matur úr vömb í vömb
Íslenskt var það heillin. Eftir dagsverk í BArnapælingum og viðamikil þroskaskrif dreif sagnfræðisambýlingur eitt hún gebbhildur, sig í eldamennskuna. Hún dró fram þennan glæsilega lifrapylsukepp og sauð svo húsið fylltist ilmandi sláturlykt. Á meðan hann mallaði skellti hún í smá kartöflumús úr pakka og hrærði sem óð. Útá músina var útdeilt smjörklípu og með teygað örlítið goslaust egilsappelsín. Hef ekki borðað svona þjóðlegt í áraraðir.
Óvæntum uppákomum linnir ekki þessa dagana. Það er í tísku að skreppa heim í frí frá svíþjóð, elli sprelli er kominn til landsins í viku. Þar sem ég sá ekki frammá að komast til að skoða volvoinn, uppþvottavélina né sambýlismanninn í gautaborg þá hoppaði ég hæð mína að fá að hitta hann. Vona hjartanlega að björk komi líka í heimsókn ef ég kemst ekki til köben og þá vantar bara að hitta sigrúnu frá osló og þá eru flestir skandinavíubúarnir komnir. Gott hjá útlandafólki að koma hingað þegar ég kemst ekki til þeirra.
Ég rakst á þetta fáránlega fyndna ljóð frá henni siggu þegar hún var í ham.
allt eða ekkert?
Einn dag lenti ég á Heatrow um kvöld. Dröslaðist alein með það sem átti að vera aleigan mín næsta árið eða jafnvel lengur út í dimmt og heitt kvöld og fann leigubíl. Maður á miðjum aldri sem var sveittur en velmeinandi kallaði mig luve í öðru hverju orði. Yes luve, but ofcorse luve, where´ryou´eddin luve. Einsog æfður í að vera breskur fyrir túrista. Sætu strákarnir á hostelinu af pakistönskum uppruna brostu út að eyrum, komu dótinu mínu upp og lofuðu að vekja mig eldsnemma. Það er ótrúlega skýr minning um þetta kvöld, naut þess að liggja fáklædd á stóra rúminu með sígarettu og horfa á svarta himininn útum gluggann og breskt sjónvarp í gangi. Ég var með fiðring í maganum yfir því hversu frjáls, eða týnd ég væri í heiminum, prógrammið sem myndi hefjast daginn eftir í rútum og flugvélum á leið til ítalíu og þar vissi ég hvorki hvar ég ætti að búa né hvernig skólabatteríið yrði sem byrjaði ekki fyrr en eftir meira en mánuð. Enginn vissi hvar ég var á þessari stundu. Það hvarflaði að mér að ég gæti hætt við, tekið hafurtaskið mitt daginn eftir, kvatt sætu lobbístrákana og tekið lest inn í london. Fundið mér húsnæði, vinnu og nýtt líf. Jafnvel gæti ég bara hreinlega horfið án þess að neinn tæki eftir því alveg strax.
Það eru svo mörg og merkilega þessi augnablik sem maður getur hugsað til og veit að þau höfðu áhrif á hvar maður endaði, eða hver maður verður eða hvernig lífið þróast á þeirri stundu. Fæst þessara augnablika innihalda ákvarðanir í líkingu við að hverfa en væri maður öðruvísi ef maður hefði ekki ákveðna reynslu? Hvað ef maður hefði tekið aðra ákvörðun á einhverjum tíma, hefði allt manns líf breyst? Og sömuleiðis ef maður gerir ekki neitt, þá er það alveg jafn mikið val. Fyrst það er á manns eigin ábyrgð hvar maður endar, þá er stundum svekkjandi að maður skuli ekki vita betur hversvegna eitt en ekki annað var valið? Er það kostur eða galli að það sé tilviljunum háð.
Hvað er meira glamúrus en diskókeila á laugardagskvöldi? Já hemmi minn, það er black light og allt. Vinnan planaði ferð og þar sem ég er enginn félagsskítur þá mættum við galvaskar og sötruðum öl og felldum keilur. Ekki mikið stundað athæfi í mínum bókum svo ég óttaðist skítatap. Andi nýfundinna hugmynda endurspeglaðist í stigunum mínum þar sem það var allt eða ekkert í boði. Get sagt mér til hróss vera sú eina sem fékk þrjár fellur. Fékk oftast til skiptis fullkomnar fellur eða beint útaf. Í síðari leiknum kárnaði gamanið samt þar sem ég undirstrikaði núverandi stöðu mína í hugmyndafræðinni með því að hitta meira bara ekkert en eitthvað. Þó hrósaði ég happi að vera ekki nærri því í síðasta sæti.
ullarglamúr?
