlitum í sjónrænu áreiti.
Ég er með fetish fyrir þessum búðum, að einsog alvöru fíkill þá lifi ég í afneitun og þykist alveg geta farið inn
og flett í gegn án þess að enda með að kaupa eitthvað.
Sumir skilja alls ekki að bókabúðir séu heill heimur af spennu. Mér finnst stundum næstum því skemmtilegra að fletta, finna
og kaupa heldur en að lesa sem er algjörlega absúrd, en ég afsaka þetta fyrir mér sem research. Allt rannsóknir fyrir
framtíðar skrif ef ekki bara opna fyrir nýjar hugmyndir.
Sigrún gladdi líf mitt mikið um daginn þegar hún kynnti mig fyrir mr.Spike, hjartfólginn harður diskur sem inniheldur álíka
magn af nýrri tónlist og FONA sjálf. Aumingja tölvugreyið mitt svitnaði hreinlega við fyllinguna og ég er fjarri því einu sinni
að komast í gegnum allt sem ég fékk. Bjartir nýjir tónlistardagar í vændum.
Langar rútuferðir og göngutúrar á stöðum sem maður þekkir ekki, í einveru með nýja tónlist í eyrunum láta mann upplifa einhverskonar
boblu og fiðring í maganum. Einsog maður sé skotin í sjálfum sér eða upplifuninni að vera þarna. Það gerist ekki alltaf
en svo allt í einu kemur sólargeisli og blindar mann, eða það byrjar að koma haglél þar sem maður stendur á ljósum en samt er ekki
kalt og maður fær gæsahúð yfir að því. Eða gatan er vinaleg, eða maður fattar alltíeinu af sjálfsdáðum hvar maður er (óvæntir rat-hæfileikar)
Stundum horfir einhver á mann einsog hann þekki mann, en kannski fékk hann bara ofbirtu í augun af grænu kápunni á gráum degi.
(Fólk virðist almennt klæðast ógurlega dökkum vetrarfötum) Getur alveg gerst á grettisgötunni eða á leið í skólann heima, en ég held það sé
sjaldgæfara að maður nenni að taka eftir umhverfinu eða sjálfum sér í því.
Hins vegar velti ég því fyrir mér hvort maður geti deilt svona mómentum með öðrum af fullri alvöru. Kannski væri það
mælikvarði á hvort einhver sé kominn djúpt undir múrana ef maður getur deilt þessum einverustundunum sínum með þeim.
Það er svo ólíkt hvernig fólk nær saman, sumir geta notað orð til þess en stundum segir líkamstjáning milli fólks svo miklu meira.
Kjánalega virknin er síðan að ætla að skýra slík tengsl með orðum. Einsog með því að orðgera það sé það eitthvað
raunverulegra en án þeirra. En það virðist allavega sannast allt í kring um mig að fólk smelli saman einsog flís við rass
og sitji síðan bara þar án nokkurra vandkvæða. Réttar aðstæður og réttur tími og réttar manneskjur virðast enn finna hvort
annað. In theory allavega. Hinir eru kannski fleiri sem veit hvað því kannski finnst en ramba ekki á þetta augnablik af tengslum við fólk hverju sem um er að kenna.
Allavega á dagskrá að nota lífið í reykjavík á nýjan hátt. Ég frábið mér stress af frama og frægð og fjárhag og enn frekar
stressi yfir að ég sé ekki allt sem ég gæti verið ef allt væri öðruvísi. Á sama plaggi skrifa ég undir að opna múra og
aftengja varnir fyrir hugsanlegum framtíðarskaða. Skaðinn gerist hvort eð er ef hann gerist og mun verra að skaðast við
að undirbúa það líka.
Þemalag vikunnar; "Den her sang handler om at få det bedste ud af det" af plötunni Samme stof som stof með under byen.
Sumir dagar hverfast um undarlega hluti af engri sérstakri ástæðu. Bæti við laginu "Mere af det samme og meget
mere af det hele". Carlsberg special fagnaði írönskum áramótum í gærkvöldi. Í kvöld eru sumarsólstöður ef ég man rétt.
Það er alltaf eitthvað sem hægt er að fagna. Ég mætti ekki í flugið mitt í dag er líka eitthvað til að fagna.
Gerðu það þægilegt fyrir músina þína?
Við elli rákumst á þessa auglýsingu á stórum spjöldum um alla borg og hann náði mynd á símann sinn. Ef einhvert vafamál skyldi vera má benda á að þetta er ekki ábending til gæludýraeigenda að hugsa vel um litlu mýsnar sínar heldur er þetta O.B. túrtappa auglýsing.
göteborg núllsex
Ég er með meinloku á tannbursta. Þegar kemur að því að pakka þá er tékklistinn greinilega gallaður því ég get ekki munað að taka tannburstann með mér þegar ég fer eitthvað. Þannig er fyrsta hlutverkið mitt ávallt að finna slíkan á nýjum stað, svo núna á ég einn í reykjavík, einn í köben og einn í gautaborg. Einn grænan með gúmí á haldinu og tungusköfu (þegar þeir segja að þú fjarlægir fimm sinnum meira með sköfunni, meina þeir þá fimm sinnum meira en ef þú gerir ekki neitt?) einn appelsínugulan og hvítan með últrasveigjanlegum haus og einn rauðan og bláan með gúmíhárum inná milli. Skemmtilega mikið til af tannburstum.
Hur mår det? Ég er líka jafnléleg í sænsku og mig minnti, get svo sem babblað eitthvað en hvernig segja þeir eiginlega þetta n og ng hljóð uppí koki sem minnir einstaklega mikið á barnahjal og er ástæðan fyrir að maður gæti ekki tekið reiðan smámæltan svía nokkurntíman alvarlega. Túristafóbían mín veldur þessar þörf til að tala dönsku/sænsk/íslenskubland, en svo uppgötvaði ég lúxusinn í því að tala bara ensku og fólki finnst maður mikið meira spennandi sem "útlendingur" en sem bjagmæltur gestur. Eða stundum. Tollafgreiðslumaðurinn tók mig í þriðju gráðuyfirheyrslu í malmö, þar sem ég skildi varla þá giskaði ég bara svo ég myndi ekki vita þó ég hefði óvart smyglað helling. Þó sagði mér einn dúddi að löglega mætti taka um hundrað lítra af bjór svo ég held mér hafi verið óhætt.
Alltaf ánægjulegt að eiga smá catching up með góðum vinum, enda nær þrjú ár síðan við ása komum hingað í skandinavíutúrnum og hann búinn að koma sér ótrúlega vel fyrir. Vinnan með notuðu húsgögnin, fötin og búsáhöld ásamt ást hans á hönnun hefur farið vel saman og stíliseringin í toppi í bland við Ikea og gleymum ekki uppþvottavélinni. Ekki verra að hann hafi dottið niður á alla mögulega "fræga" hluti sem eru virði svona hundraðfalt það sem hann keypti það á.
Enda sá sem valdi grænu kápuna mína og flutti með sér heim því hún væri svo mikið ég.
Tramið og miðbærinn, rölt og út að borða, upprifjun og hlátur, rauðvín og eldamennska. Masamam karrí og kjúklingur. Hönnunarbúðir með snilldarlega smáhluti. Sykursjokk og kaffi. Eini karlmaðurinn sem nennir endilega að tölta með mér í skóbúðir og hvaðeina þó ætlunin sé alls ekki að kaupa neitt heldur strjúka þeim (shit þarf að spara fyrir bjór út næstu viku af framlengingunni, kem heim 28.mars)Spretthalup í síðasta vagn niður í bæi, Jazzsalsadansmaraþon í rosalegu reykelsisskýi með ella og patric (bannað að reykja auðvitað, engin keðjureykjandi drottning hér) reykhornastemmingin er athyglisverð too say the least. Panda sterkt skot á barnum en ekki tequila og skeggjaði maðurinn með tattúin færði okkur ferskusnafs. FERSKJUSNAFS??!! Ég lít greinilega ekki nógu hörkulega út. Lokar snemma, fólk hér á ekkert að þvælast á djamminu eftir fjögur. Næturkebab með heilum jalapenostönglum og aukachilisósu og meiri kebabsósu, namm. Hvíslandi menn á hverju horni....taxi....taxi.... Ekki næturverð í tramið því það var komin morguntraffík. Sunnudagsleti og bið eftir gestunum sem greinilega elska mig því þeir vilja eeendilega koma við og elda handa mér. Þrír karlmenn og ég.
Ef einhver skildi hafa misst af þeim stórfréttum þá vann Carola hina rosalegu sænsku forkeppni í eurovision í gærkvöldi og mun því slást við silvíu nótt í maí. Hún er reyndar frelsuð og elskar að láta hárið blásast aftur (strunsaði um sviðið en blástursvélagaurarnir hlupu hraðar og blésu á hana frá öllum hliðum.) Geysivinsæl samt hérna er mér sagt þó ég kannast ekkert við hana er hún víst þekkt úr þessum bransa.
Fíla gautaborg. Fíla ella. Helgin bráðum búin. Næst kem ég þegar það er ekki snjór yfir öllu, þó ég elski peysur og trefla þá er frostinu stundum ofaukið.
ps. Tilkynningarskylda hinna símalausu- Björk og sigrún, ég tek rútuna um sjö á morgun svo ég verð sennilega komin til ykkar uppúr tólf. Framlengdi ferðina í gær svo þið sitjið uppi með mig hehe.