Sérlega hentugt í þessu tíðarfari og snjóþunga að móðir mín sé textílhönnuður sem elskar að prjóna og að dóttir hennar sé algjör kuldaskræfa. Skærgræna peysan mín úr ofurloðnu garni er lifesaver þessa dagana. Enda er þakið á eiríksgötunni ekki einangrað nema með dagblaðasnifsi hér og þar og þótt ég hafi fengið nýjan glugga þá blæs fersku frostlofti samt inn. Standard svefnbúnaður inniheldur peysu og þykka sokka.
skokkaði hálfsofandi og innpökkuð í allralita ullarföt og rétt slapp uppí strætó alltofsnemma í morgun og komst í vinnuna tiltölulega lítið seint.
Drekkandi kaffi úr bolla sem er einsog lítill blómapottur og velti fyrir mér hversvegna í ósköpunum allt er einsog það er. Skiljanlega er kaffið orðið kalt því engra slíkra niðurstaðna er ætlað að detta inn á milli þess sem ég spjalla um daginn og veginn og virkni spanhelluborða, constructa versus siemens eða hvaða veggháfar eru væntanlegir. Nei ég á ekki ryksugupoka í philips hoover, og þetta er 800W örbylgjuofn án grills. Finnst ég vera í svona nettum blekkingarleik við kúnnana, einsog þetta sé falin myndarvél þar sem ég fæ verðlaun ef mér tekst að láta alla trúa að ég sé í alvörunni að vinna hérna.
Ef það væri ekki snjór þá færi ég út í glamúrkvöld á hælastígvélunum. En glamúr felst nú ekki í hælunum heldur hugarfari.
afskriftir og fallnir yfirdrættir
Það er ógeðslega kalt í heiminum. Það frost og rok og hvín og nötrar í almennum tómleika. Flækjur ofsækja mig einsog draugar. Ég sagði kannski einhverntímann að það væri betra að vera flækja en einhver helvítis þráður en er jafnvel farin að efast um þá staðhæfingu.
Einn þessara daga í heiminum ætla ég að vera rétt manneskja á réttum tíma á réttum stað hjá réttum aðila. Einn þessara daga gerast hlutirnir í réttri röð, undir réttum formerkjum og á réttan hátt. Einn þessara daga verð ég ekki fyrir vonbrigðum með sjálfa mig og aðra og kenni heiminum um það. Einn þessara daga ætla ég líka að vera hamingjusöm með það hver ég er, hvar ég er og hvert ég er að fara og með hverjum. Miðað við prósentulegar líkur á vinning og fræðilegar forsendur þá ættu möguleikarnir að vera mér í vil eftir ofskammt af tapi. Heildartap ársins er allmikið. Síðari ársfjórðungs skýrslur sína hrun. Enn er lokaársfjórðungur til að lyfta meðaltalinu upp. Ef ég lærði eitthvað í rekstrarhagfræði í gamla daga þá ætti ég að finna góðar leiðir til að afskrifa gamlar syndir, fjárfesta viturlega í nýju fólki, læra að debit og kredit verður að vera jafnt því annars hallast á annan aðilann, vinna rétt úr skuldabréfsmisstökum og öðlast ekki lánadrottna sem maður ræður ekki við. Maður verður líka að sjá þegar maður er orðinn gjaldþrota og taka því einsog öðru. Og að yfirdrættir eiga það til að falla alltaf á mann á endanum.
Blekking er ekki andstæða raunveruleikans
For Illusion Is Not the Opposite of Reality. (Jean Baudrilliard 1998)
Desire is always the desire for that alien perfection at the same time as the desire to wreck or destroy it. You only get excited about those things whose perfection and impunity you want both to share and to destroy.
speki dagsins
Ef líftíma jarðarinnar væri umbreytt í mínútur myndi tilvist mannskepnunnar samsvara fimm mínútum af því tímaskeiði. Settu vandamálið sem þyngir huga þinn í þetta samhengi.
StjörnuGullmoli dagsins í boði mbl.is
Jæja það var þá. Það tekur því ekki að stressa sig á hlutunum.
eplahjarta
Vá þvílíkur kuldi. Og falleg norðurljós. Helst að vera innpakkaður í dún. Tími sjóðheitra freyðibaða upprunninn. Þó betra að tapa sér ekki í gleðinni og brenna sig eiginlega og liggja svo lengi að mann svimar þegar maður stendur upp.
Ég er búin að fara offörum í klúðri með þetta próf. Tókst með snilli minni að klára það um hálf fjögur í nótt og gleyma síðan að seifa svo allt datt út meðan ég svaf á mínu græna og tölvunni datt í hug að restarta. Hef enga stjórn á henni bölvaðri. Kannski var hún að hefna sín á ofnotkun og væli undan einhverju sem er smámál. En rumpaði þessu bara af aftur í dag og búin að losa mig við þetta. Get snúið mér að einhverju öðru. Loforð um að vesenast aldrei aftur svona mikið yfir svona litlu.