Allir heima -ég elska ykkur líka þó ég hafi fallið í freistingar að framlengja bobbluna mína. Ekki gleyma mér þótt það líði önnur vika án mín. Kötturinn verður allavega ánægður með einkaherbergið sitt aðeins lengur þótt pétur húsdraugur sé orðinn pirraður á ástuleysinu.
the blob
,,En Ásta, skilurðu ekki að ég er búin að míga utan í ykkur?"
Þessi tilkynning kallaði á smá hvabeha´frá mér, en þetta var sem sagt skýring félaga okkar á undrun minni yfir á þeirri þróun inni á rómuðum bar hérna að karlkyns athygli inná staðnum skildi fara í gegnum hann einsog til að fá leyfi. Þar sem ég kannaðist ekki við að vera ámigin af neinum né sá hversvegna sú ályktun ætti að vera svona augljós bara við að sitja við sama borðið en hann hélt fróðlega ræðu fyrir mig um virkni karla í veiðihug þar sem sýna þarf eiganda merkts svæðis virðingarvott, eða fá samþykki áður en tala má við þau. Veit ekki hvort hún gildir um bæði íslendinga og aðra en honum fannst þetta held ég takmarkað skemmtilegt hlutverk en við höfum það ágætt þar sem hann fann ýmsar góðar afsakanir sem varðmaður og bægði burtu leiðindapésum ef einhverjir voru.
Er jarðtenging ekki bara ofmetin? Það er einsog stressið yfir framtíðinni hafi lekið út um eyrun á mér og ég er að springa úr ánægju yfir að vera í tímalausri boblu þar sem ég er ekki skildug til að gera neitt. Þetta er náttúrulega tímabundið ástand og grunnt á hversdagslegar skynsemisraddir en ég leyfi mér hinsvegar að þagga niður í þeim og njóta augnabliksins í staðinn fyrir að eyðileggja þau með að hugsa of langt áfram einsog er ég geri of oft. Hinsvegar er ég alls ekki tilbúin til að yfirgefa bobbluna mína og með smá sannfæringu frá sófaeigendunum og gestgjöfunum sá ég að ég þarf eiginlega ekkert að drífa mig eitt né neitt og þær vildu helst að ég kæmi með bæði á Iron&Wine (lok apríl) og Belle&Sebastian (lok maí) og fengi nú allavega að sjá vorið í köben. Öðrum orðum þá ætla ég að framlengja ferðina og dunda mér í köben frekar en í reykjavík einsog litla viku í viðbót.
Hinsvegar er ég núna með augu á stærð við rifur, úfið hár og ringluð því ég þarf ósofin að ná rútu til gautaborgar, pakka og fara í nettó á leiðinni því heimamaðurinn þar þráir ódýrt danskt gutl og gefur lítið fyrir blessað ríkið eða hvað það nú heitir þarna hinumegin. Kæra fólk sem gæti haft samband við mig, ekki hafa áhyggjur þó ég kom ekki heim með fluginu mínu né svari í símann um helgina því ég gleymdi honum í gær og fer því sambandslaus í næsta land. Hey allíúbba, men det går mygget bra!
mærkeligt
Undarlegar uppákomur dynja á okkur hérna á víngarðsstræti. Ef það er ekki heill poki af vínflöskum sem ákveður að rifna í efstu tröppunum og tólf glerflöskur skoppa og mölbrotna og skapa skerandi hávaða niður fjórar hæðir svoallir eldri borgararnir koma út á tröppur og óa herregud, hvad forgår der? Frú Ólsen var alveg hissa á þessuen þakkaði fyrir að við vorum ekki með hvítlauksolíu í flöskunum...? Það var gríðarlega hressandi að sópa allar hæðiraf glermjöli. Svo ekki sé minnst á senuna þegar aumingja björk hrundi niður einn stigagang á leið út á nörreport að ssækja mig í lestina og var öll marin. Okkur fannst því alveg yfirgengilegt á laugardaginn þegar við liggjum allar uppí sófaalgjörlega búnar með orkulevelið eftir laaaanga útiveru kvöldið áður og björk furðar sig á skrítnu hljóði í smá stunden við sigrún orkuðum ekki meira en að segja aha. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að það flæddi vatn úr loftinuyfir rúmið og bókahilluna hennar sigrúnar. Gulleitt vatn gutlaði og boblaði út um rifu og engin skiljanleg ástæða önnur enað einhver hefði drukknað í baði á efri hæðinni. Sem betur fer var það ekki málið heldur víst samansafnað vatn af þakinu sem engin skilur hvernig gat komist þarna inn og sprengt sér leið í gegnum loftið. Óheppin að beint fyrir neðanlágu læknisfræðibækur, einhverjar sem kosta umþaðbil fjörtíuþúsund stykkið og safnast hafði massapollur alveg meter fram á gólf. Húsið hefur sjarma og eigið líf, einsog gólfinsem ekki er séns að finna út hvar brakar í eða hvenær heldur er frekar einsog það eigi í samræðum við mann og brakarauðvitað hæst á nóttunni eða ef maður þykst læðast. Svo er yndislegt á nóttunni þegar það keyra stórir bílar framhjá og gólfið titrar eða bylgjast næstum einsog að rugga mann í svefn. Á klósettinu heyrir maður líka stundummjög vel í einhverjum nágranna að snýta sér eða spjalla, sem getur verið ógurlega kómískt þegar maður situr í einkaerindum og svo eru allt í einu einhverjir karlar að spjalla og hljómar einsog þeir gætu næstum setið við hliðina á manni. Já þettaer íbúð með persónuleika og henni er vel við okkur. Hef ekki kynnst neinum húsdraug, en mér er sagt að pétur heima á eiríksgötunni hafi tvíeflst við fjarveru mína og gangi bersersgang. Greyið hann saknar mín örugglega og vill bara kúra inni hjá mér.
En á föstudaginn fórum við á opnun á listasýningu í ráðhúsinu, eingöngu fyrir aðstandendur og boðsgesti en viðhöfum sambönd þar sem móðir bjarkar er sossa málari og var einmitt með verk þarna og sjarmeraði dyravörðinn með því að hún væri með tvær dætur sínar og gæti ekki valið á milli. Ef hann hefði bent á að við værum ekki mjög líkar ætlaði húnbara að segja að við værum báðar nákvæmlega eins og feður okkar sem væru sitthvor maðurinn. Fullt af hvítvíni og hinar frægu ráðhúspönnukökur semeru sem sagt fylltar með einskonar vanillurjoma og með apríkósusultu og möndlum ofaná. Fékk reyndar tips um frábæravinnu hérna úti sem ég þarf að skoða líka... Sýningin er flott og samstarf milli grænlendinga, færeyinga og íslendinga. Okkur ræður frá borgarstjóra reykjavíkur og danskra menningarráðherra. Mér til undrunar rakst ég bæði á einn af "nýju" vinum okkarfrá pilegården og arnar gamlan góðvin sem einmitt var að koma úr heimsókn frá ella í svíþjóð þangað sem ég er að faranæstu helgi og gamlan fjölskylduvin frá danmörku, mín helsta minning um hann er mynd af honum með mig litla og ljóshærða á háhest(já ég var ljóshærð sem barn, undarlegt skref hjá náttúrunni, kannski til að ég liti út einsog öll hin dönsku börnin) Heimurinn er minni en allt.
Kvöldið var tekið með trompi í framhaldi af sýningunni með afmæli á oresundskolleginu og bæjarrölti sem var ákaflegaviðburðarríkt og langvarandi. Þó orkan hafi verið í lágmarki tókst mér að villast sama og ekkert á laugardagskvöldið á leið "alla leiðina" útá amager í matarboð til brynhildar. Einn íslendingur hérna gerði grín að mér að fjarlægðir væru afstæðar þegar maður væri vanur heimahögunum, en ég held að fjarlægðir séu frekar afstæðar þegar maður er vanur að vera eina mínútuút á nytorv og eina mínútu út á amagertorv og strikið heiman frá sér. Þá er amager sveit. Ég verð bara að minnast á sunnudagsmarkaðinn sem við sigrún töltum á, þar sem heil gata af antík/notuðum vörum búðumsettu allt út á götu og skapaðist góð stemming af skrítnum hlutum. Mættum meðal annars eigendum salonen í húsgagnaleit. Ég fann húsbúnaðí alla íbúðina sem ég á ekki, allt mögulegt fallegt bæði skærlitt og skræpótt. Keypti ný rúmföt í safnið mitt af gamaldags sængurverum með seventiesmunstriblómum en lét veraað kaupa stærri hluti enda 600grömmin sem ég hafði til umráða fyrir yfirvigt við komuna lööööööngu fyllt. Atli er duglegur að splæsa. Alger snilld þó frostið hafi ætlað að éta af manni fingurnarþrátt fyrir plastbolla af heitu kakói, logn og sterka sólargeisla sem blinduðu. Soerne út að norrebro var gegnfrosið og fólk að skokka, hjóla og rölta útum allt. Best voru þó ungir drengir að breika, með kaffibolla og stóla út á miðri frostauðninni. Vorið lætur bíða eftir sér hérna það er nokkuð ljóst.