Mjúsíkdeit á prógramminu ásamt megaeinbeitingu í BArnapælingum. Verð að fara að skrifa eitthvað niður af því sem er einsog hnykill í hausnum á mér áður en tíminn er útrunninn eða hausinn tekur uppá að deleta því. Arcade fire og my heart is an apple er málið í kvöld. Jesús hvað tíminn flýgur frá mér. Er í alvörunni nóvember á næstu dögum? Fru stella hvor er livet? þar sem ég hef alltaf verið hrifin af haustlitum ætti ég að þakka fyrir þann gulan lit sem breiðist út í stað fjólubláa bjarmans. Nokkrir dagar og svo er allt búið.
lynkynd?
Its ON. Engin lynkynd í lífinu. (eru orð ekki fallegri með meira af ypsilonum, svona fallega ljót og hljóma öðruvísi í huganum) Its on í öllum skylningi nema airwaves. Gleði og glaumur náði bæði hámarki og glæstu botnfalli þessa helgi. Airwaves er búið og ég hugsa bæði með gleði og hálfgerðum fegynleik.... ekki meyri raðir. Aldrey. Laugardagurinn var samt frábær og stóðu hressleykinn hjá Helga Val, strákarnir í The Rushes (vorum að spá að gerast grúppíur svo hlíf geti verið í meiri návist við tilvonandi kærastann á trommunum) og Ampop uppúr því kvöldi þótt ég færi snemma heim. Ekki sýst að við gátum valyð okkur borð og meira segja var kertaljós því ég tek undir með auði, ein besta ákvörðun sem við höfum tekið svo vykum skypti að bíða ekki í "hynni ógurlegu nasaröð" þar sem fólk varð úti og undir og hvaðeyna. Óvænt pylsa í rúsínuendanum á hátíðinni, rúllaði út úr baði og á sunnudagstónleika með Pétri Ben, New Radio, The Rushes (jei tvisvar!) og Sign.
Já það kom mér margt skemmtylega á óvart þessa síðustu daga, og annað fólk mun meira en ég sjálf enda sé ég að það er hægt að fara mun lengra með hugdettur á djamminu en ég hef gert undanfarið. Alveg sérdeilis hressandi svona í skammdeginu. Ég hef lýka lært að mar verður fyrst mun verra áður en það verður betra. Regnbogans litir í andlytinu á mér.
Baráttudagur kvenna ý dag og fékk ég meira segja heyllaskeyti því til fögnuðar hehe og jafnframt lokadagur heimaprófsins sem ég er farin að hata einsog pestina.
Vínsyndir
Ok. Nú get ég formlega útskrifast. Sá stórmerki viðburður átt sér stað í gær að ég fór í mína fyrstu og sennilega síðustu vísindaferð í háskólanum. Reyndar á fölskum forsendum sem nýnemi í sagnfræði.
Það hefur opinberast fyrir mér að ef maður fer rosalega svangur í vínsyndaferð klukkan fimm með ókunnri deild og teygar öl, bryður síðan hydroxicut töflur og grænt te í tómann maga sökum þreytu og skolar því niður með rótsterku vodkablandi í magic út allt kvöldið á tónleikunum þá er voðinn vís. Það gæti endað mynd af þér á internetinu sem nýnemakjöti vikunnar með skálduðu viðtali, þú gætir átt löng samtöl við fullt af fólki sem þú manst ekki eftir sennilega þar sem þú sagðir ekkert sem gæti myndað heila setningu, gætir tínt nokkrum klukkutímum en hundskammað þann sem reyndi að koma þér heim að lokum, og verið illt í andlitinu því hægri kinnbeinið er marið og nett glóðurauga að myndast en ekki hugmynd um hvaðan það kom. Eins mikið og ég þoli ekki silvíu nótt þá fékk ég líkindi við hana því ég sagði ekkert nema já, sko, ógesla kúl, eða þúst frekar, nei ég meina, heyrðu, díses, Hvað er málið. Ef litið er á fáar bjartar hliðar þá ætti ég að þakka fyrir að muna ekki eftir því, og það gerðist í raunninni ekkert verra en ég gerði mig að mesta fífli í heimi. Það eru víst engar nýjar fréttir heldur.
sorry allir sem ég vakti eða þjáðust sökum almennra leiðinda.