Matarlega séð þá er ég búin að læra að borða Dim Sum. Reyndar var þjónninn ekki hrifinn af prjónahæfileikum mínumog færði mér gaffal sem má taka sem ofsalega mógðun, en þar reyniði bara að búta niður hrísgrjónadeigspönnuköku í chilliskál og þá takiði bara gaffalinn og látið ekki tækniatriði trufla matarlistina. Hinsvegar var ítalski maturinn kunnuglegri, þó ég hafi neitað mér um að monnta mig og panta á ítölsku þó allir þjónarnir hafi verið þesslenskir. Undarlegt nokkþá efldist nefnilega ítölskukunnáttan við bjór svo ég var farin að þýða úr ítölsku yfir á dönsku. Men det går ellers godt nok.
ballett og borðhald
Ástarþríhyrningur. Ást, græðgi, svik, afbrýðisemi, dauði, brothel, maddömmur, sjóferðir, dónamenn og fagrir riddalegir menn, glysgyrni og flótti og sjúkdómar og morð.
Ballettinn Manon í konunglega leikhúsinu við kongens nytorv var ekkert smá dramatískur og um leið fyndinn og skemmtilegur.
Átti eiginlega ekki von á balletthúmor en þetta var alveg frábær sýning í barrokkstíluðum salnum með gulli og skreytingum
á bæði mögulegum og ómögulegum stöðum. Duttum inn á miða á hálfvirði á fyrstu sölum fyrir miðju sem var algjör snilld.
Það skemmti mér mjög hvað aðaldansarinn var með rosalega mikinn kúlurass og í þunnum sokkabuxum svo hann leit eiginlega
meira út einsog anatomíumódel en manneskja. Yrði eitthvað undarlegt að sjá þetta í návígi, held að í stað fyrir
að þetta sé kynþokkafullt þá færi ég meira að hugsa með mér.... já þarna tengist vöðvinn niður að hnjáliðnum og
svona á ofurlærvöðvi í stöðugri notkun við að stökkva að líta út. En glæsilegir voru þeir því er ekki að neita. Annar var lítill og fíngerður (eða virkaði þannig hliðina á anatomíumódelinu með buns of steal) en svo lipur að hann stökk um allt og sveiflaði fótunum einsog það væri engin mótstaða í aðdráttaraflinu.
Þetta var mögnuð upplifun að sjá sveiflurnar og stökkin og allt svo smooth og fljótandi að enginn svitnaði einu sinni. Ljósasjó og búningarnir og reykurinn og hópdansar.
Algjör glamúr. Stakk aðeins í stúf reyndar senan þar sem vondi gaurinn var að vera vondur við prima ballerínuna
nema bara að senan var fullgrafísk og ef maður myndi taka að sér að tala yfir ballettinn til skýringar hefði hann
sagt "komdu þarna gæran þín og sjúgðann á mér" sem okkur fannst óvenjulega dónó og mikið ekki í takt við blúndurnar og pífurnar. Líka sprenghlæjilegt atriði af brotheli þar sem fingerði gaurinn hafði fengið sér aðeins of marga neðaníðí og dansaði samt sveiflur einsog hann væri á eyrunum, næstum að missa stúlkuna sem hann sveiflaði um allt og náði ekki að grípa hana eða datt um sjálfan sig eða gleymdi sér í að strjúka löppina á henni í staðinn fyrir að snúa henni.
Fyrir ballettinn ákváðum við að undirbúa okkur í sama glæsistílnum og fórum á veitingarstað við sama torg og konunglega
leikhúsið sem er
voða fansí og flottur og góður matur. Pantað borð hálf sjö og fanst það nú nægur tími til að slafra í sig súpu eða svo.
Reyndist vera enn fínni og dýrari á kvöldmatseðli en andrúmsloftið huggulegt, þjónarnir sætir og við á hælaskóm
svo við ákáðum bara að slá til og pantaði túnfisksteik og hvítvín og Björk einhvern fínan fisk dagsins. Nema hvað,
ekki löngu síðar kemur einn af öllum karlþjónunum svífandi með forréttartúnfisk með sinnepsblabla og lauk og salati.
Við horfum tómar á hver aðra og síðan hann og bendum svo á þá staðreynd að við ætluðum alls ekkert að fá forrétt.
Hann sveiflast eitthvað en kemur svo og segir að einhver smá misskilningur hafi orðið og við eigum bara að njóta
réttarins þangað til okkar kemur. Ehh hálf óþægileg tilfinning fanst mér benda til að ég hlyti að hafa pantað eitthvað
vitlaust enda fljótt að kenna dönskunni um allt sem miður fer. Þjónninn okkar vildi hins vegar ekkert við það kannast
og kom bara og fyllti glösin þrefalt meira en áður af hvítvíni og baðst afsökunar á mistökunum. Maður á aldrei að
segja nei við ókeypis mat frekar en ókeypis skóm svo við bara nutum. Við lækkuðum meðalaldurinn þarna inni líka um slatta og
vorum örugglega litríkari en flest spariklædda fólkið svo kannski vildu þeir bara halda okkur lengur.
Verra var að nú leið og beið og klukkan tifaði þótt þjónarnir brostu blítt og mætingin í ballettinn var orðin frekar
krjúsjal þegar björk hnippir í einn og spyr hvort það sé nokkuð langt í matinn, sko bara því við eigum að mæta í
leikhús eftir tuttugu mínútur. Maturinn mætir, við rífum í okkur á mettíma með réttum namminamm og svona og vinsötri
(ég hafði sko aldrei smakkað ALVÖRU túnfisk ódollaðann en nota bene fékk ég léttsteiktann túnfisk í forrétt og grillaðan túnfisk í aðallrétt... ætli það hafi verið til
eftirmatur með túnfisk? Já og ekki gleyma brauð með túnfisk í morgunmat, og kryddsíld og laxinn sem við elduðum
og úthafsþorskurinn sem ég pantaði um daginn og sushi, fer að breytast í fisk bráðum. Hugsa sér allar ómega 3 og 6 sýrurnar,
jeremías þetta er svo hollt) Ég er enn að narta í matinn og gríp bita milli reiknings, kvittunnar og fara í kápuna.
Enduðum á að borga ekki einu sinni fullt verð fyrir upphaflega matinn og hvítvínið fyrir utan allt sem við fengum
í "sárabætur" fyrir það eitt að fá gefins mat. Kvaddar með brosi og kveðju frá öllum þjónunum og klikklökkuðum á skokkinu yfir
torgið upp stigann í sætið á fyrstu svölunum og þá dimmdu ljósin. Fullkomin tímasetning fyrir buns of steal sjóið.
Annars komst ég líka að því að ef ég væri málverk þá vildi ég sennilega vera barrokk málverk. Ekki ítölsk drama og væmnis eða trúarbarrokk né fullkomlega yfirveguð og nákvæm hollenskt barrokk heldur svona rembrant málverk. Djúp og dimm á litinn, oft í brúnsvörtum eða brúnrauðum litum og hann var voða hrifinn af miklum konströstum og snillingur í áferðum einsog á klæðum, hári og gulli. Skrautlegar en alvarlegar og ótrúlega falleg birta sem er einsog það lýsi kröftugt út úr myndinni. Hef nú prófað að klína lit á blað sjálf og get ekki skilið hvernig hann býr til ljós úr málningunni.
eggjahrúgur í hættu
Ekki skal geyma öll eggin sín í sömu körfu.
Hver veit hvernig þessi málsháttur er í alvörunni? en einhvernveginn þannig að maður eigi ekki að veðja öllu á eitt og dreyfa eggjunum í stað þess að geyma þau í einni körfu. Fólk hefur verið undarlega duglegt við að viðra þennan málshátt við mig. Bæði var auður með fræðilega úttekt á því hvers vegna draugar ásóttu mig í reykjavík alveg óumbeðið og taldi einhæfni á staðsetningu um að kenna.
Síðan komu ma og pa við í köben í gær og við fórum út að borða á ítölskum veitingarstað og töltum í rökum ofurkulda um strikið og hin hálfíslensku moll illum og magasín. (Ótrúlega international familía, en þau þurftu sem sagt að millilenda í köben og nýttu tækifærið að hitta frumburðinn og reyndar var tuttuguára reunion frá því að við vorum hér þrjú saman í gamledage) Sem sagt var ég grilluð á staðnum um opinbert hlutverk ferðarinnar, skóladæmið og það. Ekki þótt gáfulegt að sækja bara um tvo skóla því einmitt eggin væru öll í einni körfu og þar að auki bara í köben. Pabbi svitnaði auðvitað ógurlega þegar ég þrjóskaðist við og sagðist helst vera á því að fara bara alls ekkert í formlegt nám. Þegar ég kem með bara vera til, skrifa og vinna í listminniþemað kiprast augabrúnirnar.
Ég held annars bara að hann vilji að ég fari til ítalíu svo hann geti æft sig meira í tungumálinu eftir námskeiðið sem hann er á en mömmu er svo mikið um að koma í veg fyrir eggjahrúgu sem öll fer til spillis að ég fékk linka á fólk og skóla um öll norðulönd.
Svo það er sviti og blóð að koma saman umsóknum í fjórriti, sumar með ferilskrá, sumar með ritgerðum um ágæti mitt og skipuleggja myndamöppu til að sækja um myndlistarskóla svo ekki sé talað um atvinnuumsóknir með fagurgala. Heppilega þá sé ég strikið frá glugganum hjá stelpunum í íbúðinni þeirra við magasín, það var lúðrasveit í skrúðgöngu, kvikmynda/auglýsingaupptaka á horninu undir glugganum og fleira skemmtilegt.