Þýðir ekki að væla endalaust. Útskrift hjá HLÍF í dag!!!!! BA rnið skilað sér með glæsibrag og hún er orðin stolt MA mma í íslenskunni. Útskriftarveisla, lokahnykkur airwaves og vinnupartý á sama andartaki. Engin tími til að líða einsog battered houswife né klára bévítans heimaprófið.
vild´ég gæti flogið
Brjálað að gera. Mætti samt úfin eftir vinnu og angandi af gulrótarsúpunni sem helltist yfir mig alla, í tilraun til að ná rúsínunni í pylsuendanum á airwaves í gær. Læsti mig úti svo ég komst ekki heim að skila lopapeysunni né tölvunni og matarpokanum en peysan reyndist lukka þar sem raðirnar voru langar og kuldinn mikill. Tónlistarlega séð fór þetta kvöld fyrir lítið. En ég fékk aftur á móti pylsu í endann á bæjarins bestu.
Það er svo mikið að gera og mér finnst ég ekki hafa nógan tíma svo heilinn er farinn að bæta upp fyrir það í draumum. Ég hélt einmitt langan fyrirlestur í nótt í einhverjum ótilgreindum tíma. Svo raunverulegur að ég var með þvílíkan sviðskrekk og læti. Allskonar fólk var með mér í tíma sem tengdist skólanum ekki baun. Hélt meðal annars ræðu um vængi, táknrænan tilgang þeirra og hvað þeir minntu mig á. Síðan sýndi ég slidemyndashow af svart hvítum ljósmyndum sem gætu sýnt hvernig fugl myndi sjá eða hvernig hann gæti skynjað heiminn frá sínu sjónarhorni. Einkennilegt uppátæki svona í svefni. En hver væri ekki til í að geta flogið og séð heiminn þannig?
Það er allavega hægt að fljúga langt í höfðinu. Eiginlega þyrfti að vera til patant lausn á að hemja sig í því. Hvernig stöðvar maður hugsanaflóð þegar það er alvarlega þörf á einbeitingu? Heyrði annars merkilega kenningu í gær frá vinkonu sem var greind með einhverskonar snert af athyglisbrest og ofvirkni í huganum. Það er eflaust ekkert óeðlilegt við það en hugsanirnar fljúga inn og út svo hratt að ég hef takmarkað vald á þeim.
Mig langar í vínsyndaferð frekar en læra og þokkalega verður kvöldið tekið með trompi. Lýst best á stemminguna á Nasa þar sem maður verður að velja einn stað til að verja ekki öllu kvöldinu í röð.
bakandi vandræði
Lærdómssenan hefur valdið gríðarlegri aukningu í matseld og bakstri á heimilinu. Fyrsta kakan bökuð frá innflutningi í dag. Ilmandi súkkulaðikaka úr pakka bjargaði geðheilsu og skemmtun okkur gebbu. En þar sem átakið er ON, þá er bara diet rjómi með.
Tengdaforeldrar hennar gerðar tilvonandi komu í kvöld féllu alveg fyrir okkur. Loðni hviti kötturinn gerði útslagið með uppstilltu 1800W siemens ryksugunni og bókhlöðum inni í eldhúsinu sem ilmaði af matargerð og jafnvel bakstrinum okkar gebbu í dag. Ábyrgar ungar konur sem þrífa og elda og læra. Konni litli leigusali veit reyndar ekki að gerður er komin í fjölskylduna en fljótlega kemst að því að heitkona hans er kominn í mjúkinn hjá tengdó. Sem þýðir að við þurfum aldrei að flytja. Við ása verðum bara hjákonur ef í harðbakkan slær. Það er nú ekki af verri endanum að hafa þær svona nærri.... og ef hann langar í fullt af börnum verðum við eflaust komnar með samstilltan tíðahring að þessu ári loknu.
En þau komu færandi hendi með mahoní klósettsetu sem er mun glæsilegri en baðherbergið sjálft og með loforð um að laga gluggann hjá mér svo það snjói ekki uppí rúm til mín í vetur.
Airwaves taka eitt. Lofar allt góðu. Sé að það er vankantur að ég sé ekki með VIP armband. Það er eini gallinn að hundrað manns í röð fyrir utan grandrokk er ekki málið þegar dagsráin tifar og óheyrð tónlist flýgur frá þér í margföldum skammti á öllum stöðunum. Taka góða skapið á þetta með bjórí tösku og reikna út formúlu fyrir röðum og vera á undan þeim.
dýónísísku ofuröflin
Hið dýónísíska afl hefur stundum töglin og höldin í lífinu mínu.... Það ætti þá að vera stutt í ólgu og kaós eða jafnvel eftirsótts intoxication. Allt kraumar undir niðri og jafnvel bobblar útum allt á vissum tilvikum. ótamin öfl sem ekki er hægt að stjórna með rökhugsunum einum né setja í ákveðið form. Samt er alltaf appollínísk jafnvægisbarátta innan í öllum sem sprettur frá viðvarandi ólguástandi og draumum um einhverskonar fullkomið ástand? Appollonískir draumar um jafnvægi og hið idealíska og fullkomna.