Komst að því líka að ég elska sushi.
snúin
Hvort er undarlegra, að ungum íslenskum hagfræðing sem að eigin sögn leggur áherslu á stjórnmálafræði og anarkisma, langi ekkert meira en að skoða sýningar í danmörku en fái aldrei tækifæri til þess, eða að hann bjóðist til að gefa mér skó sem hann óvart situr uppi með úr hlutastarfi sínu sem lagerstarfsmaður í skóverksmiðju. Inná milli ljósmyndabóka í svarta demantinum kemur spurningin hvaða skónúmer notarðu? viltu eiga brún hælastígvél í 38 sem ég þarf að losna við?
Öllu heldur, hvort er bilaðara, að þiggja slíka skógjöf af ókunnugum íslending af dönsku djammi sem fékk að slást með í listasafnsför, eða að þiggja ekki skó sem þér er boðið? Skóboðið tengdist hins vegar ekki neinu daðri né fetishum að því er virðist heldur einfaldlega staðreynd að skórnir áttu engan eiganda og enda í ruslinu. Hvert öðru fyndnara og einkennilegra, en hinn besti félagskapur enda leiðigjarnt að tölta um í einveru og yfirleitt gaman að hitta nýtt fólk.
Fékk að heyra það að við hefðum verið mjög snúnar í karlmannaátfittunum, sem túlkast þannig að þessum nýju íslensku félögum fannst að við hverja tilraun manna til að brydda uppá spjalli hefðum við snúið uppá okkur í marga hringi. Það var ekki fyrr en við höfðum rekist á þá nokkrum sinnum að upp kom að báðir hópar voru ættaðir af fróni og hresstust eitthvað við það. Enda höfðum við alveg nóg með okkar eigin hóp af köllum. Þemað var tekið með fúlustu alvöru, póker spilaður allt kvöldið heima og sötrað bjór og viskí og reyktir vindlar. Glæsilegar sílíkonmeyjar skreyttu veggi íbúðarinnar og allt prjál og blómarugl var falið. Engin tók samt þemað eins langt og jósefine sænsk vinkona sem bæði teipaði niður á sér brjóstin og var með typpi auk þess að vera skeggjuð. Vídjóið sem ég náði af henni og sigrúnu í machódansi er óborganlegt. Að sjálfsögðu var spilað uppá peninga og allir fengu alterego. Mér var gefið nafnið Chip, alltaf að bíða eftir stóra breikinu og þegar vel gekk var ég kallaður THE chip. Hinsvegar var ég enn betri í að tapa stórt og veðja á ranga aðila og þurfti því að fá mikið af lánum frá okurlánaranum. Segir sig sjálft að ég sé óheppin í spilum því ég er svo ógeðslega heppin í ástum. Eða þannig. Björk var mafíósi en kallaður bub, því roberto er of fansí fyrir svona harðan nagla. Josef með teipuðu brjóstin var skåpsbosse og reyndi ýtrekað við Sam the dealer aka. Sigrúnu sem stjórnaði öllu klabbinu og gaf lánin. Anna var hinsvegar alltof sæt og fékk þessvegna bara að vera litli sæti florentino. Síðan má ekki gleyma Mr. G sem var bestur í blöffinu. Djöfull skemmtum við okkur vel í ruglinu.
Fékk þó einhverskonar uppreisn æru frá þessum frónbúa sem sagði að það hefði undist nokkuð hratt ofanaf mér og þessi undarlegi hálfblindi listasafnshittingur með skótilboðum og kaffi alveg ósnúin dagur. Í dag er staatens museum málið og vandringar á eigin spýtur um sextándu aldar barrokk og málverkum rembrant.
vorið....?
merkilega mikið um sjókomu í vorstemmingunni í köben....
Stundum kemur það fyrir mann að maður platar alveg óviljandi. Stundum platar maður kannski viljandi, en það er ennundarlegra þegar maður platar óvart. Einsog þegar maður segist vera tuttugu ogþriggja i fullvissu um að maður séþað þangað til maður man að eftir maður er víst eldri.
Í gær lenti ég í að vera mínílygari. Konan í lobbínu á fotografisk center brosti og sagði mér að det koster femogtyvekroner, men hvis du er student så koster det kun femten. Ég sagði henni auðvitað að ég væri námsmaður, bara á íslandi og ég væri ekki með stúdentakort. Hún sagði jeje, men det er godt nok, jeg tror på dig og brosti enn blíðar, nema húnhafi verið að kíma yfir danska hreimnum í leiðinni. Jæja ég réttenni fimtán kall með minni yndælustu handaréttu og rölti inn á sýningu Roger Ballen. Nema hvað að það rennur upp fyrir mér að ég laug. Ég er víst ekki lengur skráð í nám neinstaðar og ekki baun námsmaður... jæja aðlögunartími er nauðsyn. Þar að auki finnst mér einsog ég sé bara í smá pásu. Ég og gamli kallinn á sýningunni náðum ágætlega saman. Það er hann sagði mér með svona skemmtilegum dönskum hreim sem dregurseiminn og leggur áherslu á e og ypsilon og minnti á lækninn í adams æbler; ,,Meeget mystiske billeder" og nikkaði til mín. Þegar ég jánkaði bara, sagði hannJe, mennesker í meeget mærklige situasjoner.