Samt er bæði jafnmikilvægt. Þrífst allt á þessar baráttu milli ójafnvægi og jafnvægi. Milli spennunnar að koma hlutum úr og í jafnvægi til skiptis.
Og ekki síst ; The Dionysian element was to be found in the wild revelry of festivals and drunkenness, but, most importantly, in music. The combination of these two into one art form gave birth to tragedy.
Þetta er allt beint komið úr glósum úr tíma en ekki einhverri snarkruglaðri kenningu minni um sjálfa mig. Virðist bara stundum passa fyrir utan að það er engin tragidía hér á bæ. En heilinn á manni virkar víst þannig að maður finnur samræmi.
Heimaprófið er í vinnslu. Ég komst að þeirri þversögn að 200 orð er alveg fáránlega lítið og pyntar mig til að vera hnitmiðuð sem er ekki sterkur fítus. Airwaves jei jei. Búin að fá mér bækling en fylltist bara örvæntingu hvernig á að ná öllu. Djöfull verður gaman samt. Djöfusins að ég þurfi að vinna á fimmtudaginn. Gnístan tanna. Ég missi af einum fjórða af hátíðinni.
heimaprófsmóflóf
Ég er munstur. Munstur af því að vera með allt á hælunum og þrái stress einsog það sé enginn morgundagur.
heimaprófinu frá september var frestað um þrjár vikur. ég vældi í marga daga yfir því prófi en var svo létt þegar því var frestað að ég opnaði ekki bók. Jæja ég er samt heppin að vanda, þrjár spurningar, tvær af þeim vísa í greinar sem ég hef lesið. Sem er magnað því það eru einmitt bæði skiptin sem ég las heima.
Kæra fólk. Tillögur um 200 orða umfjöllun um kenningar Nietsche um hið appolloníska og hið díónýsíska væru vel þegnar. Eða menningarhugtak Herders (hver er það?) og tengslum þess við annað lesefni námskeiðisins. Eða jafnvel kenningum Baudelaire, Laxness og Simmel um tengsl tísku, fagurfræði og menningar í 600 orðum þá myndi ég dansa uppá borðum hér á tómri hlöðu. Ohhh ég sakna ritgerðarinnar minnar. Mér finnst þetta vera að stela tíma mínum og ég er viss um að hún er mjög afbrýðisöm. Vona það allavega.
Tóm bókhlaða er fyndin. Öll þessi vitneskja og engin að innbyrða hana. Allir heima að borða kvöldmat. Með msn, tónlist í eyrunum og ásu við hliðina á mér er það samt bærilegt. Ef ég væri heima gæti ég sogast inn í að horfa á helvítis íslenska batchelorinn með gerði. Mér finnst alveg nóg að sjá hann utan á strætó.
köttur í bóli bjarnar
kötturinn liggur sofandi í rúminu mínu og kúrir sig, malar síðan smá og snýr sér á hina hliðina. Ég faðma bara tölvuna mína og kreisti út orð um miðjar nætur. Einsog tóm blaðra eftir daginn en Tími varla að vekja köttinn svo ég komist að sofa sjálf. Smá snarl í kvöldmat varð að heljarinnar góðgætishlaðborði með eftirréttum í mörgum liðum yfir topmodel,so you think you can dance og háværum fíflagangi og skipulagi yfir rokkaraafmælinu næstu helgi í penthásinu. Fæðst hefur eðalrokkpíubandið "Flamboyant middle section" sem að svo stöddu hefur fjóra meðlimi. Fékk ég úthlutað starfi sem lead singer með túberaðan rauðan makka og meikup to match og svara nafninu Nina. Bandið fer ekki varhluta af alþjóðavæðingunni og eru meðlimir af hinum ýmsu þjóðernum, indverji, skoti, ítali og kínverji, hver með viðeigandi hreim. Þokkalega munum við rokka.
...you the only sense the world has ever made...
Ástkona okkar allra til fjölda ára hún sigrún á afmæli í dag og verður formlega einu ári minna en fjórðungur úr öld. Ég ætla gefa henni það í afmælisgjöf að reyna allt sem ég get til að skilja eftir skóla og fjárhagsáhyggjur og fara bara víst til osló. Hvenær í veröldinni mun hún næst vera búsett þar ásamt manni sem ég hef aldrei séð. Hvenær næst mun passa okkur báðum að vera þar saman og hitta góðvini okkar jóhönnu og gunnar sem við deildum sorgum og gleði og öllu til heyrandi í bologna til forna? Hvenær næst verð ég ekki pikkföst í vinnu eða einhverju sem krefst enn meiri viðveru en lokaritgerðarskrif ehem.
Ég ætla bara að endurheimta gamla kærastann minn atla og láta hann borga. Hann hefur alltaf verið sæmilega hlíðinn hingað til og látið aðstoðamenn sína með glöðu geði skipta niður öllum kostnaði á óséðaframtíð sem alltaf er seinna tíma vandamál. Haustið er eini tíminn því síðan heldur hún áfram flakki eða kemur heim.
Stöðugt þreytt því heilinn vinnur mun meira en aðrir partar af mér. Meira segja í vinnunni stoppaði ég milli grænmetismatargjafa og uppvasks til að krota niður hugsanir á nótublöð um hin ýmsu mál í ritgerðina. Lítil stelpa gleymdu fallegum dökkgulum tréblýant sem var gleðigjafi. Möppurnar í hausnum á mér eru lélegar svo mér finnst bókstaflega að ef ég hripa það ekki niður um leið sem mér dettur í hug að þær tjóðrist hvergi og séu týndar og tröllum gefnar. Skipulagsbókin mín er einkennileg þar sem milli teiknaðra korta af óformaðri ritgerðarhugmynd og handskrifuðum vitnunum úr bókum sem ég er að lesa eru nótublöð og servíettur heftuð inn. Jaðrar við vandamál því svo virðist sem aðeins eitt komist að í einu svo aðrir kúrsar og verkefni eru strikuð út með tippexi. Switching off er líka einsog heftað við hljóðhimnurnar á mér og ég heyrði það á replay inní hausnum á mér í dag. Röltandi heim í myrkri og rigningu með súpu í poka fékk ég loksins að heyra það og það þurrkaði burt alla þreytu og límdi bros á úfið andlit.
Halló noregur. ...I choose my final scene today switching off with you...
er smáralindin djammið í dag?
Ekki missa af; Elbow. Cast of thousands. til dæmis Switching off.
Bjór og jóðl klikkar ekki. Drulla og biðraðir og sviti í risastóru tjaldi bónusprik einsog jagermeister í plaststaupi frá strák með stórt bros og tríólahatt eð ungmey með svuntu og fléttur í hárinu. Við byrjuðum snemma en við gebba tókum okkur þá smá hlé í æðinu og skokkuðum yfir í háskólabíó þar sem vopnaðir verðir spurðu nákvæmlega út í símana og myndavélar en þó gerðu enga athugsemd við bjórnestið í töskunni. Hádrama um von og trú á hinum síðustu og verstu tímum og tár á vanga yfir að tíbet sé að hverfa undir oki kína og söguleg skömm yfir að vita svona lítið um raunverulegt ástand þarna. What remains of us. Eftir myndina var skokkað tilbaka í tjaldið og óð til þýskrar menningarheima haldið áfram með krafti.
Rifjaðist upp fyrir mér hversu mikið mig langar til indlands. Sé það nú í náinni framtíð ásamt asíuflakki fyrst ég eygi skólaendinn. Heimildarmyndin born into brothels er einhver sú besta sem ég hef séð. Krakkarnir eru svo klár og falleg og fyndin og skemmtileg á sama tíma og umhverfið er skelfilegt og vonin sama og engin.
Samkvæmt gebbu er heilsa 2005 ON, enda ekki seinna vænna áður en 2006 gengur í garð. Þykir þó afrek að hafa svitnað yfir grönnum í gýmaldinu sem sporthúsið er. (Það getur vel verið að ekki sé ý í gýmald, eða jafnvel að þetta sé ekki orð en það lýsir samt stemmingunni vel) Heldur þykir mér til frétta hin ótrúlega sveitta stemming sem var í smáralindinni þar sem þrekaðar ungar dömur leituðu uppi fæði. Í anda átaksins var energie bar fyrir valinu enda bjóða þeir ekki bara skyrdrykki og myóplex heldur hina ýmsu girnilega matrétta. Og áfengi víst líka, sem ég hafði ekki leitt hugan að áður. Eitthvað fanst mér ójafnvægi milli ávaxtaþemans og flestra hinna borðanna þar sem teygaður var öl í röðum, ungir rússneskir strákar með sígó í einni og glasafargan á borðinu. Hinu megin eldri maður komin vel í glas, með bæði bjór og skot fyrir framan sig og gerði hosur sínar grænar fyrir dömunum á næsta bás, hellti svo bjórnum yfir sig allan og borðið og heimtaði skaðabætur. Við veltum fyrir okkur hvaða tenging sé milli austurevrópu og sunnudagsfyllería í verslunarmiðstöð. Eru allir komnir í bæjarleyfi frá kárahnjúkum? Lítil stelpa með ís grenjaði og móðirin horfði illum augum til þeirra sem anguðu af viskískoti og ætluðu að heilsa henni.