Ég hef sjaldan verið jafn vinsæl hjá ókunnu fólkir sem hringir í íslenska númerið mitt og hérna úti. Fyrir utan skelfilega undarlegt drukkið nætursímtal í miðri viku frá fyrrverandi alls ekki neitt síðan fyrir meira en ári síðan er búið að biðja mig um að koma í viðtal hjá fréttablaðinu vegna sérblaðsins "tímamót" og viðkomandi fann mig á lista yfir nýútskrifaða stúdenta. Verstað hún vildi fá mig í myndatöku samdægurs sem augljóslega var problematískt. Síðan hringdi í mig hún Hanna úr menning og markaður námskeiðinu og var að spá hvað hefði verið sagt í síðasta tíma. Athyglisvert í ljósi þessað ég hef aldrei mætt í það námskeið né skil af hverju ég er ennþá á lista hjá þeim. Og konan frá markaðsval vildi endilega fá að ræða við mig um ráðgjöf í fjármálum eða eitthvað álíka. Ég tilkynnti pent að ég ætlaði síst að fara að borga millilandasímtal fyrir slíka ráðgjöf, enda gagnslaus með öllu. Atli sér fyrir mér á einhvern hátt þó launin hafi á undarlegan hátt ekki látið sjá sig á reikningnum mínum og engin til viðtals um það.
Hattur check. Vindlar check. Bindi og skirta check. Jack Daniels og Ballantines. Nýjasta playboy check og opnustúlkanuppá vegg. Bjór í stæðum, snakk og beikondöðlur check. Fullt af karlmannsklæddums stúlkukindum með húmor og pókerspili á leiðinni. Laugardagsstrákakvöld í uppsiglingu. Elska þemafyllerí. Tókum hinsvegar fansíkvöld í gær. Pils og klikkklakk og út að borða á fínum stað og eftir fylgdi kokteill á kokteilabar. Lærði að forðast ávallt allt sem inniheldur eingöngu gin, kóríander og krydd. En gáfumst síðan upp á að vera þær glamúrgellur sem við ekki erum og fórum í búllustemmingu og bjór frekar.
lent
,,not to know what you want is a terrible thing you should fight..." þessi lína úr lagi með mirah sönglaði áfram í hausnum á mér. Er það svo slæmt að vita ekki hvað maður vill?
En ég lenti heil á húfi í vingårdsstræde með alla fylgihluti, væga þynnku sökum árshátíðar kvöldið fyrir flugið og svefnleysis og nýja myndavél í farteskinu. Svo sem eins og að koma heim enda vel tekið á móti manni. Síðasta færsla endaði full snögglega, en átti að lýsa hálsbólgunni sem var byrjuð að gera vart við sig og ég keypti lager af fyrirbyggjandi dóti rétt einsog köben ætti ekki apótek, tja eða ég væri ekki að fara að búa með tveimur bráðgáfuðum læknanemum sem eflaust geta greint hvaða bakteríu eða vírus sem á mig herjaði. En ég er hraust og spræk með fjallagrasamixtúru og sólhattsfreyðitöflur inn á milli hinna ýmsu ónauðsynlegu hluta sem ég pakkaði.
Reglusemi mín kemur á óvart. Við fengum okkur bita og bjór á einu uppáhaldskaffihúsinu þeirra/okkar (fór þangað sennilega fimm sinnum síðast þegar ég var hérna í sex daga) nema hvað eigandinn mundi eftir mér og talaði þar af leiðandi ítölsku við mig. Fyrir einmitt ári áttu þeir eins árs afmæli og ég var í himnaríki með íslenskum góðvinum, í danmörku þar sem eigendur og sumir gestirnir voru líka ítalskir og ég nýtti tækifærið augljóslega óspart. Hann bauð mig velkomna og minnti á að næsta laugardag eiga þeir tveggja ára afmæli og við skyldugar að mæta. Skrítið hvernig hittist stundum á, en þeim fannst kjörið að ég tæki upp á því að mæta alltaf í afmælið. Sem gæti svo sem verið auðvelt ef ég flyt hingað....
Ok. Námspíurnar farnar að sinna sínu og ég rokin að heilsa upp á strikið í dagsbirtu og ljósmyndasýninguna og annað yndislega tilgangslaust rölt. Fíl frí tú enví mí.
|