Uppáhaldsskrítni rauðhærði ítalinn gianluca frá Abruzzo hringdi í mig í gær og tilkynnti að hann væri í glascow og vildi koma að heimsækja mig og það með det samme. Þarf að vera komin til ítalíu fyrir lok október og málið að stoppa hér fyrst. Sagði honum frá airwaves og það er víst ákveðið. Ég lofaði honum fyrir ári síðan að stofan mín væri laus, en í dag á ég enga stofu lengur. Úps. Það reddast.
bobblebeer ja wunderbar
Haustbobblan. Hún kemur stundum yfir mig alveg óvænt. Hlýt að hafa verið eitthvað dýr sem lagðist í hýði í fyrra lífi.
Stundum líða margir dagar áður en ég fatta að ég er inni í haustbobblu. Hún er svona hjúpur sem myndast utanum um mann
(not only the flesh between the aura and the soul...ása skilur þetta hehe) og það dempar allt. Bæði utanaðkomandi áreiti,
og sömuleiðis þá bókstaflega heyrist minna í mér. Fólk hefur oft sagt mér að ég tali lágt sem ég skil ekkert í því
mér finnst ég tala í fullkomlega eðlilegri tónhæð. Það færist svona þögn yfir sem ég veit ekki hvaðan kemur. Það má
ekki misskilja haustbobbluna sem einhverja geðlægð heldur er hún einhver ásköpuð einvera án þess þó að vera ein. Fylgja
henni svona dagar þar sem ég bara neita að taka þátt í heiminum, og einhverjum utanaðkomandi kröfum um mætingu hér
eða þar og hef mína hentisemi. Hvaða máli skiptir það síðan í stóra samhengi heimsins og stríða og hungursneyða hvort
ég geri eitthvað eða ekki í einhverri ritgerð eða öðru sem engu máli skiptir þegar allt kemur til alls.
hóstaköst en bara á nóttunni. Bókahlaðarnir virðast stækka með hverri mínútunni og ógna mér og tímanum. Bókin sem ég er að lesa byrjar á setningunni "Who am I" og fylgir því gríðarleg súrrealísk hringavitleysa um þá spurningu. (það
er kannski ekki sérkennilegt komandi frá höfundi súrrealíska manifestósins...)
Ég gat samt hlegið á blaðsíðu sextíu þar sem stendur "There is no use being alive if one must work. The event from
which each of us is entitled to expect the revelation of his own life´s meaning - that event which I may no yet
have found, but on whose path I seek myself - is not earned by work." Nadja - André Breton
Í efnislegri fréttum er það helst að við settum hnefann í borðið um mánaðarmótin og komum með frægu setninguna "Skipti aldrei við þetta
fyrirtæki aftur!!" Nú njótum við ekki lengur þjónustu
símans eftir uppreisn okkar og reiði þar sem engin sá sér fært að svara reiðibréfinu mínu. Verri hliðin er að þá erum við
netlausar enn og aftur. Fer fram húskosning bráðum á milli BT og HIVE.
ekki dugir bobbla né hóstahrinur því í kvöld er oktoberfest í 1400fm tjaldi fyrir utan háskólann og verða þar bjórar, bratwurst og liederhosen. Stemmingunni verður haldið á lofti með þýskum slögurum og jafnvel jóðli. Jódelíheídilojúdelí
senza parole
Non posso spiegare cosa sto pensando. Non so perché mi sento che sarebbe meglio spiegarlo in un altra lingua. Forse la vita mi pare differente in un altro contesto, cosa é la veritá? Forse la veritá cambia al base della lingua. Forse le sentimenti cambiano se uso parole strane invece della mia propria lingua. Peró alla fine tutte le pensieri si formano dentro di me stessa.
Enn kveikt á ljósaperunni frá því um daginn. Spennufiðringur yfir því hvaða lýsing færist yfir þessi rigerðarskrif út frá því. Sophie Calle er í uppáhaldi líka þessa dagana. Það er svo kómískt hvað það er búið að gera allt áður. Við að lesa bókina Writing on the wall, art and image in modern art sá ég svart á hvítu myndir eftir fólk sem gerði í raun nákvæmlega það sama og ég einu sinni bara nokkrum árum áður og ég hafði aldrei séð. Frumleiki er hvort eð er löngu úrelt hugtak, en það merkilega er frekar hvað margir hugsa það sama án þess kannski nokkurn tíman að vita af hinum. Alltaf jafn mikil upplifun að lesa annarra manna orð sem orða það sem maður hefði sjálfur viljað segja einhverntímann.
Ti posso offrire lasagna stasera? Prego, buon appetito
Þá hefur maður nú gert allt þegar maður hefur útskýrt baunamat á ítölsku. Kennarinn minn fyrrverandi mætti og var eldhress að geta fengið þjónustu á eigin máli, ég var ekkert að skjóta því inn að ég væri hætt við að útskrifast úr móðurmálinu hans.
Dagurinn var ónýtur í framtaksmálum, eina markmiðið var að skrifa skorinorta umfjöllun um hvað ritgerðin mín fjallar og panta nýjan viðtalstíma hjá leiðbeinandanum (og jafnvel ákveða hver það á að vera) Ég skrifaði svo sem helling en skýrt og skorinort eru ekki orðin sem ég myndi nota til að lýsa pælingunum. Samt er ég ekki frá því að það hafi kviknað á nýrri ljósaperu í seríunni sem BArnið mun verða og verður maður að gleðjast yfir því.
Hvernig ætti að vera hægt að samræma það að vilja ekki ákveða sig í neinu en þykjast samt ætla hafa öll svör á hreinu fyrir fram. Þetta er geðveiki að gera sjálfum sér þær kröfur að vita allt áður en endirinn kemur og kunna það áður en maður lærir. Sagan segir meira segja að ég hafi næstum því neitað að læra að hljóla því mér fanst asnalegt að kunna það ekki. Hver er ekki lélegur að hjóla áður en hann lærir það? En ég lærði að hjóla og hef ekki gleymt því síðan. Get lítið nýtt þá hæfileika eftir að fína hjólinu mínu var stolið í vor. Bömmer. Held jafnvel að maður eigi bara að kunna að meta það að hafa stundum rangt fyrir sér og lifa í aðstæðum sem engin leið er að vita hvernig fer. Vitnum í laxnes eða hver það nú var; þetta fer allt einhvernvegin á endanum.
er eitthvað skrítið við pasta í bíó?
Menningarlegasti október í mannaminnum. Kvikmyndahátið og airwaves munu fylla prógrammið milli vinnu og hvaðþaðnúerseméggeriíritgerðardæminu. Búin að ná tveimur, Adams æbler og My summer of love í gærkvöldi og okkur til óvæntrar ánægju var leikstjórinn meira segja þar líka og svaraði spurningum. Kúl.
Næst við hliðina á mér sat ungur maður af asísku bergi brotinn og skrifað glósur í óðaönn í kynningunni fyrir myndina. Hann sogaði í sig hvert orð og var sérdeilis gáfulegur. Ása sá glimps af honum í miðri mynd þar sem hann missti sig í að glápa á mig sem var að borða basilpastað hennar ásu með gafli uppúr plastboxi í myrkrinu og var alltaf að missa einn og einn kuðung út fyrir þar sem ég sá ekkert. Mjög smekklegt. Fínn bíókvöldverður samt.
Það skal tekið fram að bæði boxið og gaffallinn kom með heim aftur. Stelpurnar eru búnar að gera eilíft grín að mér fyrir að geyma dollur og krukkur, en það kemur sko að góðum notum og maður á ekki að henda afgöngum. Spar spar. Einsog áður hefur verið komið fram þá nýtast slík sparnaðarráð einungis við valin tilefni.
Danskur húmor er snilld, ég allavega gat bæði grenjað úr hlátri og sorg á epplunum nýnasistans adams sem varð að vinna í þágu þjóðfélagsins hjá presti. ólíkt flestum finnst mér danska bæði falleg og fyndin og vil endilega tala meira af henni. Það hlýtur að koma að því að ég flyt þangað aftur.
Vinnan kemur upp á milli mín og hluta. Boðið á opnun á ljósmyndasýningu sem ég kemst ekki á, fullt af myndum í bíó í dag, bókahlaðinn heima. En ég verð að minnsta kosti að vinna fyrir þeim nauðsynjahlutum sem ég er búin að skrifa á mig, símainneign, krullujárn með þremur hausum (ef einhver man þá er ég nú með frekar sjálfliðað hár) minnislykil sem ég týndi eftir þrjá daga og the house of flying daggers. Það er hættulegt að fara í það að skrifa á sig, maður vissi ekki hvað mann gæti vantað úr raftækjabúð. Hárvörurnar eru sérkapítuli. Hver hefði trúað því að ég ætti hárblásara sem er risastærð, sléttujárn og þriggjahausakrullujárnsdæmi. Jesús ég þarf að fara í eitthvað back to the basic námskeið. Ég þarf þetta ekki til að vera hamingjusöm.
|